Ráðherra er ekki við Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 16. júlí 2018 10:00 Það er almenn vitneskja að stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðarinnar en sjálfir eru þeir furðu gjarnir á að gleyma því, og alveg sérstaklega fái þeir titilinn ráðherra. Oft líður ekki langur tími frá því að þeir hafa tekið við lyklum að ráðuneyti sínu þar til þeir fara að haga sér eins og þeir lifi og starfi í sérhönnuðum einkaheimi þar sem ekki er gert ráð fyrir að rætt sé við fólkið í landinu. Ráðherrar lesa óteljandi skjöl og skýrslur og ráðfæra sig við ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra og hóp aðstoðarmanna. Þannig lokast þeir inni í ráðuneytum. Aðferð þeirra til að halda tengslum við fólkið í landinu er að mæta í fjölmiðlaviðtöl og koma pólitískum boðskap sínum til þjóðarinnar og gefa um leið mynd af sjálfum sér. Sú mynd er ekki alltaf aðlaðandi því of algengt er að ráðherrar tali af yfirlæti. Stundum má jafnvel greina ákveðinn þreytutón í raddblænum, eins og verið sé að koma því til skila að málið sem til umræðu er sé miklu flóknara en svo að einfaldur almenningur fái skilið það. Því miður ber á því að ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafi þennan háttinn á og má þar nefna fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Það er ekkert aðlaðandi við stjórnmálamann sem hjúpar sig hroka. Ráðherrar njóta forréttinda, fyrir það eiga þeir að vera þakklátir og auðmjúkir. Þeir eiga ekki að verða svo háðir lúxusnum sem þeir njóta að þeir fjarlægist fólkið í landinu og hafi hvorki áhuga né skilning á kjörum þess. Vafalaust eru ráðherrar önnum kafnir flesta daga, eins og annað vinnandi fólk í þessu landi, en þeir ættu samt að gefa sér tíma til að hitta hinn almenna borgara. Það er ekki nóg að koma sér upp mannlegri og hlýlegri hlið rétt fyrir kosningar, hana þarf að sýna oftar, sé hún á annað borð til. Það er afar erfitt fyrir hinn almenna borgara að fá fund með ráðherrum og öðrum ráðamönnum. Borgarstjóri auglýsir að vísu slíka fundi en það er engu líkara en þeir séu einungis til málamynda. Sá sem óskar eftir fundi þarf að fylla út eyðublað með nákvæmri lýsingu á erindi sínu, sem síðan fer í hendur aðstoðarmanna sem líkast til eru fljótir að gleyma því í kerfinu þyki þeim það lykta af vandræðagangi og óþægindum. Það er örugglega enn erfiðara fyrir almenning í landinu að ná fundi ráðherra á skrifstofu hans. Slíkir fundir bjóða vissulega upp á að einhverjir leiðindapésar læði sér inn og röfli í ráðherra, en það kostar einungis stundar óþægindi. Þarna myndi ráðherrann einnig hitta fólk sem gæti sagt honum frá heimi sem er allt annars konar en forréttindaheimurinn. Þar borga einstaklingar okurleigu í hverjum mánuði og eiga vart fyrir mat seinni part mánaðar. Vissulega óþægilegar staðreyndir sem freistandi er að víkja frá sér. Ráðherrar verða samt að vita af þeim. Þeir einstaklingar sem láta sig hag fólk engu skipta eiga ekki erindi í stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er almenn vitneskja að stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðarinnar en sjálfir eru þeir furðu gjarnir á að gleyma því, og alveg sérstaklega fái þeir titilinn ráðherra. Oft líður ekki langur tími frá því að þeir hafa tekið við lyklum að ráðuneyti sínu þar til þeir fara að haga sér eins og þeir lifi og starfi í sérhönnuðum einkaheimi þar sem ekki er gert ráð fyrir að rætt sé við fólkið í landinu. Ráðherrar lesa óteljandi skjöl og skýrslur og ráðfæra sig við ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra og hóp aðstoðarmanna. Þannig lokast þeir inni í ráðuneytum. Aðferð þeirra til að halda tengslum við fólkið í landinu er að mæta í fjölmiðlaviðtöl og koma pólitískum boðskap sínum til þjóðarinnar og gefa um leið mynd af sjálfum sér. Sú mynd er ekki alltaf aðlaðandi því of algengt er að ráðherrar tali af yfirlæti. Stundum má jafnvel greina ákveðinn þreytutón í raddblænum, eins og verið sé að koma því til skila að málið sem til umræðu er sé miklu flóknara en svo að einfaldur almenningur fái skilið það. Því miður ber á því að ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafi þennan háttinn á og má þar nefna fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Það er ekkert aðlaðandi við stjórnmálamann sem hjúpar sig hroka. Ráðherrar njóta forréttinda, fyrir það eiga þeir að vera þakklátir og auðmjúkir. Þeir eiga ekki að verða svo háðir lúxusnum sem þeir njóta að þeir fjarlægist fólkið í landinu og hafi hvorki áhuga né skilning á kjörum þess. Vafalaust eru ráðherrar önnum kafnir flesta daga, eins og annað vinnandi fólk í þessu landi, en þeir ættu samt að gefa sér tíma til að hitta hinn almenna borgara. Það er ekki nóg að koma sér upp mannlegri og hlýlegri hlið rétt fyrir kosningar, hana þarf að sýna oftar, sé hún á annað borð til. Það er afar erfitt fyrir hinn almenna borgara að fá fund með ráðherrum og öðrum ráðamönnum. Borgarstjóri auglýsir að vísu slíka fundi en það er engu líkara en þeir séu einungis til málamynda. Sá sem óskar eftir fundi þarf að fylla út eyðublað með nákvæmri lýsingu á erindi sínu, sem síðan fer í hendur aðstoðarmanna sem líkast til eru fljótir að gleyma því í kerfinu þyki þeim það lykta af vandræðagangi og óþægindum. Það er örugglega enn erfiðara fyrir almenning í landinu að ná fundi ráðherra á skrifstofu hans. Slíkir fundir bjóða vissulega upp á að einhverjir leiðindapésar læði sér inn og röfli í ráðherra, en það kostar einungis stundar óþægindi. Þarna myndi ráðherrann einnig hitta fólk sem gæti sagt honum frá heimi sem er allt annars konar en forréttindaheimurinn. Þar borga einstaklingar okurleigu í hverjum mánuði og eiga vart fyrir mat seinni part mánaðar. Vissulega óþægilegar staðreyndir sem freistandi er að víkja frá sér. Ráðherrar verða samt að vita af þeim. Þeir einstaklingar sem láta sig hag fólk engu skipta eiga ekki erindi í stjórnmál.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun