Segja landgræðslu við Kárahnjúka hafa gengið betur en búist var við Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2018 21:30 Bændurnir Agnar Benediktsson og Jón Björgvin Vernharðsson í viðtali í Desjarárdal. Kárahnjúkar í baksýn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur af Jökuldal, sem annast landgræðslu við Kárahnjúka, segja að mun betur hafi gengið að græða svæðið upp en vonir stóðu til. Þeir segjast einstaka sinnum finna fyrir áfoki niður í byggð. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þegar við nálguðumst Kárahnjúkastíflu á dögunum mátti sjá talsverðan rykmökk þyrlast upp af bökkum Hálslóns, en lónið var myndað með stíflugerðinni. Áfokið virtist þó ekki ná út fyrir svæðið þótt talsvert blési.Horft að Kárahnjúkum og Hálslóni. Kárahnjúkastífla fyrir miðri mynd. Sjá má fok við lónið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í yfir sexhundruð metra hæð yfir sjávarmáli rekumst við á bændur við landgræðslu. Þeir eru af Jökuldal og eru í verktöku hjá Landsvirkjun að dreifa áburði. „Það er verið að dreifa hérna 72 tonnum þetta árið í kringum Kárahnjúka og inn með Hálslóni og hluti af þessu fer svo á Eyjabakka, á Hraunasvæðið,“ segir Jón Björgvin Vernharðsson, bóndi á Teigaseli 2 á Jökuldal. Bændurnir voru að dreifa í Desjarárdal við Fremri-Kárahnjúk, neðan Desjarárstíflu, á svæði sem var gróðurlítil auðn þegar framkvæmdirnar stóðu yfir fyrir rúmum áratug. Athyglisvert er að það dugar að dreifa eingöngu áburði en uppgræðslan hófst árið 2007.Áburði dreift neðan Desjarárstíflu, sem gnæfir yfir traktornum. Svæðið er orðið vel gróið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég trúði því eiginlega ekki að það væri hægt að vera í landgræðslu svona hátt, - upphaflega þegar var byrjað á þessu. Það var farið í tilraunaverkefni fyrst, aðeins frá þessu svæði, og síðan bara virkaði það svo vel að það var bara dúndrað af fullum krafti hér í,“ segir Agnar Benediktsson, bóndi á Hvanná 2 á Jökuldal. Við sjáum að svæðið er orðið vel gróið, áratug eftir að framkvæmdum lauk. „Já, já, þetta er rosalega skemmtilegt landgræðslusvæði með það að gera að við sjáum mun meiri árangur heldur en meira að segja verktakarnir trúðu,“ segir Jón Björgvin.Hér má sjá þéttan gróður kominn þar sem áður var gróðurlítil auðn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Með Hálslóni var sökkt um 32 ferkílómetrum af grónu landi en með þessum aðgerðum fæst nýtt gróðurlendi í staðinn. „Og þetta er náttúrlega líka til þess að fanga ef það er eitthvað moldrok úr bökkunum. Landgræðsla er langbesta vopnið við áfoki.“ -Finnið þið niðri í dal fyrir foki héðan? „Einstaka sinnum. Ekki eitthvað sem er stöðugt,“ svarar Agnar. „En þegar koma langvarandi vestanáttir, og ekki komið meira í lónið, þá getur fokið aðeins úr þessu. Það er ekkert mjög oft. En þegar það gerist þá verður það dálítið öflugt,“ svarar Jón Björgvin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Bændur af Jökuldal, sem annast landgræðslu við Kárahnjúka, segja að mun betur hafi gengið að græða svæðið upp en vonir stóðu til. Þeir segjast einstaka sinnum finna fyrir áfoki niður í byggð. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þegar við nálguðumst Kárahnjúkastíflu á dögunum mátti sjá talsverðan rykmökk þyrlast upp af bökkum Hálslóns, en lónið var myndað með stíflugerðinni. Áfokið virtist þó ekki ná út fyrir svæðið þótt talsvert blési.Horft að Kárahnjúkum og Hálslóni. Kárahnjúkastífla fyrir miðri mynd. Sjá má fok við lónið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í yfir sexhundruð metra hæð yfir sjávarmáli rekumst við á bændur við landgræðslu. Þeir eru af Jökuldal og eru í verktöku hjá Landsvirkjun að dreifa áburði. „Það er verið að dreifa hérna 72 tonnum þetta árið í kringum Kárahnjúka og inn með Hálslóni og hluti af þessu fer svo á Eyjabakka, á Hraunasvæðið,“ segir Jón Björgvin Vernharðsson, bóndi á Teigaseli 2 á Jökuldal. Bændurnir voru að dreifa í Desjarárdal við Fremri-Kárahnjúk, neðan Desjarárstíflu, á svæði sem var gróðurlítil auðn þegar framkvæmdirnar stóðu yfir fyrir rúmum áratug. Athyglisvert er að það dugar að dreifa eingöngu áburði en uppgræðslan hófst árið 2007.Áburði dreift neðan Desjarárstíflu, sem gnæfir yfir traktornum. Svæðið er orðið vel gróið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég trúði því eiginlega ekki að það væri hægt að vera í landgræðslu svona hátt, - upphaflega þegar var byrjað á þessu. Það var farið í tilraunaverkefni fyrst, aðeins frá þessu svæði, og síðan bara virkaði það svo vel að það var bara dúndrað af fullum krafti hér í,“ segir Agnar Benediktsson, bóndi á Hvanná 2 á Jökuldal. Við sjáum að svæðið er orðið vel gróið, áratug eftir að framkvæmdum lauk. „Já, já, þetta er rosalega skemmtilegt landgræðslusvæði með það að gera að við sjáum mun meiri árangur heldur en meira að segja verktakarnir trúðu,“ segir Jón Björgvin.Hér má sjá þéttan gróður kominn þar sem áður var gróðurlítil auðn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Með Hálslóni var sökkt um 32 ferkílómetrum af grónu landi en með þessum aðgerðum fæst nýtt gróðurlendi í staðinn. „Og þetta er náttúrlega líka til þess að fanga ef það er eitthvað moldrok úr bökkunum. Landgræðsla er langbesta vopnið við áfoki.“ -Finnið þið niðri í dal fyrir foki héðan? „Einstaka sinnum. Ekki eitthvað sem er stöðugt,“ svarar Agnar. „En þegar koma langvarandi vestanáttir, og ekki komið meira í lónið, þá getur fokið aðeins úr þessu. Það er ekkert mjög oft. En þegar það gerist þá verður það dálítið öflugt,“ svarar Jón Björgvin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15
Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15