Leit að betra lífi Davíð Þorláksson skrifar 4. júlí 2018 07:00 Það er ömurlegt að horfa upp á hvernig börn innflytjenda í Bandaríkjunum eru tekin frá foreldrum sínum og jafnvel geymd í búrum. Í flestum tilfellum er um heiðarlegt fólk að ræða sem er einfaldlega í leit að betra lífi fyrir sig og fjölskyldu sína. Eina sem þau hafa til sakar unnið er að fæðast röngu megin við ímyndaða línu. Í stað meðalhófs og umburðarlyndis, er rekin stefna án umburðarlyndis. Við getum vel tekið betur á móti innflytjendum og boðið fleiri kvótaflóttamönnum að koma hingað til lands. Eitt af því sem helst þarf að bæta varðandi móttöku innflytjenda er menntun barna þeirra. Margt bendir til að þar sé pottur brotinn. Menntun er lykilþáttur í að nýir Íslendingar nái að aðlagast lífinu hér og skapa sér gott líf til framtíðar. Sveitarfélögin þurfa að girða sig í brók hvað þetta varðar. Það er ekki bara siðferðisleg skylda okkar að taka vel á móti innflytjendum heldur sýna rannsóknir að innflytjendur hafa góð áhrif á hagkerfi þróaðra ríkja. Þeir sinna störfum sem ella væru ef til vill ekki unnin og nota launin sín til að kaupa vörur og þjónustu. Þetta skapar hagvöxt í nýja heimalandinu. Uppsveiflan sem við höfum séð hér síðustu árin hefði ekki verið svona mikil ef við hefðum ekki notið krafta erlends vinnuafls. Í dag, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, er talið að um 2.300 börn innflytjenda séu í haldi stjórnvalda fjarri foreldrum sínum. Land frelsis og tækifæra hefur að mörgu leyti snúist upp í andhverfu sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ömurlegt að horfa upp á hvernig börn innflytjenda í Bandaríkjunum eru tekin frá foreldrum sínum og jafnvel geymd í búrum. Í flestum tilfellum er um heiðarlegt fólk að ræða sem er einfaldlega í leit að betra lífi fyrir sig og fjölskyldu sína. Eina sem þau hafa til sakar unnið er að fæðast röngu megin við ímyndaða línu. Í stað meðalhófs og umburðarlyndis, er rekin stefna án umburðarlyndis. Við getum vel tekið betur á móti innflytjendum og boðið fleiri kvótaflóttamönnum að koma hingað til lands. Eitt af því sem helst þarf að bæta varðandi móttöku innflytjenda er menntun barna þeirra. Margt bendir til að þar sé pottur brotinn. Menntun er lykilþáttur í að nýir Íslendingar nái að aðlagast lífinu hér og skapa sér gott líf til framtíðar. Sveitarfélögin þurfa að girða sig í brók hvað þetta varðar. Það er ekki bara siðferðisleg skylda okkar að taka vel á móti innflytjendum heldur sýna rannsóknir að innflytjendur hafa góð áhrif á hagkerfi þróaðra ríkja. Þeir sinna störfum sem ella væru ef til vill ekki unnin og nota launin sín til að kaupa vörur og þjónustu. Þetta skapar hagvöxt í nýja heimalandinu. Uppsveiflan sem við höfum séð hér síðustu árin hefði ekki verið svona mikil ef við hefðum ekki notið krafta erlends vinnuafls. Í dag, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, er talið að um 2.300 börn innflytjenda séu í haldi stjórnvalda fjarri foreldrum sínum. Land frelsis og tækifæra hefur að mörgu leyti snúist upp í andhverfu sína.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar