Gullkynslóðin er rétt að byrja 16. júlí 2018 22:00 Frakkar lyfta bikarnum. vísir/getty Franska landsliðið undir stjórn Didier Deschamps stóð undir væntingum og vann annan heimsmeistaratitilinn í sögu landsins eftir 4-2 sigur á Króatíu í gær. Varð Deschamps um leið þriðji maðurinn í sögunni sem vinnur HM sem bæði leikmaður og þjálfari, tuttugu árum og þremur dögum eftir fyrsta titil Frakka á heimavelli. Króatar voru komnir í úrslitaleikinn í fyrsta sinn og voru eflaust hissa á hversu mikið þeir fengu að halda boltanum en Frakkar voru reiðubúnir þegar Króatar sofnuðu á verðinum. Frakkland leiddi 2-1 í hálfleik eftir að hafa fengið vafasaman vítaspyrnu- og aukaspyrnudóm sem skilaði tveimur mörkum. Tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks virtust ætla að gera út um vonir Króata en fyrirliði Frakka, Hugo Lloris, hleypti spennu í leikinn á ný. Mario Mandzukic sem skoraði sjálfsmark fyrr í leiknum nýtti sér mistök Lloris og minnkaði muninn fyrir Króata en lengra komust þeir ekki. Franska liðið undir stjórn Deschamps lagði þennan leik, rétt eins og leikinn gegn Belgíu, meistaralega upp. Í vörninni stóðu þeir vaktina vel og nýttu vel hraða Kylian Mbappe til að sækja á vörn Króata, sérstaklega þegar líða tók á leikinn. Í úrslitaleiknum gegn Portúgal á EM 2016 voru Frakkar talsvert meira með boltann og fengu góð færi, líkt og Króatía í gær, en Frakkar lærðu af mistökum sínum og fara heim með sigurverðlaunin í farteskinu. Deschamps var skiljanlega í skýjunum eftir leik og hrósaði ungum kjarna liðsins. „Þessi hópur á allt hrós skilið, það var erfitt að tapa úrslitaleiknum á EM en við lærðum heilmikið af því. Við áttum skilið að vinna, við vorum sterkir andlega og skoruðum fjögur mörk,“ sagði Deschamps og hélt áfram: „Þetta er ungt lið sem vann stærsta titil heimsins og ekki allir leikmenn orðnir tvítugir,“ sagði Deschamps. Það er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá franska landsliðinu. Búast má við að níu af ellefu leikmönnunum sem byrjuðu í gær geri enn tilkall til byrjunarliðssætis í Katar 2022. Þrír leikmenn eru yfir þrítugt, Hugo Lloris, Blaise Matuidi og Olivier Giroud, en markmaðurinn Lloris gæti enn varið mark Frakklands að fjórum árum liðnum. Frakkland hefur svo úr afar góðum efnivið að velja til að leysa af Giroud og Matuidi sem ætti ekki að veikja liðið. Gæti þetta því verið aðeins byrjunin á gullöld Frakklands í knattspyrnu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Franska landsliðið undir stjórn Didier Deschamps stóð undir væntingum og vann annan heimsmeistaratitilinn í sögu landsins eftir 4-2 sigur á Króatíu í gær. Varð Deschamps um leið þriðji maðurinn í sögunni sem vinnur HM sem bæði leikmaður og þjálfari, tuttugu árum og þremur dögum eftir fyrsta titil Frakka á heimavelli. Króatar voru komnir í úrslitaleikinn í fyrsta sinn og voru eflaust hissa á hversu mikið þeir fengu að halda boltanum en Frakkar voru reiðubúnir þegar Króatar sofnuðu á verðinum. Frakkland leiddi 2-1 í hálfleik eftir að hafa fengið vafasaman vítaspyrnu- og aukaspyrnudóm sem skilaði tveimur mörkum. Tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks virtust ætla að gera út um vonir Króata en fyrirliði Frakka, Hugo Lloris, hleypti spennu í leikinn á ný. Mario Mandzukic sem skoraði sjálfsmark fyrr í leiknum nýtti sér mistök Lloris og minnkaði muninn fyrir Króata en lengra komust þeir ekki. Franska liðið undir stjórn Deschamps lagði þennan leik, rétt eins og leikinn gegn Belgíu, meistaralega upp. Í vörninni stóðu þeir vaktina vel og nýttu vel hraða Kylian Mbappe til að sækja á vörn Króata, sérstaklega þegar líða tók á leikinn. Í úrslitaleiknum gegn Portúgal á EM 2016 voru Frakkar talsvert meira með boltann og fengu góð færi, líkt og Króatía í gær, en Frakkar lærðu af mistökum sínum og fara heim með sigurverðlaunin í farteskinu. Deschamps var skiljanlega í skýjunum eftir leik og hrósaði ungum kjarna liðsins. „Þessi hópur á allt hrós skilið, það var erfitt að tapa úrslitaleiknum á EM en við lærðum heilmikið af því. Við áttum skilið að vinna, við vorum sterkir andlega og skoruðum fjögur mörk,“ sagði Deschamps og hélt áfram: „Þetta er ungt lið sem vann stærsta titil heimsins og ekki allir leikmenn orðnir tvítugir,“ sagði Deschamps. Það er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá franska landsliðinu. Búast má við að níu af ellefu leikmönnunum sem byrjuðu í gær geri enn tilkall til byrjunarliðssætis í Katar 2022. Þrír leikmenn eru yfir þrítugt, Hugo Lloris, Blaise Matuidi og Olivier Giroud, en markmaðurinn Lloris gæti enn varið mark Frakklands að fjórum árum liðnum. Frakkland hefur svo úr afar góðum efnivið að velja til að leysa af Giroud og Matuidi sem ætti ekki að veikja liðið. Gæti þetta því verið aðeins byrjunin á gullöld Frakklands í knattspyrnu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira