Novak Djokovic vann sinn fjórða Wimbledon titil í dag með öruggum sigri á Kevin Anderson í úrslitaleiknum. Djokovic vann leikinn í þremur settum.
Anderson spilaði einn lengsta leik í manna minnum, annan lengsta leik í sögu Wimbledon, á föstudag þegar hann vann John Isner í undanúrslitunum. Leikurinn tók sex klukkutíma og 35 mínútur og var Anderson í heildina úti á vellinum í nær 11 klukkutíma.
Djokovic mætti Rafael Nadal í hinum undanúrslitaleiknum og var hann sá fimmti lengsti í sögu Wimbledon. Það var hins vegar hlé á þeim leik, þeir hófu leik á föstudagskvöld að loknum leik Anderson og Isner, en þurftu að gera hlé á leiknum fram til laugardagsmorguns.
Suður-Afríkumaðurinn var greinilega ekki búinn að endurheimta alla sína orku í dag og gekk illa að halda í við Djokovic. Serbinn vann í þremur settum 6-2, 6-2, 7-6 (7-3).
Þetta var fyrsti risatitill Djokovic í 25 mánuði.
„Þetta er frábær tilfinning því í fyrsta skipti get ég fagnað með syni mínum,“ sagði Djokovic eftir leikinn.
„Það er enginn staður í heiminum betri fyrir endurkomuna. Þetta er heilagur staður í tennisheiminum. Sem drengur dreymdi mig um að halda á þessum verðlaunagrip og þetta er mjög sérstakt.“
Fyrsti risatitill Djokovic í 25 mánuði
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn