Mismunun skattheimtu af ferðamönnum Þórir Garðarsson skrifar 17. júlí 2018 07:00 Aukið eftirlit með íbúðagistingu breytir litlu fyrir samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar ef seljendur á neytendamarkaði halda áfram að sleppa við að innheimta virðisaukaskatt og gistináttaskatt. Airbnb er einn umsvifamesti seljandi gistingar hér á landi. Í fyrra var sala Airbnb hér tæpir 15 milljarðar króna. Virðisaukaskatt upp á 11% og gistináttaskatt á að innheimta af allri sölu gistingar yfir 2 milljónum króna á ári. En Airbnb kemst upp með að gera það ekki. Ef íslenskar ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur myndu ekki innheimta virðisaukaskatt af 15 milljarða króna veltu, þá væri tekið á því með mikilli hörku af skattyfirvöldum.Sérkennileg afstaða ríkisskattstjóra Airbnb er ekki eini söluaðili sumarhúsa, herbergja og íbúðagistingar hér á landi. Mörg íslensk og erlend fyrirtæki eru með samskonar starfsemi. Af einhverjum ástæðum horfir Ríkisskattstjóri fram hjá því að sumir aðila eru ekki að innheimta og skila í ríkissjóð virðisaukaskatti af hundruðum milljóna eða milljarða króna í veltu, heldur sættir sig við að söluaðilinn skili aðeins virðisaukaskatti af sinni þóknun þrátt fyrir að vera hinn endanlegi seljandi þjónustunnar til ferðamanna og eiga samkvæmt lögum að innheimta skattinn. Hér hallar verulega á hótel og gististaði og aðra söluaðila. Hvernig eiga þau fyrirtæki að keppa við söluaðila gistiþjónustu á neytendamarkaði sem sleppa við að innheimta virðisaukaskatt meðan þau þurfa að gera það? Hverju á skráning og eftirlit að breyta ef samkeppnisskilyrðin verða óbreytt að öðru leyti? Einföld lausn Með því að krefja söluaðila á neytendamarkaði (Airbnb og alla hina) um að innheimta virðisaukaskatt og gistináttaskatt og skila í ríkissjóð mætti slá margar flugur í einu höggi. Þá þyrfti miklu færri eftirlitsmenn með skráningum. Söluaðilar jafnt og eigendur íbúða og sumarhúsa yrðu fljótir að skrá rekstur sinn hjá Ríkisskattstjóra til að nýta virðisaukaskattkerfið með réttum hætti. Þetta myndi stuðla að mun betri skattskilum og bæta samkeppnisstöðu gistiþjónustunnar.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Aukið eftirlit með íbúðagistingu breytir litlu fyrir samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar ef seljendur á neytendamarkaði halda áfram að sleppa við að innheimta virðisaukaskatt og gistináttaskatt. Airbnb er einn umsvifamesti seljandi gistingar hér á landi. Í fyrra var sala Airbnb hér tæpir 15 milljarðar króna. Virðisaukaskatt upp á 11% og gistináttaskatt á að innheimta af allri sölu gistingar yfir 2 milljónum króna á ári. En Airbnb kemst upp með að gera það ekki. Ef íslenskar ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur myndu ekki innheimta virðisaukaskatt af 15 milljarða króna veltu, þá væri tekið á því með mikilli hörku af skattyfirvöldum.Sérkennileg afstaða ríkisskattstjóra Airbnb er ekki eini söluaðili sumarhúsa, herbergja og íbúðagistingar hér á landi. Mörg íslensk og erlend fyrirtæki eru með samskonar starfsemi. Af einhverjum ástæðum horfir Ríkisskattstjóri fram hjá því að sumir aðila eru ekki að innheimta og skila í ríkissjóð virðisaukaskatti af hundruðum milljóna eða milljarða króna í veltu, heldur sættir sig við að söluaðilinn skili aðeins virðisaukaskatti af sinni þóknun þrátt fyrir að vera hinn endanlegi seljandi þjónustunnar til ferðamanna og eiga samkvæmt lögum að innheimta skattinn. Hér hallar verulega á hótel og gististaði og aðra söluaðila. Hvernig eiga þau fyrirtæki að keppa við söluaðila gistiþjónustu á neytendamarkaði sem sleppa við að innheimta virðisaukaskatt meðan þau þurfa að gera það? Hverju á skráning og eftirlit að breyta ef samkeppnisskilyrðin verða óbreytt að öðru leyti? Einföld lausn Með því að krefja söluaðila á neytendamarkaði (Airbnb og alla hina) um að innheimta virðisaukaskatt og gistináttaskatt og skila í ríkissjóð mætti slá margar flugur í einu höggi. Þá þyrfti miklu færri eftirlitsmenn með skráningum. Söluaðilar jafnt og eigendur íbúða og sumarhúsa yrðu fljótir að skrá rekstur sinn hjá Ríkisskattstjóra til að nýta virðisaukaskattkerfið með réttum hætti. Þetta myndi stuðla að mun betri skattskilum og bæta samkeppnisstöðu gistiþjónustunnar.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun