Ísland ekki starfið fyrir Moyes á þessum tímapunkti Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2018 09:30 David Moyes stýrði síðast West Ham í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty Skoski þjálfarinn David Moyes verður nær örugglega ekki næsti þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta en umboðsmaður hans segir Ísland ekki skrefið fyrir hann á þessum tímapunkti. Moyes er atvinnulaus eftir að hann lét af störfum hjá West Ham undir lok leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni en hann er hvað þekktastur fyrir áratug sinn hjá Everton og að vera maðurinn sem tók við af Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. Skotinn er með mikla tengingu við Ísland en faðir hans, David Moyes eldri, kom hingað margsinnis á árum áður og stuðlaði að miklum og góðum samskiptum íslenska og skoska fótboltans. Hann var sæmdur gullmerki KSÍ árið 1978. David Moyes yngri kom oft með föður sínum til Vestmannaeyja og æfði með Tý en spilaði þó aldrei leik eins og hann viðurkenndi í viðtali við Vísi fyrir þremur árum.Moyes er í góðu sambandi við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni en þeir voru í afmælisveislu föður hans sem haldin var hér á landi fyrir nokkrum árum. Það kæmi því ekkert á óvart ef KSÍ myndi slá á þráðinn til fyrrverandi United-stjórans en það hefur ekki verið gert. „Það hefur ekki verið haft samband við okkur,“ segir Kenny Moyes, bróðir og umboðsmaður Davids Moyes, í samtali við Vísi í morgunsárið. „Ég er ekki viss um að þetta sé starfið fyrir hann þessa stundina.“ Kenny segir David Moyes vilja komast aftur í leikinn en þá helst með félagsliði og það á Bretlandseyjum. „Hann hefur hafnað nokkrum tilboðum nú þegar. Það er auðvitað leiðinlegt að bíða bara eftir því að einhver góður maður missi starfið sitt en svona er skrímslið sem er fótboltinn,“ segir Kenny, en myndi hann eða bróðir hans ræða við KSÍ ef símtal myndi berast? „Ekki spurning. Við erum auðvitað með mikla og sterka tengingu við Ísland þannig að sjálfsögðu myndum við taka spjallið,“ segir Kenny Moyes. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Guðni Bergsson hefur ekki mikinn tíma til að ákvaða næstu skref í þjálfaraleit íslenska landsliðsins 17. júlí 2018 19:30 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Skoski þjálfarinn David Moyes verður nær örugglega ekki næsti þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta en umboðsmaður hans segir Ísland ekki skrefið fyrir hann á þessum tímapunkti. Moyes er atvinnulaus eftir að hann lét af störfum hjá West Ham undir lok leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni en hann er hvað þekktastur fyrir áratug sinn hjá Everton og að vera maðurinn sem tók við af Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. Skotinn er með mikla tengingu við Ísland en faðir hans, David Moyes eldri, kom hingað margsinnis á árum áður og stuðlaði að miklum og góðum samskiptum íslenska og skoska fótboltans. Hann var sæmdur gullmerki KSÍ árið 1978. David Moyes yngri kom oft með föður sínum til Vestmannaeyja og æfði með Tý en spilaði þó aldrei leik eins og hann viðurkenndi í viðtali við Vísi fyrir þremur árum.Moyes er í góðu sambandi við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni en þeir voru í afmælisveislu föður hans sem haldin var hér á landi fyrir nokkrum árum. Það kæmi því ekkert á óvart ef KSÍ myndi slá á þráðinn til fyrrverandi United-stjórans en það hefur ekki verið gert. „Það hefur ekki verið haft samband við okkur,“ segir Kenny Moyes, bróðir og umboðsmaður Davids Moyes, í samtali við Vísi í morgunsárið. „Ég er ekki viss um að þetta sé starfið fyrir hann þessa stundina.“ Kenny segir David Moyes vilja komast aftur í leikinn en þá helst með félagsliði og það á Bretlandseyjum. „Hann hefur hafnað nokkrum tilboðum nú þegar. Það er auðvitað leiðinlegt að bíða bara eftir því að einhver góður maður missi starfið sitt en svona er skrímslið sem er fótboltinn,“ segir Kenny, en myndi hann eða bróðir hans ræða við KSÍ ef símtal myndi berast? „Ekki spurning. Við erum auðvitað með mikla og sterka tengingu við Ísland þannig að sjálfsögðu myndum við taka spjallið,“ segir Kenny Moyes.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Guðni Bergsson hefur ekki mikinn tíma til að ákvaða næstu skref í þjálfaraleit íslenska landsliðsins 17. júlí 2018 19:30 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08
Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Guðni Bergsson hefur ekki mikinn tíma til að ákvaða næstu skref í þjálfaraleit íslenska landsliðsins 17. júlí 2018 19:30
Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann