Vita ekkert um ferðir manns sem féll af þaki Sveinn Arnarsson skrifar 4. júlí 2018 06:00 Lögreglan er engu nær um ferðir mannsins og rannsakar dauðsfallið sem slys. Fréttablaðið/GVA Svo virðist sem ekkert sé hægt að segja til um hvers vegna bandarískur karlmaður, fæddur 1992, lést í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Þrátt fyrir fjölda nýrra eftirlitsmyndavéla segir yfirmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að líkast til verði ekki hægt að upplýsa um hvað nákvæmlega gerðist. Ekkert er vitað um ferðir mannsins í miðbænum fyrir slysið. Maðurinn féll af þaki hússins sem stendur við Lækjargötu 6a. Aðkoman að slysstað var afar ljót þar sem mikið hafði blætt úr manninum. Hann var sendur með flýti á Landspítala til aðhlynningar en lést þar af sárum sínum skömmu síðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hófst strax handa við að rannsaka málið og telur Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að líkast til verði ekki hægt að segja til um hvers vegna maðurinn féll fram af húsþakinu.Sjá einnig: Banaslys í Lækjargötu um helgina „Karlmaðurinn var einsamall á ferðalagi um landið og hafði farið þarna upp á þak, mögulega prílað þarna baka til, það eru stigar þar. Að öðru leyti vitum við ekki hvernig hann kom sér upp á þakið og höfum ekki hugmynd um það,“ segir Jóhann Karl. „Þetta er rannsakað sem slys og við getum ábyggilega aldrei upplýst hvað gerðist. Það eru engin vitni að þessu og enginn með honum. Það var bara komið að honum þarna liggjandi,“ bætir hann við. Jóhann Karl segir ekki búið að kryfja manninn og því er ekki hægt að segja til um hvert líkamlegt ásigkomulag hans var. „Krufningin mun fara fram síðar.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp 25 nýjar eftirlitsmyndavélar í miðborginni eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur. Er nú svo komið að eftirlitsmyndavélar í Reykjavík á almannafæri eru 36 talsins og eru þær langflestar í miðbænum. Að auki eru eftirlitsmyndavélar sem fyrirtæki og einstaklingar hafa sett upp á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Lækjargötu um helgina Erlendur ferðamaður féll af þaki húss í Lækjargötu. 2. júlí 2018 13:02 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Svo virðist sem ekkert sé hægt að segja til um hvers vegna bandarískur karlmaður, fæddur 1992, lést í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Þrátt fyrir fjölda nýrra eftirlitsmyndavéla segir yfirmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að líkast til verði ekki hægt að upplýsa um hvað nákvæmlega gerðist. Ekkert er vitað um ferðir mannsins í miðbænum fyrir slysið. Maðurinn féll af þaki hússins sem stendur við Lækjargötu 6a. Aðkoman að slysstað var afar ljót þar sem mikið hafði blætt úr manninum. Hann var sendur með flýti á Landspítala til aðhlynningar en lést þar af sárum sínum skömmu síðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hófst strax handa við að rannsaka málið og telur Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að líkast til verði ekki hægt að segja til um hvers vegna maðurinn féll fram af húsþakinu.Sjá einnig: Banaslys í Lækjargötu um helgina „Karlmaðurinn var einsamall á ferðalagi um landið og hafði farið þarna upp á þak, mögulega prílað þarna baka til, það eru stigar þar. Að öðru leyti vitum við ekki hvernig hann kom sér upp á þakið og höfum ekki hugmynd um það,“ segir Jóhann Karl. „Þetta er rannsakað sem slys og við getum ábyggilega aldrei upplýst hvað gerðist. Það eru engin vitni að þessu og enginn með honum. Það var bara komið að honum þarna liggjandi,“ bætir hann við. Jóhann Karl segir ekki búið að kryfja manninn og því er ekki hægt að segja til um hvert líkamlegt ásigkomulag hans var. „Krufningin mun fara fram síðar.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp 25 nýjar eftirlitsmyndavélar í miðborginni eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur. Er nú svo komið að eftirlitsmyndavélar í Reykjavík á almannafæri eru 36 talsins og eru þær langflestar í miðbænum. Að auki eru eftirlitsmyndavélar sem fyrirtæki og einstaklingar hafa sett upp á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Lækjargötu um helgina Erlendur ferðamaður féll af þaki húss í Lækjargötu. 2. júlí 2018 13:02 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Banaslys í Lækjargötu um helgina Erlendur ferðamaður féll af þaki húss í Lækjargötu. 2. júlí 2018 13:02