Þorvaldur Davíð vill verða bæjarstjóri á Seyðisfirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 11:45 Menntamál ættu að vera í góðum höndum, verði skólarapparinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson fyrir valinu. Vísir Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson er meðal þeirra 12 sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri á Seyðisfirði. Þorvaldur Davíð er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur meðal annars gert garðinn frægan í kvikmyndum á borð við Ég man þig, Svartur á leik og Vonarstræti. Þá ljáði hann ljónsunganum Simba rödd sína í Konungi ljónanna ásamt því að syngja inn á Skólarapp ásamt Söru Dís Hjaltested. Þá mun menntun hans úr listaskólanum Juilliard eflaust koma að góðum notum við rekstur bæjarins. Fram kemur á vef bæjarfélagsins að leitað verði til ráðningarskrifstofu sem muni sjá um áframhaldandi vinnslu umsóknargagna sem og mat á hæfi Þorvaldar og annarra umsækjenda. Þeirra á meðal eru Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á ísafirði, og Kristín Amalía Atladóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Ljóst er að leikarinn og Kristín væru á heimavelli, yrðu annað hvort þeirra fyrir valinu, enda er Seyðisfjörður þekktur fyrir blómlegt listalíf. Þarf ekki að leita lengra en til listahátíðarinnar LungA, sem árlega trekkir að hundruð íslenskra listamanna til bæjarins. Hátíðin fer fram um miðjan júlímánuð og setur ætíð mikinn svip á 700 manna bæjarfélagið. Fyrst minnst er á LungA: meðal umsækjenda er jafnframt Aðalheiður Borgþórsdóttir, sem af staðkunnungum er þekkt sem „Mamma LungA“ enda stofnandi hátíðarinnar og framkvæmdastjóri hennar til 17 ára. Þar að auki var hún menningarfulltrúi Seyðisfjarðar í nærri tvo áratugi, meðstofnandi myndlistarmiðstöðvarinnar Skaftfells og svo lengi mætti telja. Listann yfir umsækjendur má sjá hér að neðan. Aðalheiður Borgþórsdóttir, Seyðisfirði Arnbjörg Sveinsdóttir, Seyðisfirði Gísli Halldór Halldórsson, Ísafirði Guðrún Lilja Magnúsdóttir, Egilsstöðum Jóhann Freyr Aðalsteinsson, Osló Jón Kristinn Jónsson, Hafnarfirði Kristín Amalía Atladóttir, Egilsstöðum Ólafur Hr. Sigurðsson, Seyðisfirði Snorri Emilsson, Seyðisfirði Sveinn Enok Jóhannsson, Reykjanesbæ Tryggvi Harðarson, Reykjavík Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Reykjavík. Seyðisfjörður Vistaskipti Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira
Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson er meðal þeirra 12 sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri á Seyðisfirði. Þorvaldur Davíð er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur meðal annars gert garðinn frægan í kvikmyndum á borð við Ég man þig, Svartur á leik og Vonarstræti. Þá ljáði hann ljónsunganum Simba rödd sína í Konungi ljónanna ásamt því að syngja inn á Skólarapp ásamt Söru Dís Hjaltested. Þá mun menntun hans úr listaskólanum Juilliard eflaust koma að góðum notum við rekstur bæjarins. Fram kemur á vef bæjarfélagsins að leitað verði til ráðningarskrifstofu sem muni sjá um áframhaldandi vinnslu umsóknargagna sem og mat á hæfi Þorvaldar og annarra umsækjenda. Þeirra á meðal eru Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á ísafirði, og Kristín Amalía Atladóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Ljóst er að leikarinn og Kristín væru á heimavelli, yrðu annað hvort þeirra fyrir valinu, enda er Seyðisfjörður þekktur fyrir blómlegt listalíf. Þarf ekki að leita lengra en til listahátíðarinnar LungA, sem árlega trekkir að hundruð íslenskra listamanna til bæjarins. Hátíðin fer fram um miðjan júlímánuð og setur ætíð mikinn svip á 700 manna bæjarfélagið. Fyrst minnst er á LungA: meðal umsækjenda er jafnframt Aðalheiður Borgþórsdóttir, sem af staðkunnungum er þekkt sem „Mamma LungA“ enda stofnandi hátíðarinnar og framkvæmdastjóri hennar til 17 ára. Þar að auki var hún menningarfulltrúi Seyðisfjarðar í nærri tvo áratugi, meðstofnandi myndlistarmiðstöðvarinnar Skaftfells og svo lengi mætti telja. Listann yfir umsækjendur má sjá hér að neðan. Aðalheiður Borgþórsdóttir, Seyðisfirði Arnbjörg Sveinsdóttir, Seyðisfirði Gísli Halldór Halldórsson, Ísafirði Guðrún Lilja Magnúsdóttir, Egilsstöðum Jóhann Freyr Aðalsteinsson, Osló Jón Kristinn Jónsson, Hafnarfirði Kristín Amalía Atladóttir, Egilsstöðum Ólafur Hr. Sigurðsson, Seyðisfirði Snorri Emilsson, Seyðisfirði Sveinn Enok Jóhannsson, Reykjanesbæ Tryggvi Harðarson, Reykjavík Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Reykjavík.
Seyðisfjörður Vistaskipti Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira