Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2018 23:10 Eiríkur Finnur Greipsson er í Alicante. Fréttablaðið/Hörður Sveinsson Flugfarþeginn Eiríkur Finnur Greipsson segir vinnubrögð Primera Air vera „ógurlega döpur“, en hann er einn þeirra sem fastur er á flugvellinum í Alicante þar sem hann bíður eftir að komast heim til Íslands. Mikil seinkun er á vélinni og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vélin að fara í loftið klukkan 9 í fyrramálið. „Þeir voru að tilkynna um enn eina seinkunina. Nú eigum við að fara í loftið klukkan 9 ef það stenst þá. Allt er að loka hérna í flugstöðinni og rafmagnið er að klárast í símanum.“ Eiríkur segir stöðuna afar bagalega. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 í nótt en klukkan 14 í dag hafi verið tilkynnt að brottför seinkaði til klukkan 4. „Við innritun í kvöld var svo tilkynnt um seinkun brottfarar til klukkan 7 og svo aftur til klukkan 9. Það þýðir samt ekkert að hengja haus. Við komumst heim að lokum. Það er minna mál með okkur fullorðna en, ég hef meiri áhyggjur af fólkinu sem er með börn hérna.“ Hann segir að farþegar hafi fengið miða sem þeir áttu að geta notað sem 20 evru greiðslu á nokkrum veitingastöðum í flugstöðinni. Vandinn hafi hins vegar verið að „flestir staðirnir séu lokaðir eða að loka. Einn þeirra var svo útlítandi eins og Heljarslóðarorrusta hafi verið háð þar núna síðdegis,“ segir Eiríkur.Föst í vél Primera á Mallorca Einnig hafa verið sagðar fréttir af því í kvöld að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir í vélinni á flugvellinum á Mallorca þar sem þeir biðu þess að hún taki á loft. Þeirri vél var frestað um rúma tíu tíma hið minnsta í dag. Hún tók loks á loft skömmu fyrir klukkan 23 að staðartíma. Mikil seinkun var einnig á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sitja föst í vél Primera Air Flugi Primera Air frá Mallorca til Keflavíkur hefur verið frestað um að minnsta kosti níu klukkutíma í dag. 1. júlí 2018 22:09 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Flugfarþeginn Eiríkur Finnur Greipsson segir vinnubrögð Primera Air vera „ógurlega döpur“, en hann er einn þeirra sem fastur er á flugvellinum í Alicante þar sem hann bíður eftir að komast heim til Íslands. Mikil seinkun er á vélinni og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vélin að fara í loftið klukkan 9 í fyrramálið. „Þeir voru að tilkynna um enn eina seinkunina. Nú eigum við að fara í loftið klukkan 9 ef það stenst þá. Allt er að loka hérna í flugstöðinni og rafmagnið er að klárast í símanum.“ Eiríkur segir stöðuna afar bagalega. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 í nótt en klukkan 14 í dag hafi verið tilkynnt að brottför seinkaði til klukkan 4. „Við innritun í kvöld var svo tilkynnt um seinkun brottfarar til klukkan 7 og svo aftur til klukkan 9. Það þýðir samt ekkert að hengja haus. Við komumst heim að lokum. Það er minna mál með okkur fullorðna en, ég hef meiri áhyggjur af fólkinu sem er með börn hérna.“ Hann segir að farþegar hafi fengið miða sem þeir áttu að geta notað sem 20 evru greiðslu á nokkrum veitingastöðum í flugstöðinni. Vandinn hafi hins vegar verið að „flestir staðirnir séu lokaðir eða að loka. Einn þeirra var svo útlítandi eins og Heljarslóðarorrusta hafi verið háð þar núna síðdegis,“ segir Eiríkur.Föst í vél Primera á Mallorca Einnig hafa verið sagðar fréttir af því í kvöld að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir í vélinni á flugvellinum á Mallorca þar sem þeir biðu þess að hún taki á loft. Þeirri vél var frestað um rúma tíu tíma hið minnsta í dag. Hún tók loks á loft skömmu fyrir klukkan 23 að staðartíma. Mikil seinkun var einnig á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sitja föst í vél Primera Air Flugi Primera Air frá Mallorca til Keflavíkur hefur verið frestað um að minnsta kosti níu klukkutíma í dag. 1. júlí 2018 22:09 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Sitja föst í vél Primera Air Flugi Primera Air frá Mallorca til Keflavíkur hefur verið frestað um að minnsta kosti níu klukkutíma í dag. 1. júlí 2018 22:09