Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. júlí 2018 06:00 Einstaklingur í fíknivanda fékk uppáskrifuð lyf frá lækni sem starfar á EES svæðinu og leysti þau út á Íslandi. Nú girðir Lyfjastofnun fyrir slíka afgreiðslu. Lyfjastofnun telur vísbendingar liggja fyrir um óábyrgar lyfjaávísanir lækna sem starfa á Evrópska efnahagssvæðinu á ávana- og fíknilyf sem hafa verið afgreiddar í íslenskum apótekum. Á síðasta ári komu upp 24 tilvik þar sem einstaklingar leystu út ávanabindandi lyf með lyfjaávísunum frá læknum með starfsleyfi á EES-svæðinu. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, segir að þegar grunur vakni hjá lyfjafræðingi í apóteki um að verið sé að ávísa óæskilegu lyfi á fólk í fíknivanda verði að vera hægt að hafa samband við lækni. „Sem getur verið erfitt milli landa,“ bendir hann á. Embætti landlæknis sinnir eftirliti með ávísunum lækna á Íslandi og þar með talið íslenskra lækna sem eru búsettir erlendis en ávísa á fólk sem býr hér á landi. „Margir íslenskir læknar starfa erlendis,“ segir Ólafur.Sjá einnig: Fleiri misnota kennitölur til að svíkja út lyfÓlafur B. Einarsson verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti Landlæknis.„Þessar ávísanir voru skoðaðar vegna atviks sem átti sér stað þegar einstaklingur, sem átti við misnotkunarvanda að stríða, leysti út stóran skammt af sterku verkjalyfi en það var dæmi um óábyrga ávísun og afgreiðslu hættulegs lyfs,“ segir Ólafur og telur til verkjalyf sem falla í þann flokk: „Fentanýl, kódein, kódein í blöndum, morfín, oxýkódon, petidín og tramadól.“ Frá og með 1. júlí gilda ekki lengur hér á landi lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu, þar sem ávísað er lyfjum sem almennt eru skilgreind sem ávana- og fíknilyf. Lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu á önnur lyf halda áfram gildi sínu. „Reglurnar eru nýmæli en eiga sér fordæmi annars staðar frá í Evrópu,“ segir í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Þetta nýja ákvæði er tilkomið sökum þess að hvorki íslensk yfirvöld né lyfjafræðingar sem afgreiða lyfseðla í apóteki hafa aðgang að skilvirkum úrræðum til að ganga úr skugga um lögmæti slíkra lyfjaávísana. Engin miðlæg upplýsingagátt er til staðar þar sem sannreyna má starfsleyfi lækna á Evrópska efnahagssvæðinu í heild. Þar sem almennt er talin meiri hætta á misferli við ávísanir lyfja þegar um er að ræða ávana- og fíknilyf var talið skynsamlegast að takmarka þessa heimild lyfjafræðinga með þessum hætti,“ segir í svarinu. Ólafur tiltekur að miðað við þær ábendingar sem borist hafi embættinu sé reyndar mun algengara að Íslendingar leysi lyfin út í apótekum erlendis og komi með þau til landsins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta 23. júní 2018 13:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Lyfjastofnun telur vísbendingar liggja fyrir um óábyrgar lyfjaávísanir lækna sem starfa á Evrópska efnahagssvæðinu á ávana- og fíknilyf sem hafa verið afgreiddar í íslenskum apótekum. Á síðasta ári komu upp 24 tilvik þar sem einstaklingar leystu út ávanabindandi lyf með lyfjaávísunum frá læknum með starfsleyfi á EES-svæðinu. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, segir að þegar grunur vakni hjá lyfjafræðingi í apóteki um að verið sé að ávísa óæskilegu lyfi á fólk í fíknivanda verði að vera hægt að hafa samband við lækni. „Sem getur verið erfitt milli landa,“ bendir hann á. Embætti landlæknis sinnir eftirliti með ávísunum lækna á Íslandi og þar með talið íslenskra lækna sem eru búsettir erlendis en ávísa á fólk sem býr hér á landi. „Margir íslenskir læknar starfa erlendis,“ segir Ólafur.Sjá einnig: Fleiri misnota kennitölur til að svíkja út lyfÓlafur B. Einarsson verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti Landlæknis.„Þessar ávísanir voru skoðaðar vegna atviks sem átti sér stað þegar einstaklingur, sem átti við misnotkunarvanda að stríða, leysti út stóran skammt af sterku verkjalyfi en það var dæmi um óábyrga ávísun og afgreiðslu hættulegs lyfs,“ segir Ólafur og telur til verkjalyf sem falla í þann flokk: „Fentanýl, kódein, kódein í blöndum, morfín, oxýkódon, petidín og tramadól.“ Frá og með 1. júlí gilda ekki lengur hér á landi lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu, þar sem ávísað er lyfjum sem almennt eru skilgreind sem ávana- og fíknilyf. Lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu á önnur lyf halda áfram gildi sínu. „Reglurnar eru nýmæli en eiga sér fordæmi annars staðar frá í Evrópu,“ segir í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Þetta nýja ákvæði er tilkomið sökum þess að hvorki íslensk yfirvöld né lyfjafræðingar sem afgreiða lyfseðla í apóteki hafa aðgang að skilvirkum úrræðum til að ganga úr skugga um lögmæti slíkra lyfjaávísana. Engin miðlæg upplýsingagátt er til staðar þar sem sannreyna má starfsleyfi lækna á Evrópska efnahagssvæðinu í heild. Þar sem almennt er talin meiri hætta á misferli við ávísanir lyfja þegar um er að ræða ávana- og fíknilyf var talið skynsamlegast að takmarka þessa heimild lyfjafræðinga með þessum hætti,“ segir í svarinu. Ólafur tiltekur að miðað við þær ábendingar sem borist hafi embættinu sé reyndar mun algengara að Íslendingar leysi lyfin út í apótekum erlendis og komi með þau til landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta 23. júní 2018 13:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00
Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45
Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00