„Fyrst var ég ekki mjög glaður en svo varð ég bara mjög glaður því ég fékk að taka viðtal sem er núna,“ segir Jón Ágúst í viðtali við Stöð 2.
Hann er þegar byrjaður að undirbúa sig fyrir hlaupið en hann ætlar að taka þátt í skemmtiskokkinu ásamt fleirum í fjölskyldunni.
„Ég veit að það verður erfitt en ég bara reyni eins vel og ég get. Ég get líka verið pínu tapsár ef ég tapa en samt er ég búinn að bæta mig meira svo kannski verð ég ekki tapsár,“ segir Jón Ágúst.
Mælir með að hugsa út fyrir kassann
Hann vonast til þess til þess að fólk læri meira um einhverfu enda geti einhverfir verið alls konar. Sjálfur hafi hann sína kosti og galla og sé afar duglegur að hugsa út fyrir kassann.„Ég er mjög góðhjartaður og góður og skemmtilegur og fyndinn. Ég er með rosa marga kosti en ég hef líka galla,“ segir Jón Ágúst. Þá vill hann hvetja alla sem vilja til að taka þátt í hlaupinu.
„Ef þið viljið taka taka þátt í hlaupinu, þá bara prófið það þó að þið viljið það ekki. Kannski verður það gaman. Ef þið viljið styrkja kannski Bláan apríl þá eruði að hjálpa líka einhverfum börnum.“
Áheitasöfnunin hefur varið vel af stað en hér er hægt að heita á Jón Ágúst.