Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júlí 2018 21:45 Þau Árni Jón Þórðarson og Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir eru nýtekin við búi á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Þau voru að slá túnin í fyrsta sinn og nutu yfir 20 stiga hita. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. Kúabóndi í Vopnafirði segist vorkenna starfsbræðrum sínum sunnanlands og vestan, þar sé staðan ömurleg. Myndir af austfirskum bændum í heyskap mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Á kúabúinu á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu á Héraði eru feðgarnir Jón Steinar Elísson og Stefán Fannar Steinarsson búnir að rúlla upp um tveimur þriðju af túnunum en þar hófst heyskapur í kringum 20. júní. Á bænum Akri í Vopnafirði eru heyrúllurnar komnar upp í stæður en Björn Halldórsson segist búinn með um 90 prósent af fyrri slætti.Björn Halldórsson, bóndi á Akri í Vopnafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Tveir síðustu mánuðir hafa bara verið nákvæmlega eins og veður á að vera,“ segir Björn. „Það er búin að vera mjög góð tíð. Það hefur rignt þegar hefur þurft að rigna og við snúum ekki einu sinni heyinu. Við bara sláum það og svo er það bara orðið þurrt.“ Héraðsráðunautur Búnaðarsambands Austurlands, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir að bændur í fjórðungnum séu almennt langt komnir með fyrsta slátt og sumir kúabændur jafnvel búnir. Sauðfjárbændum liggur ekki eins mikið á að afla heyjanna en á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð hóf Jónas Guðmundsson slátt fyrir helgi.Á bænum Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð var Jónas Guðmundsson sauðfjárbóndi að slá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Vorið hefur verið mjög gott. Það er óvenju snemma sem við getum byrjað hérna að slá,“ segir Jónas. Sprettan sé þokkaleg. „Það er allavegana ekki orðið úr sér sprottið ennþá.“ Utar í Jökulsárhlíð, á Torfastöðum, eru þau Árni Jón Þórðarson og Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir nýtekin við búi og voru að slá í fyrsta sinn. „Okkar fyrsti heyskapur,“ segir Sigurlaug, og það leggst vel í þau að hefja búskap í Jökulsárhlíð. „Þetta er bara paradís,“ segir hún.Árni Jón á múgavélinni í veðurblíðunni á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Dyrfjöll sjást í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En meðan tíðin leikur við bændur norðanlands og austan er staðan verri á hinum helmingi landsins. „Ég verð að segja það; ég vorkenni kollegum mínum á Suðurlandi, kúabændum, og bara bændum yfirleitt á Suður- og Vesturlandi. Þetta er ömurleg staða. Þeir eru mjög oft búnir að heyja á þessum tíma, og - án þess að ég viti það nú nákvæmlega – þá hugsa ég að það séu einhverjir sem séu mjög lítið byrjaðir. Það er bara hryllileg staða,“ segir Vopnfirðingurinn Björn á Akri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Sjá meira
Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. Kúabóndi í Vopnafirði segist vorkenna starfsbræðrum sínum sunnanlands og vestan, þar sé staðan ömurleg. Myndir af austfirskum bændum í heyskap mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Á kúabúinu á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu á Héraði eru feðgarnir Jón Steinar Elísson og Stefán Fannar Steinarsson búnir að rúlla upp um tveimur þriðju af túnunum en þar hófst heyskapur í kringum 20. júní. Á bænum Akri í Vopnafirði eru heyrúllurnar komnar upp í stæður en Björn Halldórsson segist búinn með um 90 prósent af fyrri slætti.Björn Halldórsson, bóndi á Akri í Vopnafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Tveir síðustu mánuðir hafa bara verið nákvæmlega eins og veður á að vera,“ segir Björn. „Það er búin að vera mjög góð tíð. Það hefur rignt þegar hefur þurft að rigna og við snúum ekki einu sinni heyinu. Við bara sláum það og svo er það bara orðið þurrt.“ Héraðsráðunautur Búnaðarsambands Austurlands, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir að bændur í fjórðungnum séu almennt langt komnir með fyrsta slátt og sumir kúabændur jafnvel búnir. Sauðfjárbændum liggur ekki eins mikið á að afla heyjanna en á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð hóf Jónas Guðmundsson slátt fyrir helgi.Á bænum Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð var Jónas Guðmundsson sauðfjárbóndi að slá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Vorið hefur verið mjög gott. Það er óvenju snemma sem við getum byrjað hérna að slá,“ segir Jónas. Sprettan sé þokkaleg. „Það er allavegana ekki orðið úr sér sprottið ennþá.“ Utar í Jökulsárhlíð, á Torfastöðum, eru þau Árni Jón Þórðarson og Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir nýtekin við búi og voru að slá í fyrsta sinn. „Okkar fyrsti heyskapur,“ segir Sigurlaug, og það leggst vel í þau að hefja búskap í Jökulsárhlíð. „Þetta er bara paradís,“ segir hún.Árni Jón á múgavélinni í veðurblíðunni á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Dyrfjöll sjást í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En meðan tíðin leikur við bændur norðanlands og austan er staðan verri á hinum helmingi landsins. „Ég verð að segja það; ég vorkenni kollegum mínum á Suðurlandi, kúabændum, og bara bændum yfirleitt á Suður- og Vesturlandi. Þetta er ömurleg staða. Þeir eru mjög oft búnir að heyja á þessum tíma, og - án þess að ég viti það nú nákvæmlega – þá hugsa ég að það séu einhverjir sem séu mjög lítið byrjaðir. Það er bara hryllileg staða,“ segir Vopnfirðingurinn Björn á Akri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Sjá meira
Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00
Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15