Pepsimörkin: Þessir voru bestir í fyrri umferðinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júlí 2018 13:00 Úrvalslið umferða 1 - 11 S2 Sport Fyrri umferð Pepsi deildar karla í fótbolta er lokið og var hún gerð upp af sérfræðingum Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var valinn besti leikmaður fyrstu ellefu leikjanna. Hilmar Árni er lang markahæstur í deildinni með 13 mörk og hefur þar að auki lagt upp þrjú. Liðin eru reyndar búin að spila 12. umferðir og hann skoraði eitt mark gegn Keflavík í 12. umferðinni en það tekur ekki frá því að hann var frábær í fyrstu ellefu leikjunum. Hann er að sjálfsögðu einnig í úrvalsliði fyrstu ellefu umferðanna. Þar eru einnig tveir liðsfélagar hans úr Stjörnuliðinu, fyrirliði Stjörnunnar Baldur Sigurðsson og framherjinn Guðjón Baldursson. Þeir hafa báðir verið frábærir fyrir Stjörnuna sem situr á toppi Pepsideildarinnar. Íslandsmeistarar Vals eru jafnir Stjörnunni að stigum og þeir eiga líka þrjá fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar. Sóknarmanninn Patrick Pedersen sem er kominn með sjö mörk og varnarmennina Bjarna Ólaf Eiríkssong og Eið Aron Sigurbjörnsson. Þeir stjórna gríðarsterkum varnarleik Vals og hafa fengið næst fæst mörk á sig í sumar. Liðið sem hefur átt bestu vörnina er Breiðablik, sjö mörk fengin á sig í fyrstu 11 umferðunum. Því er markvörður þeirra, Gunnleifur Gunnleifsson, auðveldur kostur í mark úrvalsliðsins. Damir Muminovic fullkomnar svo þriggja manna varnarlínuna. Steven Lennon og Brandur Olsen hafa verið sterkir fram á við fyrir FH og fá sitt sæti í liðinu og síðasta plássið tekur Grindvíkingurinn Sam Hewson. Blikinn Willum Þór Willumsson fékk verðlaun sem besti ungi leikmaðurinn og Rúnar Páll Sigmundsson var valinn þjálfari fyrri umferðarinnar. ÚrvalsliðiðBesti leikmaðurinnBesti ungi leikmaðurinnBesti þjálfarinnBestu stuðningsmennirnir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
Fyrri umferð Pepsi deildar karla í fótbolta er lokið og var hún gerð upp af sérfræðingum Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var valinn besti leikmaður fyrstu ellefu leikjanna. Hilmar Árni er lang markahæstur í deildinni með 13 mörk og hefur þar að auki lagt upp þrjú. Liðin eru reyndar búin að spila 12. umferðir og hann skoraði eitt mark gegn Keflavík í 12. umferðinni en það tekur ekki frá því að hann var frábær í fyrstu ellefu leikjunum. Hann er að sjálfsögðu einnig í úrvalsliði fyrstu ellefu umferðanna. Þar eru einnig tveir liðsfélagar hans úr Stjörnuliðinu, fyrirliði Stjörnunnar Baldur Sigurðsson og framherjinn Guðjón Baldursson. Þeir hafa báðir verið frábærir fyrir Stjörnuna sem situr á toppi Pepsideildarinnar. Íslandsmeistarar Vals eru jafnir Stjörnunni að stigum og þeir eiga líka þrjá fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar. Sóknarmanninn Patrick Pedersen sem er kominn með sjö mörk og varnarmennina Bjarna Ólaf Eiríkssong og Eið Aron Sigurbjörnsson. Þeir stjórna gríðarsterkum varnarleik Vals og hafa fengið næst fæst mörk á sig í sumar. Liðið sem hefur átt bestu vörnina er Breiðablik, sjö mörk fengin á sig í fyrstu 11 umferðunum. Því er markvörður þeirra, Gunnleifur Gunnleifsson, auðveldur kostur í mark úrvalsliðsins. Damir Muminovic fullkomnar svo þriggja manna varnarlínuna. Steven Lennon og Brandur Olsen hafa verið sterkir fram á við fyrir FH og fá sitt sæti í liðinu og síðasta plássið tekur Grindvíkingurinn Sam Hewson. Blikinn Willum Þór Willumsson fékk verðlaun sem besti ungi leikmaðurinn og Rúnar Páll Sigmundsson var valinn þjálfari fyrri umferðarinnar. ÚrvalsliðiðBesti leikmaðurinnBesti ungi leikmaðurinnBesti þjálfarinnBestu stuðningsmennirnir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira