Heimir: Skrái mig í Tólfuna og geri allt sem KSÍ biður mig um að gera Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2018 19:00 „Það er ekki mitt hlutverk að ráða næsta þjálfara en ég mun aðstoða KSÍ við allt sem þarf að gera,“ segir Heimir Hallgrímsson sem í dag hætti sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Það var klukkan tíu í morgun sem að KSÍ sendi út tilkynningu þess efnis að Heimir Hallgrímsson hefði ákveðið að semja ekki aftur og væri því formlega hættur sem þjálfari íslenska landsliðsins sem hann hefur stýrt síðan 2011, fyrst samhliða Lars Lagerbäck og síðar sem aðalþjálfari. „Það eru nokkrir dagar síðan að ég tjáði Guðna að þetta væri minn hugur. Við ákváðum svo bara að klára málið þegar að hann kæmi eftir úrslitaleikinn. Það eru einhverjir dagar síðan,“ sagði Heimir í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir hélt sjálfur blaðamannafund í morgun þar sem að honum fannst hann verða að kveðja á góðum nótum en það sem stendur upp úr hjá honum er í hversu góðri stöðu liðið er í nú þegar kaflaskil eiga sér stað. Sjálfur veit hann ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.Heimir hefur verið í þjálfarateyminu og þjálfað liðið síðan árið 2011.vísir/vilhelm„Ég hugsa að ég skrái mig nú fyrst í tólfuna og mæti á leiki. Þetta er eitthvað sem að ég vissi ða myndi gerast. Það sem ég er svo sáttur við í dag er að geta skilað þessu af mér í þessari stöðu sem það er. Ekki bara liðið heldur er öll umgjörð á svo góðum stað. Það eru forréttindi." Enginn þekkir íslenska liðið; leikmenn, starfslið og umgjörðina betur en Eyjamaðurinn og því væri eðlilegt að KSÍ myndi að minnsta kosti leita ráða hjá honum í ráðningarferli eftirmannsins. „Ég mun gera allt sem ég er beðinn um að gera. Ef ég get hjálpað þá geri ég það, en það er ekki mitt hlutverk að ráða næsta þjálfara. Sem betur fer. Ef það er leitað til mín mun ég að sjálfsögðu aðstoða sambandið með öllu sem ég get,“ sagði hann. Heimir segir að einhver lið hafi spurst fyrir um hann á síðustu dögum en ekkert sem er nógu merkilegt að ræða. En, þegar að hann lítur til baka á árin sjö, hver er stærsta stundin á landsliðsþjálfaraferlinum? „Að hafa náð að vinna þennan riðil hérna heima á móti Kósóvó var persónulega fyrir mig sem þjálfari alveg risastór stund. Ætli það standi ekki upp úr að hafa náð að afreka það að hafa verið fyrsti íslenski þjálfarinn til að koma liðinu á HM. Það hlýtur að vera stærsta stundin á mínum ferli,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
„Það er ekki mitt hlutverk að ráða næsta þjálfara en ég mun aðstoða KSÍ við allt sem þarf að gera,“ segir Heimir Hallgrímsson sem í dag hætti sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Það var klukkan tíu í morgun sem að KSÍ sendi út tilkynningu þess efnis að Heimir Hallgrímsson hefði ákveðið að semja ekki aftur og væri því formlega hættur sem þjálfari íslenska landsliðsins sem hann hefur stýrt síðan 2011, fyrst samhliða Lars Lagerbäck og síðar sem aðalþjálfari. „Það eru nokkrir dagar síðan að ég tjáði Guðna að þetta væri minn hugur. Við ákváðum svo bara að klára málið þegar að hann kæmi eftir úrslitaleikinn. Það eru einhverjir dagar síðan,“ sagði Heimir í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir hélt sjálfur blaðamannafund í morgun þar sem að honum fannst hann verða að kveðja á góðum nótum en það sem stendur upp úr hjá honum er í hversu góðri stöðu liðið er í nú þegar kaflaskil eiga sér stað. Sjálfur veit hann ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.Heimir hefur verið í þjálfarateyminu og þjálfað liðið síðan árið 2011.vísir/vilhelm„Ég hugsa að ég skrái mig nú fyrst í tólfuna og mæti á leiki. Þetta er eitthvað sem að ég vissi ða myndi gerast. Það sem ég er svo sáttur við í dag er að geta skilað þessu af mér í þessari stöðu sem það er. Ekki bara liðið heldur er öll umgjörð á svo góðum stað. Það eru forréttindi." Enginn þekkir íslenska liðið; leikmenn, starfslið og umgjörðina betur en Eyjamaðurinn og því væri eðlilegt að KSÍ myndi að minnsta kosti leita ráða hjá honum í ráðningarferli eftirmannsins. „Ég mun gera allt sem ég er beðinn um að gera. Ef ég get hjálpað þá geri ég það, en það er ekki mitt hlutverk að ráða næsta þjálfara. Sem betur fer. Ef það er leitað til mín mun ég að sjálfsögðu aðstoða sambandið með öllu sem ég get,“ sagði hann. Heimir segir að einhver lið hafi spurst fyrir um hann á síðustu dögum en ekkert sem er nógu merkilegt að ræða. En, þegar að hann lítur til baka á árin sjö, hver er stærsta stundin á landsliðsþjálfaraferlinum? „Að hafa náð að vinna þennan riðil hérna heima á móti Kósóvó var persónulega fyrir mig sem þjálfari alveg risastór stund. Ætli það standi ekki upp úr að hafa náð að afreka það að hafa verið fyrsti íslenski þjálfarinn til að koma liðinu á HM. Það hlýtur að vera stærsta stundin á mínum ferli,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08
Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15