Kennir vetrardekkjum á BMW um glæfralegan akstur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2018 13:00 Frá vettvangi slyssins í gær. Hægra megin á myndinni sést blái BMW bíllinn. Karlmaður á fertugsaldri á BMW Cabrio e36 segist hafa gert heimskuleg mistök þegar hann ók bíl sínum af krafti á annan bíl á Arnarnesveginum síðdegis í gær. Síðarnefndi bíllinn var hluti af líkfylgd en gestir voru að fylgja líkbíl á leið í kirkjugarð eftir útför í kirkju.DV greindi frá árekstrinum í gær. Þar lýsti einn aðstandandi, Arnar Hreiðarsson, því hvernig BMW bíllinn hefði komið reykspólandi út úr hringtorginu , þversum yfir umferðareyju og á fullri ferð á bíl sem ekið var í gagnstæða átt. Dóttir Arnars og tengdasonur voru í bílnum en slösuðust ekki alvarleg að hans sögn. Bíll þeirra er þó mikið skemmdur. Prúðbúnir kirkjugestir þurftu margir hverjir að staldra við á meðan hugað var að parinu í bílnum og lögregla ræddi við vitni.Sást aka glannalega í gegnum fleiri hringtorg Lögregla var fljót á svæðið, yfirheyrði ökumann BMW-bifreiðarinnar og ræddu svo við vitni sem tjáði lögreglu að það hefði orðið vitni að ofsaakstri sama bíls í gegnum fleiri hringtorg augnablikum fyrr. Ökumaður og eigandi BMW bílsins, Valur Hoe Guðmundsson, gerir grein fyrir sér í Facebook-hópnum BMW á Íslandi. Þar viðurkennir hann að eiga við fíkniefnavanda að stríða. Það hafi alls ekki verið ætlun hans að „keyra niður líkfylgd“. Valur Hoe hefur hlotið dóma fyrir fíkniefnamisferli og akstur undir áhrifum. Þá segir hann að fólk sem hafi ekki átt BMW cabrioe36 eigi ekki að dæma sig. Hann segist vera dæmdur glæpamaður en þó góður drengur. „Ég var alls ekki óður en heimskuleg mistök á vetrardekkjum að aftan,“ segir Valur um akstur sinn. „Þessi bíll er búinn að vera bölvun frá fyrsta degi sem ég eignaðist hann.“Ekki náðist í lögregluna í Hafnarfirði við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri á BMW Cabrio e36 segist hafa gert heimskuleg mistök þegar hann ók bíl sínum af krafti á annan bíl á Arnarnesveginum síðdegis í gær. Síðarnefndi bíllinn var hluti af líkfylgd en gestir voru að fylgja líkbíl á leið í kirkjugarð eftir útför í kirkju.DV greindi frá árekstrinum í gær. Þar lýsti einn aðstandandi, Arnar Hreiðarsson, því hvernig BMW bíllinn hefði komið reykspólandi út úr hringtorginu , þversum yfir umferðareyju og á fullri ferð á bíl sem ekið var í gagnstæða átt. Dóttir Arnars og tengdasonur voru í bílnum en slösuðust ekki alvarleg að hans sögn. Bíll þeirra er þó mikið skemmdur. Prúðbúnir kirkjugestir þurftu margir hverjir að staldra við á meðan hugað var að parinu í bílnum og lögregla ræddi við vitni.Sást aka glannalega í gegnum fleiri hringtorg Lögregla var fljót á svæðið, yfirheyrði ökumann BMW-bifreiðarinnar og ræddu svo við vitni sem tjáði lögreglu að það hefði orðið vitni að ofsaakstri sama bíls í gegnum fleiri hringtorg augnablikum fyrr. Ökumaður og eigandi BMW bílsins, Valur Hoe Guðmundsson, gerir grein fyrir sér í Facebook-hópnum BMW á Íslandi. Þar viðurkennir hann að eiga við fíkniefnavanda að stríða. Það hafi alls ekki verið ætlun hans að „keyra niður líkfylgd“. Valur Hoe hefur hlotið dóma fyrir fíkniefnamisferli og akstur undir áhrifum. Þá segir hann að fólk sem hafi ekki átt BMW cabrioe36 eigi ekki að dæma sig. Hann segist vera dæmdur glæpamaður en þó góður drengur. „Ég var alls ekki óður en heimskuleg mistök á vetrardekkjum að aftan,“ segir Valur um akstur sinn. „Þessi bíll er búinn að vera bölvun frá fyrsta degi sem ég eignaðist hann.“Ekki náðist í lögregluna í Hafnarfirði við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira