Óska eftir undanþágu fyrir ókyngreind klósett Hersir Aron Ólafsson skrifar 16. júlí 2018 20:00 Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkur mun óska eftir undanþágu eða breytingu á reglugerð til að geta gert salerni á skrifstofum borgarinnar ókyngreind. Formaðurinn segir gildandi reglur úr takti við tíðarandann og telur nauðsynlegt að taka meira tillit til hópa á borð við trans- og intersex fólk. Líkt og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga, m.a. hjá DV og RÚV, brjóta áform borgarinnar um að gera salerni á skrifstofum sínum ókyngreind gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Í 22. grein segir að þar sem fleiri en 5 karlar og 5 konur starfa að staðaldri skuli salerni og snyrting fyrir hvort kyn aðgreind. Í samtali við RÚV í gær sagði yfirlæknir Vinnueftirlitsins að ekki væri hægt að láta verða af áformunum nema reglunum yrði breytt.Vilja breytingar í takt við tíðarandann „Þessi reglugerð er frá árinu 1995 og því komin talsvert til ára sinna. Við ætlum að senda erindi til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og velferðarráðherra og óska eftir undanþágu frá 22. grein reglugerðarinnar eða breytingu á þessari reglugerð í takt við tíðarandann,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs. Dóra Björt bendir á að reglugerðir séu mannanna verk og verði að taka mið af þróun samfélagsins. „Ég tel að upp séu komnar nýjar aðstæður og nýir hópar fram á sjónarsviðið sem eru að krefjast þess að fá aukið aðgengi að borginni eins og transfólk og intersex fólk. Mér finnst bara eðlilegt að borgin og hið opinbera komi til móts við þessar kröfur,“ segir Dóra Björt.Gera úttekt á sundstöðum og skólum Hún er vongóð um að unnt verði að hrinda áformunum í framkvæmd í góðu samstarfi við Vinnueftirlitið og ráðuneytið. Tillagan sem mannréttinda- og lýðræðisráð samþykkti á dögunum er hins vegar tvöföld, en hinn hluti hennar sneri að því að gera úttekt á stöðum þar sem þjónusta borgarinnar er veitt, til að auka aðgengi allra hópa. „Við erum t.d. að tala um sundstaði og íþróttamannvirki, skóla og aðra slíka staði. Nú þegar eru klefar í flestum sundlaugum borgarinnar til að auka aðgengi fatlaðs fólks að þjónustu borgarinnar. Það væri þá hægt að nýta þessa klefa betur fyrir aðra hópa eins og transfólk eða fólk sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Dóra Björt að lokum. Sundlaugar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkur mun óska eftir undanþágu eða breytingu á reglugerð til að geta gert salerni á skrifstofum borgarinnar ókyngreind. Formaðurinn segir gildandi reglur úr takti við tíðarandann og telur nauðsynlegt að taka meira tillit til hópa á borð við trans- og intersex fólk. Líkt og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga, m.a. hjá DV og RÚV, brjóta áform borgarinnar um að gera salerni á skrifstofum sínum ókyngreind gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Í 22. grein segir að þar sem fleiri en 5 karlar og 5 konur starfa að staðaldri skuli salerni og snyrting fyrir hvort kyn aðgreind. Í samtali við RÚV í gær sagði yfirlæknir Vinnueftirlitsins að ekki væri hægt að láta verða af áformunum nema reglunum yrði breytt.Vilja breytingar í takt við tíðarandann „Þessi reglugerð er frá árinu 1995 og því komin talsvert til ára sinna. Við ætlum að senda erindi til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og velferðarráðherra og óska eftir undanþágu frá 22. grein reglugerðarinnar eða breytingu á þessari reglugerð í takt við tíðarandann,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs. Dóra Björt bendir á að reglugerðir séu mannanna verk og verði að taka mið af þróun samfélagsins. „Ég tel að upp séu komnar nýjar aðstæður og nýir hópar fram á sjónarsviðið sem eru að krefjast þess að fá aukið aðgengi að borginni eins og transfólk og intersex fólk. Mér finnst bara eðlilegt að borgin og hið opinbera komi til móts við þessar kröfur,“ segir Dóra Björt.Gera úttekt á sundstöðum og skólum Hún er vongóð um að unnt verði að hrinda áformunum í framkvæmd í góðu samstarfi við Vinnueftirlitið og ráðuneytið. Tillagan sem mannréttinda- og lýðræðisráð samþykkti á dögunum er hins vegar tvöföld, en hinn hluti hennar sneri að því að gera úttekt á stöðum þar sem þjónusta borgarinnar er veitt, til að auka aðgengi allra hópa. „Við erum t.d. að tala um sundstaði og íþróttamannvirki, skóla og aðra slíka staði. Nú þegar eru klefar í flestum sundlaugum borgarinnar til að auka aðgengi fatlaðs fólks að þjónustu borgarinnar. Það væri þá hægt að nýta þessa klefa betur fyrir aðra hópa eins og transfólk eða fólk sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Dóra Björt að lokum.
Sundlaugar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira