Segir menntun skipta máli við ráðningu forstjóra Vegagerðarinnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. júlí 2018 19:15 Bergþóra Þorkelsdóttir var skipaður forstjóri Vegagerðarinnar í síðustu viku, en samgöngu og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið. Umræddur ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson vék frá ráðningu vegna vinskaps hans og Bergþóru og var Lilja Alfreðsdóttir sett ráðherra. Svo fór að samgönguráðherra gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu eins og lög gera ráð fyrir. Því þurfti að framlengja umsóknarfresti um tvær vikur. En vegna framlengingar fjölgaði umsækjendum úr 15 í 25. Skipuð var þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda. Sérstaka athygli vakti að engrar sérmenntunar á borð við verkfræðimenntun var krafist í auglýstu starfi, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Ekki náðist í Ara Kristinn Jónsson, formann nefndarinnar við vinnslu fréttarinnar.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaVerkfræðingafélag Íslands hefur gagnrýnt ráðninguna, en félagið óskaði eftir skýringum frá ráðuneytinu vegna hæfniskrafna. Félagið gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki sé gerð krafa um viðeigandi háskólamenntun. „Við hjá Verkfræðingafélaginu gerðum athugasemd við það að í auglýsingunni var sagt var menntun eða reynsla væri nægjanleg. Við teljum að í svona mikilvægum störfum á borð við stjórnun umfangsmikla ríkisstofnanna líkt og Vegagerðin er, þurfi menntun og reynslu, segir Páll Gíslason, formaður Verkfræðingafélags Íslands. Í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að: „Ráðuneytið ákvað að leggja fyrst og fremst áherslu á að finna hæfasta stjórnandann sem völ væri á, óháð tiltekinni menntun. Leitað var eftir einstaklingi með leiðtogahæfileika, sem væri framsýnn í hugsun, hefði sýnt hæfni í samskiptum og samvinnu og hefði metnað til að ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs“ „Forstjórinn er sá sem rekur Vegagerðina, sem er veghaldari og rekur því vegakerfi landsins. Mikilvægt er að til staðar sé ekki einungis stjórnunarþekking. Það þarf eitthvað fleira. Þetta snýst um að menn geri kröfur um menntun og reynslu þegar verið er að ráða í mikilvæg störf ríkisins,“ segir Páll. Ráðningar Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Fjórir voru kallaðir í viðtöl. Bergþóra Þorkelsdóttir var metin hæfust, bæði af hæfisnefnd og ráðherra. 2. júlí 2018 14:05 Skipun forstjóra Vegagerðarinnar: Níu stiga munur á tveimur efstu í einkunnagjöf hæfnisnefndar Nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir, fékk alls 365 stig af 400 mögulegum í einkunnagjöf hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta umsækjendur um starf forstjórans. 2. júlí 2018 20:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir var skipaður forstjóri Vegagerðarinnar í síðustu viku, en samgöngu og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið. Umræddur ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson vék frá ráðningu vegna vinskaps hans og Bergþóru og var Lilja Alfreðsdóttir sett ráðherra. Svo fór að samgönguráðherra gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu eins og lög gera ráð fyrir. Því þurfti að framlengja umsóknarfresti um tvær vikur. En vegna framlengingar fjölgaði umsækjendum úr 15 í 25. Skipuð var þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda. Sérstaka athygli vakti að engrar sérmenntunar á borð við verkfræðimenntun var krafist í auglýstu starfi, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Ekki náðist í Ara Kristinn Jónsson, formann nefndarinnar við vinnslu fréttarinnar.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaVerkfræðingafélag Íslands hefur gagnrýnt ráðninguna, en félagið óskaði eftir skýringum frá ráðuneytinu vegna hæfniskrafna. Félagið gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki sé gerð krafa um viðeigandi háskólamenntun. „Við hjá Verkfræðingafélaginu gerðum athugasemd við það að í auglýsingunni var sagt var menntun eða reynsla væri nægjanleg. Við teljum að í svona mikilvægum störfum á borð við stjórnun umfangsmikla ríkisstofnanna líkt og Vegagerðin er, þurfi menntun og reynslu, segir Páll Gíslason, formaður Verkfræðingafélags Íslands. Í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að: „Ráðuneytið ákvað að leggja fyrst og fremst áherslu á að finna hæfasta stjórnandann sem völ væri á, óháð tiltekinni menntun. Leitað var eftir einstaklingi með leiðtogahæfileika, sem væri framsýnn í hugsun, hefði sýnt hæfni í samskiptum og samvinnu og hefði metnað til að ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs“ „Forstjórinn er sá sem rekur Vegagerðina, sem er veghaldari og rekur því vegakerfi landsins. Mikilvægt er að til staðar sé ekki einungis stjórnunarþekking. Það þarf eitthvað fleira. Þetta snýst um að menn geri kröfur um menntun og reynslu þegar verið er að ráða í mikilvæg störf ríkisins,“ segir Páll.
Ráðningar Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Fjórir voru kallaðir í viðtöl. Bergþóra Þorkelsdóttir var metin hæfust, bæði af hæfisnefnd og ráðherra. 2. júlí 2018 14:05 Skipun forstjóra Vegagerðarinnar: Níu stiga munur á tveimur efstu í einkunnagjöf hæfnisnefndar Nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir, fékk alls 365 stig af 400 mögulegum í einkunnagjöf hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta umsækjendur um starf forstjórans. 2. júlí 2018 20:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17
Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Fjórir voru kallaðir í viðtöl. Bergþóra Þorkelsdóttir var metin hæfust, bæði af hæfisnefnd og ráðherra. 2. júlí 2018 14:05
Skipun forstjóra Vegagerðarinnar: Níu stiga munur á tveimur efstu í einkunnagjöf hæfnisnefndar Nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir, fékk alls 365 stig af 400 mögulegum í einkunnagjöf hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta umsækjendur um starf forstjórans. 2. júlí 2018 20:00