Milljón króna leyniherbergi í hóteli Bláa lónsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2018 08:30 Herbergið er ríkulega útbúið. Bláa lónið Nýtt hótel við Bláa lónið, sem ber nafnið The Retreat – Blue Lagoon, er þungamiðjan í umfjöllun Bloomberg-fréttastofunnar um „leynileg hótelherbergi“ sem finna má víða um heim. Oft sé um að ræða ríkulegustu herbergi hótelanna og því kann mörgum að þykja undarlegt að þessi herbergi séu ekki auglýst á vefsíðum hótelanna eða í öðru kynningarefni - að þau séu í raun falin eða leynileg. Eitt slíkt herbergi er að finna á The Retreat-hótelinu. Um er að ræða næstum 200 fermetra lúxussvítu, þrefalt stærri en önnur herbergi hótelsins. Í herberginu má finna eldhús, borðstofu og arinn. Þar að auki er heilulind í herberginu, útbúin gufubaði og einkaaðgengi að lóninu.Sjá einnig: Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónurNóttin á herberginu kostar 10.500 dali, rúmlega 1.1 milljón króna, og ekki má bóka það í styttri tíma en tvær nætur. Herbergið er sem fyrr segir ekki sjáanlegt á vefsíðu hótelsins - engar myndir, engin lýsing, ekki neitt. Hvernig getur maður þá bókað herbergið ef það er ekki auglýst? Jú, til að bóka svítuna þarf sérstakt boð frá hótelinu.Þessir gestir kaffihúss Bláa lónsins eru eflaust að tala um eitthvað annað en herbergið, enda er það á fárra vitorði.Vísir/gettyÍ samtali við Bloomberg segir Már Másson, markaðsstjóri Bláa lónsins, að þetta sé engin tilviljun. Ætlunin sé að herbergið sé hið fullkomna athvarf. Þeir sem vilji komast á hótelið óséðir geti þannig gengið inn um leynilegan inngang og fengið þyrluflutning beint frá Keflavíkurflugvelli. „Enginn þarf nokkurn tímann að komast að því að þú sért þarna,“ segir Már og bætir við að hinir gestir hótelsins sjái ekki einu sinni herbergið. „Ekkert bendir til þess að þú sért þarna.“ Már útilokar ekki að herbergið verði einhvern tímann „opinberað.“ Þangað til vilji Bláa lónið að herbergið sé „falinn demantur.“ Í umfjöllun Bloomberg er rætt við hótelsérfræðing sem segir að sambærileg herbergi þekkist víða um heim. Margvíslegar ástæður geta verið fyrir því að þau séu ekki auglýst; til að mynda vilji hótelstjórar oft vernda húsgögn herbergisins - sem séu yfirleitt í dýrari kantinum. Það sé ekki óalgengt að hópar fólks taki sig saman og leigi dýr herbergi fyrir veislur, sem skemmist svo í partýinu. Þar að auki eru minni líkur á því að slík herbergi, sem aðeins fastagestir og aðrir sem hafa fengið boð þekki til, séu afbókuð með stuttum fyrirvara - með tilheyrandi kostnaði fyrir hótelið. Nánar má fræðast um leyniherbergin í frétt Bloomberg. Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um byggingu hótelsins. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónur Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. 2. mars 2017 20:00 Fyrsta fimm stjörnu hótelið rís við Bláa lónið Bygging á nýju fimm stjörnu hóteli við Bláa Lónið hefst í haust og er stefnt að opnun vorið 2017. Aðsóknarmet í Bláa Lóninu féll á síðasta ári þegar tæplega 650 þúsund gestir heimsóttu lónið. 