Skoða fjölgun hjúkrunarnema við Háskólann á Akureyri 2. júlí 2018 08:00 Innrituðum nemendum við Háskólann á Akureyri hefur fjölgað gríðarlega mikið síðustu ár. Fréttablaðið/Auðunn Menntamálaráðuneytið vinnur nú að því að fjölga nemum við Háskólann á Akureyri en fjölgun innritaðra nemenda næsta vetur nemur um 30 prósentum frá fyrra ári. Athygli vekur að mun fleiri óska eftir námi í hjúkrunarfræði við HA en Háskóla Íslands en á sama tíma fær HA fjármagn til að taka inn helmingi færri en HÍ. Um 175 nemendur innrituðust í hjúkrunarfræði við Hí en aðeins 120 komast að í nám við skólann sökum fjöldatakmarkana. Því getur HÍ tekið tvo af hverjum þremur sem vilja komast að. Á hinn bóginn sóttu rúmlega 300 nemendur um að komast í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Háskólinn nyrðra hefur hins vegar aðeins bolmagn til að taka við 55 þeirra þrátt fyrir mun meiri ásókn í námið á Akureyri en í Reykjavík.Lilja Alfreðsdóttir„Það er gleðiefni að svo margir sækist eftir því að komast í hjúkrunarnám, ekki síst við Háskólann á Akureyri þar sem umsóknum fjölgar ár frá ári,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. „Á vettvangi ráðuneytisins er verið að skoða með hvaða leiðum er hægt að mæta aukinni ásókn í námið og vænti ég að við getum greint frá niðurstöðum þess mjög fljótlega.“ Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, segir mikilvægt að vinna að langtíma stefnumótun um framtíð skólans og hvernig megi fjölga nemendum og starfsfólki því aðsóknin sé mjög góð og skólinn sæki í sig veðrið. „Við höfum bent ráðuneytinu á lausnir við ákveðnum aðkallandi verkefnum sem við teljum mikilvægt að farið verði í. Þeim lausnum var vel tekið innan ráðuneytisins og er vinna hafin við að skoða tillögurnar,“ segir Eyjólfur. „Það er mikilvægt að tjalda ekki til einnar nætur heldur vinna að framtíðarlausnum. Það væri það skynsamlegasta í stöðunni.“Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA.Lilja segir mikilvægt að heilbrigðisyfirvöld komi að borðinu svo fjölga megi hjúkrunarfræðingum. „Vilji er til staðar bæði hjá skólanum og innan ráðuneytisins til þess að finna hagfellda lausn á þessu og þá fjölga nemendum við skólann. Þó verður að hafa í huga að fjöldi ársnema sem komast að í hjúkrunarnáminu fyrir norðan takmarkast líka af fjölda námsstaðna við Sjúkrahúsið á Akureyri,“ bætir Lilja við. „Við Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra höfum rætt þetta og hyggjumst vinna að því í sameiningu að þessi mikilvægu kerfi okkar tali sem best saman. Menntakerfið þarf að eiga í góðu samtali við atvinnulífið, og samfélagið allt. Þannig stuðlum við best að uppbyggingu þess til framtíðar.“ Á fimmta hundrað einstaklingar sækja um nám í hjúkrunarfræðum við íslenska háskóla en aðeins 175 komast að á hverju ári. Á sama tíma hafa stjórnendur heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa ítrekað gert grein fyrir mönnunarvanda í íslensku heilbrigðiskerfi sem snýr aðallega að skorti á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Komið hefur fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, að þessi mönnunarvandi sé svipaður þeim vanda sem heilbrigðiskerfi annarra Vesturlanda eru að kljást við í dag. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir Landspítalann finna rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll Matthíasson að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. 15. júní 2018 16:39 Hjúkrunarfræðingar á Akureyri verr launaðir en kollegar í suðri Sjúkrahúsið á Akureyri þarf 165 milljónir króna aukalega á fjárlögum næsta árs til að laun hjúkrunarfræðinga verði sambærileg því sem gerist á LSH. Nefndarmenn í fjárlaganefnd segja stöðuna ótæka og vilja taka á vandanum. