Vilja koma norskum kollegum til aðstoðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Sumarið hefur reynst norskum bændum mjög erfitt. Vísir/Getty Til skoðunar er hvort íslenskir bændur geti komið skandinavískum starfsbræðrum sínum til aðstoðar vegna uppskerubrests. Nær engin úrkoma hefur verið á hinum Norðurlöndunum það sem af er sumri. „Ég er nýbúinn að setja mig í samband við formenn allra systursamtaka Bændasamtaka Íslands (BÍ) og kanna hvort áhugi sé fyrir því að við hlaupum undir bagga,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ.Fréttablaðið greindi frá því fyrr í mánuðinum að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefði hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey til Noregs. Fjölmargir bændur sýndu því áhuga. Danmörk, Finnland og Svíþjóð eiga öll aðild að ESB og þar á bæjum er viðbúnaðarpakki í undirbúningi. Noregur, sem er EFTA-ríki líkt og Ísland, nýtur þess ekki. Sindri segir að hann hafi verið í sambandi við Norðmenn um mögulega heyöflun handa þeim hér heima. Það muni allt skýrast betur eftir helgi. Fordæmi eru fyrir því að Norðurlöndin aðstoði hvert annað á slíkum tímum en Norðmenn seldu hingað hey í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli.Sindri Sigurgeirsson er formaður Bændasamtaka Íslands.„Staðan er grafalvarleg og hljóðið í kollegum mínum er mjög vont. Uppskerubresturinn er gríðarlegur. Það sem við getum gert er að kanna hvort við getum notað gott sumar og mikla sprettu til að aðstoða þá.“ Dr. Christian Smedshaug, framkvæmdastjóri hjá norska greiningarfyrirtækinu Agri Analyse, segir að staðan í landinu sé misjöfn. Sumir bændur búi við þann munað að eiga veitukerfi. Annars staðar sé staðan hins vegar svört. „Framan af sumri voru menn bjartsýnir og bjuggust við því að rigningin myndi koma. Nú er hins vegar útlit fyrir að júlí verði þurr, líkt og júní, og fyrsta rigningin komi ekki fyrr en í ágúst,“ segir Smedshaug. Hann segir að í skásta falli muni byrja að rigna í ágúst og bændur geti bjargað því sem bjargað verður. Á að giska myndi það þýða að menn hefðu um tvo þriðju af þeim forða sem þeir vanalega hafa. Bændur sjálfir eru svartsýnir og eru sumir búnir undir það versta. Þeir sem ekki hafa fjárhagslega burði til að brúa bilið sjá fram á að þurfa að skera niður allt að helming bústofnsins. Offramboð gæti orðið á kjöti og mjólkurframleiðsla gæti minnkað. „Á hluta landsins hefur heyöflun gengið illa vegna vætu en á Norður- og Austurlandi er gríðarlega mikill heyskapur,“ segir Sindri. „Þegar menn eru að hjálpa til held ég að það verði ekki gert með gróðavon í huga heldur verði litið á þetta sem stuðning við bændur í erfiðleikum.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kannar nú hvort möguleiki sé á að selja hey frá Íslandi til suðurhluta Noregs þar sem heyskortur er víða. Hér á landi eiga margir bændur nóg af heyi fyrir næsta vetur. Margir bændur sýna málinu áhuga. 7. júlí 2018 10:12 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Til skoðunar er hvort íslenskir bændur geti komið skandinavískum starfsbræðrum sínum til aðstoðar vegna uppskerubrests. Nær engin úrkoma hefur verið á hinum Norðurlöndunum það sem af er sumri. „Ég er nýbúinn að setja mig í samband við formenn allra systursamtaka Bændasamtaka Íslands (BÍ) og kanna hvort áhugi sé fyrir því að við hlaupum undir bagga,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ.Fréttablaðið greindi frá því fyrr í mánuðinum að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefði hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey til Noregs. Fjölmargir bændur sýndu því áhuga. Danmörk, Finnland og Svíþjóð eiga öll aðild að ESB og þar á bæjum er viðbúnaðarpakki í undirbúningi. Noregur, sem er EFTA-ríki líkt og Ísland, nýtur þess ekki. Sindri segir að hann hafi verið í sambandi við Norðmenn um mögulega heyöflun handa þeim hér heima. Það muni allt skýrast betur eftir helgi. Fordæmi eru fyrir því að Norðurlöndin aðstoði hvert annað á slíkum tímum en Norðmenn seldu hingað hey í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli.Sindri Sigurgeirsson er formaður Bændasamtaka Íslands.„Staðan er grafalvarleg og hljóðið í kollegum mínum er mjög vont. Uppskerubresturinn er gríðarlegur. Það sem við getum gert er að kanna hvort við getum notað gott sumar og mikla sprettu til að aðstoða þá.“ Dr. Christian Smedshaug, framkvæmdastjóri hjá norska greiningarfyrirtækinu Agri Analyse, segir að staðan í landinu sé misjöfn. Sumir bændur búi við þann munað að eiga veitukerfi. Annars staðar sé staðan hins vegar svört. „Framan af sumri voru menn bjartsýnir og bjuggust við því að rigningin myndi koma. Nú er hins vegar útlit fyrir að júlí verði þurr, líkt og júní, og fyrsta rigningin komi ekki fyrr en í ágúst,“ segir Smedshaug. Hann segir að í skásta falli muni byrja að rigna í ágúst og bændur geti bjargað því sem bjargað verður. Á að giska myndi það þýða að menn hefðu um tvo þriðju af þeim forða sem þeir vanalega hafa. Bændur sjálfir eru svartsýnir og eru sumir búnir undir það versta. Þeir sem ekki hafa fjárhagslega burði til að brúa bilið sjá fram á að þurfa að skera niður allt að helming bústofnsins. Offramboð gæti orðið á kjöti og mjólkurframleiðsla gæti minnkað. „Á hluta landsins hefur heyöflun gengið illa vegna vætu en á Norður- og Austurlandi er gríðarlega mikill heyskapur,“ segir Sindri. „Þegar menn eru að hjálpa til held ég að það verði ekki gert með gróðavon í huga heldur verði litið á þetta sem stuðning við bændur í erfiðleikum.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kannar nú hvort möguleiki sé á að selja hey frá Íslandi til suðurhluta Noregs þar sem heyskortur er víða. Hér á landi eiga margir bændur nóg af heyi fyrir næsta vetur. Margir bændur sýna málinu áhuga. 7. júlí 2018 10:12 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kannar nú hvort möguleiki sé á að selja hey frá Íslandi til suðurhluta Noregs þar sem heyskortur er víða. Hér á landi eiga margir bændur nóg af heyi fyrir næsta vetur. Margir bændur sýna málinu áhuga. 7. júlí 2018 10:12