14. febrúar 2014 20:00 Hækkar um 70 prósent í bókum Bláa lónsins Virði félagsins Gufu, sem rekur baðstaðinn Fontana við Laugarvatn, jókst um hátt í 70 prósent í bókum stærsta hluthafans, Bláa lónsins, á síðasta ári. 28. júní 2018 06:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Nýtt hótel við Bláa lónið, sem ber nafnið The Retreat – Blue Lagoon, er þungamiðjan í umfjöllun Bloomberg-fréttastofunnar um „leynileg hótelherbergi“ sem finna má víða um heim. Oft sé um að ræða ríkulegustu herbergi hótelanna og því kann mörgum að þykja undarlegt að þessi herbergi séu ekki auglýst á vefsíðum hótelanna eða í öðru kynningarefni - að þau séu í raun falin eða leynileg. Eitt slíkt herbergi er að finna á The Retreat-hótelinu. Um er að ræða næstum 200 fermetra lúxussvítu, þrefalt stærri en önnur herbergi hótelsins. Í herberginu má finna eldhús, borðstofu og arinn. Þar að auki er heilulind í herberginu, útbúin gufubaði og einkaaðgengi að lóninu.Sjá einnig: Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónurNóttin á herberginu kostar 10.500 dali, rúmlega 1.1 milljón króna, og ekki má bóka það í styttri tíma en tvær nætur. Herbergið er sem fyrr segir ekki sjáanlegt á vefsíðu hótelsins - engar myndir, engin lýsing, ekki neitt. Hvernig getur maður þá bókað herbergið ef það er ekki auglýst? Jú, til að bóka svítuna þarf sérstakt boð frá hótelinu.Þessir gestir kaffihúss Bláa lónsins eru eflaust að tala um eitthvað annað en herbergið, enda er það á fárra vitorði.Vísir/gettyÍ samtali við Bloomberg segir Már Másson, markaðsstjóri Bláa lónsins, að þetta sé engin tilviljun. Ætlunin sé að herbergið sé hið fullkomna athvarf. Þeir sem vilji komast á hótelið óséðir geti þannig gengið inn um leynilegan inngang og fengið þyrluflutning beint frá Keflavíkurflugvelli. „Enginn þarf nokkurn tímann að komast að því að þú sért þarna,“ segir Már og bætir við að hinir gestir hótelsins sjái ekki einu sinni herbergið. „Ekkert bendir til þess að þú sért þarna.“ Már útilokar ekki að herbergið verði einhvern tímann „opinberað.“ Þangað til vilji Bláa lónið að herbergið sé „falinn demantur.“ Í umfjöllun Bloomberg er rætt við hótelsérfræðing sem segir að sambærileg herbergi þekkist víða um heim. Margvíslegar ástæður geta verið fyrir því að þau séu ekki auglýst; til að mynda vilji hótelstjórar oft vernda húsgögn herbergisins - sem séu yfirleitt í dýrari kantinum. Það sé ekki óalgengt að hópar fólks taki sig saman og leigi dýr herbergi fyrir veislur, sem skemmist svo í partýinu. Þar að auki eru minni líkur á því að slík herbergi, sem aðeins fastagestir og aðrir sem hafa fengið boð þekki til, séu afbókuð með stuttum fyrirvara - með tilheyrandi kostnaði fyrir hótelið. Nánar má fræðast um leyniherbergin í frétt Bloomberg. Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um byggingu hótelsins.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónur Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. 2. mars 2017 20:00 Fyrsta fimm stjörnu hótelið rís við Bláa lónið Bygging á nýju fimm stjörnu hóteli við Bláa Lónið hefst í haust og er stefnt að opnun vorið 2017. Aðsóknarmet í Bláa Lóninu féll á síðasta ári þegar tæplega 650 þúsund gestir heimsóttu lónið. 14. febrúar 2014 20:00 Hækkar um 70 prósent í bókum Bláa lónsins Virði félagsins Gufu, sem rekur baðstaðinn Fontana við Laugarvatn, jókst um hátt í 70 prósent í bókum stærsta hluthafans, Bláa lónsins, á síðasta ári. 28. júní 2018 06:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónur Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. 2. mars 2017 20:00
Fyrsta fimm stjörnu hótelið rís við Bláa lónið Bygging á nýju fimm stjörnu hóteli við Bláa Lónið hefst í haust og er stefnt að opnun vorið 2017. Aðsóknarmet í Bláa Lóninu féll á síðasta ári þegar tæplega 650 þúsund gestir heimsóttu lónið. 14. febrúar 2014 20:00
Hækkar um 70 prósent í bókum Bláa lónsins Virði félagsins Gufu, sem rekur baðstaðinn Fontana við Laugarvatn, jókst um hátt í 70 prósent í bókum stærsta hluthafans, Bláa lónsins, á síðasta ári. 28. júní 2018 06:00