Hamilton fetaði í fótspor íslensku „Kókómjólkurinnar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2018 15:34 Lewis Hamilton á fullri ferð yfir vatnið. Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1 og fjórfaldur heimsmeistari í greininni, var hér á landi í vikunni en það má sjá á Twitter-síðu hans. „Eins dags ferð mín til Íslands var geggjuð. Þetta er rosalega fallegur staður. Það eru hundrað prósent líkur á að ég fari aftur,“ skrifar Hamilton á Twitter-síðu sína og birtir skemmtilegt myndband. Í myndbandinu keyrir Hamilton á fullri ferð á torfærubíl yfir vatnslón og drífur alla leið sem ekki hver sem er getur án þess að sökkva. Það þarf alvöru hæfileika í svona aðgerð en Hamilton kann nú alveg að halda um stýrið.My 1 day trip to Iceland this week was epic, what a beautiful place that is. 100% going back! pic.twitter.com/U7grYb8cGt — Lewis Hamilton (@LewisHamilton) July 13, 2018 Það má gefa sér það að Hamilton hafi fengið hugmyndina úr bílasjónvarpsþættinum Top Gear. Richards Hammond, einn af þáverandi stjórnendum þáttarins, kom til Íslands árið 2009 og gerði það sama. Hammond reyndar keyrði ekki sjálfur heldur sat hann í bíl með „Kókómjólkinni“ sjálfri, Gísla Gunnari Jónssyni, einum færasta torfærukappa Íslandssögunnar. Gísli Gunnar gerði garðinn frægan á bílnum Kókómjólkin um árabil áður en hann skipti um styrktaraðila og keyrði fyrir Arctic Trucks en það var á þeim bíl sem hann skautaði yfir vatnið með Hammond. Akstur Hamiltons er svo sannarlega flottur en það verður að segjast að Kókómjólkin gerði þetta betur enda á eldri bíl og með farþega. Engu að síður skemmtilegt hjá Hamilton. Formúla Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1 og fjórfaldur heimsmeistari í greininni, var hér á landi í vikunni en það má sjá á Twitter-síðu hans. „Eins dags ferð mín til Íslands var geggjuð. Þetta er rosalega fallegur staður. Það eru hundrað prósent líkur á að ég fari aftur,“ skrifar Hamilton á Twitter-síðu sína og birtir skemmtilegt myndband. Í myndbandinu keyrir Hamilton á fullri ferð á torfærubíl yfir vatnslón og drífur alla leið sem ekki hver sem er getur án þess að sökkva. Það þarf alvöru hæfileika í svona aðgerð en Hamilton kann nú alveg að halda um stýrið.My 1 day trip to Iceland this week was epic, what a beautiful place that is. 100% going back! pic.twitter.com/U7grYb8cGt — Lewis Hamilton (@LewisHamilton) July 13, 2018 Það má gefa sér það að Hamilton hafi fengið hugmyndina úr bílasjónvarpsþættinum Top Gear. Richards Hammond, einn af þáverandi stjórnendum þáttarins, kom til Íslands árið 2009 og gerði það sama. Hammond reyndar keyrði ekki sjálfur heldur sat hann í bíl með „Kókómjólkinni“ sjálfri, Gísla Gunnari Jónssyni, einum færasta torfærukappa Íslandssögunnar. Gísli Gunnar gerði garðinn frægan á bílnum Kókómjólkin um árabil áður en hann skipti um styrktaraðila og keyrði fyrir Arctic Trucks en það var á þeim bíl sem hann skautaði yfir vatnið með Hammond. Akstur Hamiltons er svo sannarlega flottur en það verður að segjast að Kókómjólkin gerði þetta betur enda á eldri bíl og með farþega. Engu að síður skemmtilegt hjá Hamilton.
Formúla Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn