Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2018 14:17 Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár. vísir/gva Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. Umsækjendum um starfið var tilkynnt um ákvörðun setts samgönguráðherra að loknum vinnudegi á föstudaginn sem var síðasti dagur Hreins Haraldssonar hjá Vegagerðinni eftir tíu ára starf. Skipunarferlið hefði mátt ganga betur. Samgönguráðuneytið gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu, eins og lög gera ráð fyrir, og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn um tvær vikur. Umsækjendum fjölgaði úr 15 í 25 við framlenginguna. Stundin greindi fyrst frá skipun Bergþóru í dag og er ferill hennar rakin þar. Hún stundaði nám við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og nam rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún er menntaður dýralæknir og var við nám í Kaupmannahöfn á sama tíma og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vegna kunningsskapsins sagði Sigurður Ingi sig frá skipuninni og var Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og flokkssystir Sigurðar Inga, sett ráðherra.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Engrar reynslu af verkfræði krafist Lilja tók ákvörðunina eftir umsögn þriggja manna nefndar sem skipuð var til að meta hæfni umsækjenda. Í nefndinni áttu sæti Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess og Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Athygli vakti að engrar reynslu af verkfræði eða verklegum framkvæmdum var krafist í auglýsingu um starfið líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Þá var krafist háskólamenntunar í verkfræði eða sambærilegrar menntunar. Hreinn var með doktorsgráðu í jarðfærði og hafði starfað sem framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni þegar hann var ráðinn þangað. Hæfniskröfurnar voru í fimm liðum: -Háskólamenntun á meistarastigi eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi -Árangursík reynsla af áætlunargerð, stjórnun og rekstri -Góð þekking og reynsla af stefnumótun -Reynsla af alþjóða samstarfi kostur -Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku nauðsynleg Í pósti frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu á föstudaginn til umsækjenda sagði: „Bergþóra hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur starfað sem stjórnandi síðustu tuttugu ár, síðast sem forstjóri Isam ehf. Þá hefur hún m.a. starfað sem framkvæmdastjóri Líflands og Kornax og hjá Fastus. Hún lauk kandídatsprófi í dýralækningum árið 1991, námi í rekstrar og viðskiptafræði árið 2000 og markaðsfræðum árið 2005.“ Ráðningar Tengdar fréttir Þessi sóttu um embætti forstjóra Vegagerðarinnar Alls sóttu 25 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. 22. maí 2018 16:29 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. Umsækjendum um starfið var tilkynnt um ákvörðun setts samgönguráðherra að loknum vinnudegi á föstudaginn sem var síðasti dagur Hreins Haraldssonar hjá Vegagerðinni eftir tíu ára starf. Skipunarferlið hefði mátt ganga betur. Samgönguráðuneytið gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu, eins og lög gera ráð fyrir, og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn um tvær vikur. Umsækjendum fjölgaði úr 15 í 25 við framlenginguna. Stundin greindi fyrst frá skipun Bergþóru í dag og er ferill hennar rakin þar. Hún stundaði nám við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og nam rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún er menntaður dýralæknir og var við nám í Kaupmannahöfn á sama tíma og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vegna kunningsskapsins sagði Sigurður Ingi sig frá skipuninni og var Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og flokkssystir Sigurðar Inga, sett ráðherra.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Engrar reynslu af verkfræði krafist Lilja tók ákvörðunina eftir umsögn þriggja manna nefndar sem skipuð var til að meta hæfni umsækjenda. Í nefndinni áttu sæti Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess og Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Athygli vakti að engrar reynslu af verkfræði eða verklegum framkvæmdum var krafist í auglýsingu um starfið líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Þá var krafist háskólamenntunar í verkfræði eða sambærilegrar menntunar. Hreinn var með doktorsgráðu í jarðfærði og hafði starfað sem framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni þegar hann var ráðinn þangað. Hæfniskröfurnar voru í fimm liðum: -Háskólamenntun á meistarastigi eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi -Árangursík reynsla af áætlunargerð, stjórnun og rekstri -Góð þekking og reynsla af stefnumótun -Reynsla af alþjóða samstarfi kostur -Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku nauðsynleg Í pósti frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu á föstudaginn til umsækjenda sagði: „Bergþóra hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur starfað sem stjórnandi síðustu tuttugu ár, síðast sem forstjóri Isam ehf. Þá hefur hún m.a. starfað sem framkvæmdastjóri Líflands og Kornax og hjá Fastus. Hún lauk kandídatsprófi í dýralækningum árið 1991, námi í rekstrar og viðskiptafræði árið 2000 og markaðsfræðum árið 2005.“
Ráðningar Tengdar fréttir Þessi sóttu um embætti forstjóra Vegagerðarinnar Alls sóttu 25 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. 22. maí 2018 16:29 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þessi sóttu um embætti forstjóra Vegagerðarinnar Alls sóttu 25 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. 22. maí 2018 16:29