Viðskipti innlent

Annað tryggingarfélag sendir frá sér afkomuviðvörun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
TM hefur sent frá sér afkomuviðvörun
TM hefur sent frá sér afkomuviðvörun Fréttablaðið/Anton Brink
Tryggingamiðstöðin hefur send frá sér afkomuviðvörun eftir að í ljós kom að afkoma TM á fjórðungnum verður umtalsvert verri en rekstrarspá félagsins gerði ráð fyrir. TM er annað tryggingarfélagið til að senda frá sér afkomuviðvörun í þessari viku.

Í tilkynningu til Kauphallar segir að óhagstæð þróun á verðbréfamörkuðum ásamt aukningu í tjónakostnaði valdi því sem TM kallar frávik.

Gerir félagið nú ráð fyrir að tap fyrir skatta verði um 200 milljónir króna en rekstarspá hafði gert ráð fyrir fimm hundruð milljón króna hagnaði. Er því um að ræða 700 milljón króna viðsnúning.

Vátryggingarfélag Ísland sendi einnig frá sér afkomuviðvörun í vikunni þar sem kom fram að gert væri ráð fyrir tæplega 1.100 milljónum verri afkomu en ráðgert var í afkomuspá. Var óhagstæð þróun á verðbréfamörkuðum gefin sem helsta skýringin.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×