Jóhannes Haukur verður vondi kallinn í Bloodshot Benedikt Bóas skrifar 3. júlí 2018 06:00 Jóhannes Haukur hefur verið að gera það gott í Hollywood að undanförnu. Vísir/vilhelm „Þetta lítur vel út. Þetta er Sony-mynd og það á að tjalda öllu til,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson en um helgina var tilkynnt að hann muni leika í ofurhetjumyndinni Bloodshot. Það eru engar smá kanónur sem verða með Jóhannesi á settinu, fremstan meðal jafningja skal þar nefna Vin Diesel auk hinnar mexíkósku Eizu González, sem margir muna eftir sem Baby úr kvikmyndinni Baby driver. Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu og verður bönnuð börnum að sögn Jóhannesar, ekki ólíkt Deadpool. „Þetta verður risastór Hollywood-mynd og verður svokallað R-rated eins og Logan og Deadpool. Þá verður ofbeldið grófara og talsmátinn frjálslegri.“ Samkvæmt fréttum mun Jóhannes fara með hlutverk Nicks Barris í myndinni en hann er sagður vera annað illmenni myndarinnar. Dave Wilson heldur um leikstjórn en þetta er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. „Ég fer í lok júlí í þessar upptökur og verð að öllum líkindum í mánuð. Eftir þetta verkefni er ég að fara í aðra seríu á The Innocent, verði hún framleidd.“Game of Thrones opnaði margar dyr fyrir Jóhannes.Jóhannes er í Suður-Afríku þessa stundina þar sem hann leikur í sjónvarpsseríunni Origin. Hann hefur verið að gera það gott að undanförnu og verður í myndinni The Good Liar með Ian McKellen og Helen Mirren í aðalhlutverkum. Síðar dregur hann upp byssu í vestranum The Sisters Brothers þar sem Jake Gyllenhaal og fleiri góðir setja á sig kúrekahattinn. Í flestum erlendum fréttum um hlutverkið er talað um Game of Thrones stjörnuna Jóhannesson. Sjálfur vill hann nú gera sem minnst úr því hlutverki. „Ég var nú bara í tveimur þáttum en það vegur greinilega þungt að vera í Game of Thrones,“ segir hann hress. „Ég er búinn að vera í erlendum verkefnum undanfarin ár og er kominn á þann stað að geta aðeins valið úr. Ekki mikið en smá. Fyrst sagði ég já við öllu en ef verkefni lenda á sama tíma, hvort sem það er sjónvarpssería eða kvikmynd, þá get ég valið. Auðvitað er það mikið lúxusvandamál,“ segir hann. Jóhannes var í fríi frá tökum í gær og slakaði á þó það væri hálf íslenskt veður í Suður-Afríku. „Það er rigning og 14 gráður sem er ekkert svo slæmt. Ég er þó alveg í stuttbuxum. Ætli ég fari ekki í stuttan göngutúr. Maður býr í frekar vernduðu umhverfi með girðingu í kring og ef maður fer út fyrir hliðið þá á maður á hættu að vera rændur og ég er lítið fyrir það.“ Bloodshot Tilkynnt var 2015 að Sony og Valiant, sem gaf út Bloodshotsögurnar, hefðu gert með sér fimm mynda samning. Fyrsta myndin yrði um Bloodshot, næstu tvær um aðra hetju sem kallast Harbinger og síðasta yrði samkrull um þá tvo. Jared Leto átti að leika vonda kallinn í myndinni en hætti við. Jóhannes Haukur fékk kallið í staðinn. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Jóhannes Haukur GOT-ar yfir sig í Steypustöðinni Lokaþátturinn af Steypustöðinni var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Þar vakti einn skets töluverða athygli en stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson kom þar við sögu. 5. mars 2018 15:45 Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira
„Þetta lítur vel út. Þetta er Sony-mynd og það á að tjalda öllu til,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson en um helgina var tilkynnt að hann muni leika í ofurhetjumyndinni Bloodshot. Það eru engar smá kanónur sem verða með Jóhannesi á settinu, fremstan meðal jafningja skal þar nefna Vin Diesel auk hinnar mexíkósku Eizu González, sem margir muna eftir sem Baby úr kvikmyndinni Baby driver. Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu og verður bönnuð börnum að sögn Jóhannesar, ekki ólíkt Deadpool. „Þetta verður risastór Hollywood-mynd og verður svokallað R-rated eins og Logan og Deadpool. Þá verður ofbeldið grófara og talsmátinn frjálslegri.“ Samkvæmt fréttum mun Jóhannes fara með hlutverk Nicks Barris í myndinni en hann er sagður vera annað illmenni myndarinnar. Dave Wilson heldur um leikstjórn en þetta er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. „Ég fer í lok júlí í þessar upptökur og verð að öllum líkindum í mánuð. Eftir þetta verkefni er ég að fara í aðra seríu á The Innocent, verði hún framleidd.“Game of Thrones opnaði margar dyr fyrir Jóhannes.Jóhannes er í Suður-Afríku þessa stundina þar sem hann leikur í sjónvarpsseríunni Origin. Hann hefur verið að gera það gott að undanförnu og verður í myndinni The Good Liar með Ian McKellen og Helen Mirren í aðalhlutverkum. Síðar dregur hann upp byssu í vestranum The Sisters Brothers þar sem Jake Gyllenhaal og fleiri góðir setja á sig kúrekahattinn. Í flestum erlendum fréttum um hlutverkið er talað um Game of Thrones stjörnuna Jóhannesson. Sjálfur vill hann nú gera sem minnst úr því hlutverki. „Ég var nú bara í tveimur þáttum en það vegur greinilega þungt að vera í Game of Thrones,“ segir hann hress. „Ég er búinn að vera í erlendum verkefnum undanfarin ár og er kominn á þann stað að geta aðeins valið úr. Ekki mikið en smá. Fyrst sagði ég já við öllu en ef verkefni lenda á sama tíma, hvort sem það er sjónvarpssería eða kvikmynd, þá get ég valið. Auðvitað er það mikið lúxusvandamál,“ segir hann. Jóhannes var í fríi frá tökum í gær og slakaði á þó það væri hálf íslenskt veður í Suður-Afríku. „Það er rigning og 14 gráður sem er ekkert svo slæmt. Ég er þó alveg í stuttbuxum. Ætli ég fari ekki í stuttan göngutúr. Maður býr í frekar vernduðu umhverfi með girðingu í kring og ef maður fer út fyrir hliðið þá á maður á hættu að vera rændur og ég er lítið fyrir það.“ Bloodshot Tilkynnt var 2015 að Sony og Valiant, sem gaf út Bloodshotsögurnar, hefðu gert með sér fimm mynda samning. Fyrsta myndin yrði um Bloodshot, næstu tvær um aðra hetju sem kallast Harbinger og síðasta yrði samkrull um þá tvo. Jared Leto átti að leika vonda kallinn í myndinni en hætti við. Jóhannes Haukur fékk kallið í staðinn.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Jóhannes Haukur GOT-ar yfir sig í Steypustöðinni Lokaþátturinn af Steypustöðinni var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Þar vakti einn skets töluverða athygli en stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson kom þar við sögu. 5. mars 2018 15:45 Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira
Jóhannes Haukur GOT-ar yfir sig í Steypustöðinni Lokaþátturinn af Steypustöðinni var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Þar vakti einn skets töluverða athygli en stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson kom þar við sögu. 5. mars 2018 15:45