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Menntamálaráðuneytið vinnur nú að því að fjölga nemum við Háskólann á Akureyri en fjölgun innritaðra nemenda næsta vetur nemur um 30 prósentum frá fyrra ári. Athygli vekur að mun fleiri óska eftir námi í hjúkrunarfræði við HA en Háskóla Íslands en á sama tíma fær HA fjármagn til að taka inn helmingi færri en HÍ. Um 175 nemendur innrituðust í hjúkrunarfræði við Hí en aðeins 120 komast að í nám við skólann sökum fjöldatakmarkana. Því getur HÍ tekið tvo af hverjum þremur sem vilja komast að. Á hinn bóginn sóttu rúmlega 300 nemendur um að komast í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Háskólinn nyrðra hefur hins vegar aðeins bolmagn til að taka við 55 þeirra þrátt fyrir mun meiri ásókn í námið á Akureyri en í Reykjavík.Lilja Alfreðsdóttir„Það er gleðiefni að svo margir sækist eftir því að komast í hjúkrunarnám, ekki síst við Háskólann á Akureyri þar sem umsóknum fjölgar ár frá ári,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. „Á vettvangi ráðuneytisins er verið að skoða með hvaða leiðum er hægt að mæta aukinni ásókn í námið og vænti ég að við getum greint frá niðurstöðum þess mjög fljótlega.“ Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, segir mikilvægt að vinna að langtíma stefnumótun um framtíð skólans og hvernig megi fjölga nemendum og starfsfólki því aðsóknin sé mjög góð og skólinn sæki í sig veðrið. „Við höfum bent ráðuneytinu á lausnir við ákveðnum aðkallandi verkefnum sem við teljum mikilvægt að farið verði í. Þeim lausnum var vel tekið innan ráðuneytisins og er vinna hafin við að skoða tillögurnar,“ segir Eyjólfur. „Það er mikilvægt að tjalda ekki til einnar nætur heldur vinna að framtíðarlausnum. Það væri það skynsamlegasta í stöðunni.“Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA.Lilja segir mikilvægt að heilbrigðisyfirvöld komi að borðinu svo fjölga megi hjúkrunarfræðingum. „Vilji er til staðar bæði hjá skólanum og innan ráðuneytisins til þess að finna hagfellda lausn á þessu og þá fjölga nemendum við skólann. Þó verður að hafa í huga að fjöldi ársnema sem komast að í hjúkrunarnáminu fyrir norðan takmarkast líka af fjölda námsstaðna við Sjúkrahúsið á Akureyri,“ bætir Lilja við. „Við Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra höfum rætt þetta og hyggjumst vinna að því í sameiningu að þessi mikilvægu kerfi okkar tali sem best saman. Menntakerfið þarf að eiga í góðu samtali við atvinnulífið, og samfélagið allt. Þannig stuðlum við best að uppbyggingu þess til framtíðar.“ Á fimmta hundrað einstaklingar sækja um nám í hjúkrunarfræðum við íslenska háskóla en aðeins 175 komast að á hverju ári. Á sama tíma hafa stjórnendur heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa ítrekað gert grein fyrir mönnunarvanda í íslensku heilbrigðiskerfi sem snýr aðallega að skorti á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Komið hefur fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, að þessi mönnunarvandi sé svipaður þeim vanda sem heilbrigðiskerfi annarra Vesturlanda eru að kljást við í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir Landspítalann finna rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll Matthíasson að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. 15. júní 2018 16:39 Hjúkrunarfræðingar á Akureyri verr launaðir en kollegar í suðri Sjúkrahúsið á Akureyri þarf 165 milljónir króna aukalega á fjárlögum næsta árs til að laun hjúkrunarfræðinga verði sambærileg því sem gerist á LSH. Nefndarmenn í fjárlaganefnd segja stöðuna ótæka og vilja taka á vandanum. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Segir Landspítalann finna rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll Matthíasson að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. 15. júní 2018 16:39
Hjúkrunarfræðingar á Akureyri verr launaðir en kollegar í suðri Sjúkrahúsið á Akureyri þarf 165 milljónir króna aukalega á fjárlögum næsta árs til að laun hjúkrunarfræðinga verði sambærileg því sem gerist á LSH. Nefndarmenn í fjárlaganefnd segja stöðuna ótæka og vilja taka á vandanum. 3. janúar 2018 06:00