Óska eftir undanþágu fyrir ókyngreind klósett Hersir Aron Ólafsson skrifar 16. júlí 2018 20:00 Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkur mun óska eftir undanþágu eða breytingu á reglugerð til að geta gert salerni á skrifstofum borgarinnar ókyngreind. Formaðurinn segir gildandi reglur úr takti við tíðarandann og telur nauðsynlegt að taka meira tillit til hópa á borð við trans- og intersex fólk. Líkt og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga, m.a. hjá DV og RÚV, brjóta áform borgarinnar um að gera salerni á skrifstofum sínum ókyngreind gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Í 22. grein segir að þar sem fleiri en 5 karlar og 5 konur starfa að staðaldri skuli salerni og snyrting fyrir hvort kyn aðgreind. Í samtali við RÚV í gær sagði yfirlæknir Vinnueftirlitsins að ekki væri hægt að láta verða af áformunum nema reglunum yrði breytt.Vilja breytingar í takt við tíðarandann „Þessi reglugerð er frá árinu 1995 og því komin talsvert til ára sinna. Við ætlum að senda erindi til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og velferðarráðherra og óska eftir undanþágu frá 22. grein reglugerðarinnar eða breytingu á þessari reglugerð í takt við tíðarandann,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs. Dóra Björt bendir á að reglugerðir séu mannanna verk og verði að taka mið af þróun samfélagsins. „Ég tel að upp séu komnar nýjar aðstæður og nýir hópar fram á sjónarsviðið sem eru að krefjast þess að fá aukið aðgengi að borginni eins og transfólk og intersex fólk. Mér finnst bara eðlilegt að borgin og hið opinbera komi til móts við þessar kröfur,“ segir Dóra Björt.Gera úttekt á sundstöðum og skólum Hún er vongóð um að unnt verði að hrinda áformunum í framkvæmd í góðu samstarfi við Vinnueftirlitið og ráðuneytið. Tillagan sem mannréttinda- og lýðræðisráð samþykkti á dögunum er hins vegar tvöföld, en hinn hluti hennar sneri að því að gera úttekt á stöðum þar sem þjónusta borgarinnar er veitt, til að auka aðgengi allra hópa. „Við erum t.d. að tala um sundstaði og íþróttamannvirki, skóla og aðra slíka staði. Nú þegar eru klefar í flestum sundlaugum borgarinnar til að auka aðgengi fatlaðs fólks að þjónustu borgarinnar. Það væri þá hægt að nýta þessa klefa betur fyrir aðra hópa eins og transfólk eða fólk sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Dóra Björt að lokum. Sundlaugar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkur mun óska eftir undanþágu eða breytingu á reglugerð til að geta gert salerni á skrifstofum borgarinnar ókyngreind. Formaðurinn segir gildandi reglur úr takti við tíðarandann og telur nauðsynlegt að taka meira tillit til hópa á borð við trans- og intersex fólk. Líkt og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga, m.a. hjá DV og RÚV, brjóta áform borgarinnar um að gera salerni á skrifstofum sínum ókyngreind gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Í 22. grein segir að þar sem fleiri en 5 karlar og 5 konur starfa að staðaldri skuli salerni og snyrting fyrir hvort kyn aðgreind. Í samtali við RÚV í gær sagði yfirlæknir Vinnueftirlitsins að ekki væri hægt að láta verða af áformunum nema reglunum yrði breytt.Vilja breytingar í takt við tíðarandann „Þessi reglugerð er frá árinu 1995 og því komin talsvert til ára sinna. Við ætlum að senda erindi til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og velferðarráðherra og óska eftir undanþágu frá 22. grein reglugerðarinnar eða breytingu á þessari reglugerð í takt við tíðarandann,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs. Dóra Björt bendir á að reglugerðir séu mannanna verk og verði að taka mið af þróun samfélagsins. „Ég tel að upp séu komnar nýjar aðstæður og nýir hópar fram á sjónarsviðið sem eru að krefjast þess að fá aukið aðgengi að borginni eins og transfólk og intersex fólk. Mér finnst bara eðlilegt að borgin og hið opinbera komi til móts við þessar kröfur,“ segir Dóra Björt.Gera úttekt á sundstöðum og skólum Hún er vongóð um að unnt verði að hrinda áformunum í framkvæmd í góðu samstarfi við Vinnueftirlitið og ráðuneytið. Tillagan sem mannréttinda- og lýðræðisráð samþykkti á dögunum er hins vegar tvöföld, en hinn hluti hennar sneri að því að gera úttekt á stöðum þar sem þjónusta borgarinnar er veitt, til að auka aðgengi allra hópa. „Við erum t.d. að tala um sundstaði og íþróttamannvirki, skóla og aðra slíka staði. Nú þegar eru klefar í flestum sundlaugum borgarinnar til að auka aðgengi fatlaðs fólks að þjónustu borgarinnar. Það væri þá hægt að nýta þessa klefa betur fyrir aðra hópa eins og transfólk eða fólk sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Dóra Björt að lokum.
Sundlaugar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira