Báðir spænsku risarnir á eftir stjörnuleikmönnum Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2018 11:30 Eden Hazard og Willian fagna saman marki með Chelsea. Vísir/Getty Það hefur verið mikil óvissa í kringum næsta tímabil hjá ensku bikarmeisturunum Chelsea og ekki síst vegna þess að eigandinn Roman Abramovich tók sér furðulega langan tíma að reka Antonio Conte. Leikmannamálin hafa því verið í uppnámi og félagið hefur ekki styrkt sig til þessa í sumar. Þvert á móti þá hafa tveir stjörnuleikmenn liðsins verið orðaðir við önnur félög. Chelsea missti frá sér Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og þótt að liðið hafi unnið enska bikarinn í vor þá datt liðið alla leið niður í fimmta sætið og missti af Meistaradeildarsæti. Það gæti orðið erfiðara og í minnsta kosti miklu dýrara að fá til síns toppleikmenn þegar það verður engin Meistaradeild á Stamford Bridge í vetur. Nú vilja bæði Real Madrid og Barcelona fá til sín tvo af bestu leikmönnum Lundúnaliðsins. Daily Mail slær því upp í morgun að Real Madrid, í leit að eftirmanni Cristiano Ronaldo, sé að undirbúa 150 milljón punda tilboð í hinn 27 ára gamla Eden Hazard. Eden Hazard hefur talað um draum sinn um að spila fyrir lið eins og Real Madrid Daily Mail segir síðan í annarri frétt að Chelsea hafi fengið annað tilboð frá Barcelona í Brasilíumanninn Willian og það hljómi upp á 60 milljónir punda. Chelsea hafði áður hafnað 50 milljón punda tilboði í þennan 29 ára Brasilíumann. Það er gott að spila með Chelsea en þegar lið eins og Real Madrid eða Barcelona eru að banka á dyrnar þá má búast við því að báðir þessir leikmenn séu mjög spenntir. Eden Hazard og Willian fóru báðir langt með liðum sínum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og Hazard spilar ekki síðasta leikinn sinn fyrr en á morgun. Það er því smá frí framundan en það gæti kannski styst í annan endann komin kall um læknisskoðun á Bernabeu eða Nou Camp.Eden Hazard og Willian mættust á HM með Belgíu og Brasilíu.Vísir/Getty Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Fleiri fréttir Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira
Það hefur verið mikil óvissa í kringum næsta tímabil hjá ensku bikarmeisturunum Chelsea og ekki síst vegna þess að eigandinn Roman Abramovich tók sér furðulega langan tíma að reka Antonio Conte. Leikmannamálin hafa því verið í uppnámi og félagið hefur ekki styrkt sig til þessa í sumar. Þvert á móti þá hafa tveir stjörnuleikmenn liðsins verið orðaðir við önnur félög. Chelsea missti frá sér Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og þótt að liðið hafi unnið enska bikarinn í vor þá datt liðið alla leið niður í fimmta sætið og missti af Meistaradeildarsæti. Það gæti orðið erfiðara og í minnsta kosti miklu dýrara að fá til síns toppleikmenn þegar það verður engin Meistaradeild á Stamford Bridge í vetur. Nú vilja bæði Real Madrid og Barcelona fá til sín tvo af bestu leikmönnum Lundúnaliðsins. Daily Mail slær því upp í morgun að Real Madrid, í leit að eftirmanni Cristiano Ronaldo, sé að undirbúa 150 milljón punda tilboð í hinn 27 ára gamla Eden Hazard. Eden Hazard hefur talað um draum sinn um að spila fyrir lið eins og Real Madrid Daily Mail segir síðan í annarri frétt að Chelsea hafi fengið annað tilboð frá Barcelona í Brasilíumanninn Willian og það hljómi upp á 60 milljónir punda. Chelsea hafði áður hafnað 50 milljón punda tilboði í þennan 29 ára Brasilíumann. Það er gott að spila með Chelsea en þegar lið eins og Real Madrid eða Barcelona eru að banka á dyrnar þá má búast við því að báðir þessir leikmenn séu mjög spenntir. Eden Hazard og Willian fóru báðir langt með liðum sínum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og Hazard spilar ekki síðasta leikinn sinn fyrr en á morgun. Það er því smá frí framundan en það gæti kannski styst í annan endann komin kall um læknisskoðun á Bernabeu eða Nou Camp.Eden Hazard og Willian mættust á HM með Belgíu og Brasilíu.Vísir/Getty
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Fleiri fréttir Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira