Íslenska ríkið sýknað af milljarða kröfu þýsks banka vegna hrunsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2018 15:30 LBBW er einn stærsti héraðsbanki Þýskalands. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af fimm milljarða króna kröfu þýska bankans Landesbank Baden-Württemberg (LBBW). Bankinn lánaði Glitni banka háar fjárhæðir skömmu fyrir hrun haustið 2008 og vildi bankinn meina að íslenska ríkið bæri ábyrgð á því tjóni sem þýski bankinn varð fyrir vegna hrunsins. Málið má rekja til þess að LBBW lánaði Glitni banka fimm milljarða íslenskra króna í tveimur erlendum myntum, evrum og svissneskum frönkum, þann 8. ágúst 2008, um tveimur mánuðum fyrir hrun. Lánin voru svokölluð peningamarkaðsinnlán sem skyldi endurgreiða um þremur mánuðum síðar. Af endurgreiðslu varð hins vegar ekki enda féllu íslensku bankarnir í upphafi október og var Glitnir tekinn til slitameðferðar. Þýski bankinn fór illa út úr falli íslensku bankanna en í frétt Vísis frá árinu 2008 kom fram að bankinn tapaði 50 milljörðum króna á hruni íslenska bankakerfisins. Þýski bankinn vildi meðal annars meina að lánið til til Glitnis hafi verið innistæða og að íslenska ríkið bæri ábyrgð á innstæðum í innlendum viðskiptabönkum á grundvelli yfirlýsingar ríkisins þar sem áréttað var að innistæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi væru tryggðar að fullu. Þá vildi LBBW einnig meina að ríkið bæri ábyrgð á tjóni bankans vegna ólögmætra ákvarðana Fjármálaeftirlitsins. Það hafi á grundvelli neyðarlagananna svokölluðu skipt Glitni upp í gamlan og nýjan banka. Lán og annað sambærilegt hafi verið skilið eftir í gamla bankanum,þar á meðal lán LBBW, sem hafi verið ólögmætt og í andstöðu við yfirlýsingu ríkisins.Héraðsdómur Reykjavíkur.Fréttablaðið/valliBankinn sýnt af sér „algjört tómlæti“ Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að kröfur þýska bankans væru fyrndar en skaðabótakröfur fyrnast á fjórum árum samkvæmt íslenskum lögum. Vildi ríkið meina að upphaf fyrningarfrests hafi verið 6. október 2008 en stefna þýska bankans í málinu var birt íslenska ríkinu 4. ágúst 2016. Þá hafi þýski bankinn einnig sýnt af sér „algert tómlæti við að fylgja kröfu sínum eftir“ gagnvart ríkinu og með því hafi i öll tækifæri til að lýsa endurgreiðslukröfu í bú Glitnis banka hf. farið forgörðum. Tók héraðsdómur í meginatriðum undir íslenska ríkisins í málinu. Segir meðal annars í dóminum að bankanum hafi mátt vera ljóst í nóvember 2008 að íslenska ríkið myndi ekki greiða lánið til baka og að svo langur tími hafi liðið frá málsatvikum til stefnu að kröfur þýska bankans væru fyrndar að mestu. Eftir stóð ein skaðabótakrafa bankans sem ekki var fyrnd en í dómi héraðsdóms segir að bankinn hafi teflt fram sömu málsástæðum fyrir héraðsdómi í öðru máli þar sem samskonar kröfu var hafnað. Hæstiréttur hafi síðar staðfest þá niðurstöðu. Því væri „með öllu haldlaust að tefla þeim fram á ný í þessu máli“ og var kröfunni því hafnað. Var íslenska ríkið sýknað af kröfu þýska bankans sem þarf að greiða íslenska ríkinu 2,5 milljónir í málskostnað.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir LBBW bankinn í Þýskalandi tapar 50 milljörðum kr. á Íslandi Enn einn þýskur banki hefur greint frá stórtapi á hruni íslenska bankakerfisins. Um er að ræða Landesbank Baden-Württemberg (LBBW) í Stuttgart og nemur tap hans 350 milljónum evra eða um 50 milljörðum kr. 10. nóvember 2008 09:37 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af fimm milljarða króna kröfu þýska bankans Landesbank Baden-Württemberg (LBBW). Bankinn lánaði Glitni banka háar fjárhæðir skömmu fyrir hrun haustið 2008 og vildi bankinn meina að íslenska ríkið bæri ábyrgð á því tjóni sem þýski bankinn varð fyrir vegna hrunsins. Málið má rekja til þess að LBBW lánaði Glitni banka fimm milljarða íslenskra króna í tveimur erlendum myntum, evrum og svissneskum frönkum, þann 8. ágúst 2008, um tveimur mánuðum fyrir hrun. Lánin voru svokölluð peningamarkaðsinnlán sem skyldi endurgreiða um þremur mánuðum síðar. Af endurgreiðslu varð hins vegar ekki enda féllu íslensku bankarnir í upphafi október og var Glitnir tekinn til slitameðferðar. Þýski bankinn fór illa út úr falli íslensku bankanna en í frétt Vísis frá árinu 2008 kom fram að bankinn tapaði 50 milljörðum króna á hruni íslenska bankakerfisins. Þýski bankinn vildi meðal annars meina að lánið til til Glitnis hafi verið innistæða og að íslenska ríkið bæri ábyrgð á innstæðum í innlendum viðskiptabönkum á grundvelli yfirlýsingar ríkisins þar sem áréttað var að innistæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi væru tryggðar að fullu. Þá vildi LBBW einnig meina að ríkið bæri ábyrgð á tjóni bankans vegna ólögmætra ákvarðana Fjármálaeftirlitsins. Það hafi á grundvelli neyðarlagananna svokölluðu skipt Glitni upp í gamlan og nýjan banka. Lán og annað sambærilegt hafi verið skilið eftir í gamla bankanum,þar á meðal lán LBBW, sem hafi verið ólögmætt og í andstöðu við yfirlýsingu ríkisins.Héraðsdómur Reykjavíkur.Fréttablaðið/valliBankinn sýnt af sér „algjört tómlæti“ Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að kröfur þýska bankans væru fyrndar en skaðabótakröfur fyrnast á fjórum árum samkvæmt íslenskum lögum. Vildi ríkið meina að upphaf fyrningarfrests hafi verið 6. október 2008 en stefna þýska bankans í málinu var birt íslenska ríkinu 4. ágúst 2016. Þá hafi þýski bankinn einnig sýnt af sér „algert tómlæti við að fylgja kröfu sínum eftir“ gagnvart ríkinu og með því hafi i öll tækifæri til að lýsa endurgreiðslukröfu í bú Glitnis banka hf. farið forgörðum. Tók héraðsdómur í meginatriðum undir íslenska ríkisins í málinu. Segir meðal annars í dóminum að bankanum hafi mátt vera ljóst í nóvember 2008 að íslenska ríkið myndi ekki greiða lánið til baka og að svo langur tími hafi liðið frá málsatvikum til stefnu að kröfur þýska bankans væru fyrndar að mestu. Eftir stóð ein skaðabótakrafa bankans sem ekki var fyrnd en í dómi héraðsdóms segir að bankinn hafi teflt fram sömu málsástæðum fyrir héraðsdómi í öðru máli þar sem samskonar kröfu var hafnað. Hæstiréttur hafi síðar staðfest þá niðurstöðu. Því væri „með öllu haldlaust að tefla þeim fram á ný í þessu máli“ og var kröfunni því hafnað. Var íslenska ríkið sýknað af kröfu þýska bankans sem þarf að greiða íslenska ríkinu 2,5 milljónir í málskostnað.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir LBBW bankinn í Þýskalandi tapar 50 milljörðum kr. á Íslandi Enn einn þýskur banki hefur greint frá stórtapi á hruni íslenska bankakerfisins. Um er að ræða Landesbank Baden-Württemberg (LBBW) í Stuttgart og nemur tap hans 350 milljónum evra eða um 50 milljörðum kr. 10. nóvember 2008 09:37 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
LBBW bankinn í Þýskalandi tapar 50 milljörðum kr. á Íslandi Enn einn þýskur banki hefur greint frá stórtapi á hruni íslenska bankakerfisins. Um er að ræða Landesbank Baden-Württemberg (LBBW) í Stuttgart og nemur tap hans 350 milljónum evra eða um 50 milljörðum kr. 10. nóvember 2008 09:37