Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Birgir Olgeirsson skrifar 12. júlí 2018 12:17 Kylie Jenner hefur úr ansi miklu að moða. Vísir/Getty Ungstirnið bandaríska Kylie Jenner stefnir hraðbyri að því að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn, að því er fram kemur í bandaríska tímaritinu Forbes. Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. Jenner tilheyrir Kardashian-fjölskyldunni sem er þekkt víða um heim, sérstaklega vegna raunveruleikaþáttarins Keeping Up with the Kardashians sem fylgir eftir lífi fjölskyldunnar og störfum. Kylie Jenner er yngst systkinanna en hún hóf sölu á eigin snyrtivörulínu fyrir þremur árum. Systir hennar, hin 37 ára gamla Kim Kardashian West, er metin á 350 milljónir dollara. Jenner, sem má ekki einu sinni smakka á áfengi í Bandaríkjunum sökum aldurs, verður tuttugu og eins árs í ágúst næstkomandi en hún prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Forbes-tímaritsins. Snyrtivörulínan hennar hefur selst gríðarlega vel í vefverslunum og bíða aðdáendur hennar jafnan spenntir eftir nýjustu vörunum sem rjúka út eins og heitar lummur. Auðæfi hennar eru mun meiri en stórra stjarna í Bandaríkjunum, þar á meðal Beyoncé Knowles og Taylor Swift, en auðæfi þeirra eru metin á 335 milljónir dollara og 320 milljónir dollara. Kylie var 10 ára gömul þegar fyrsti þátturinn af Keeping Up with the Kardashians var sýndur árið 2007.thank you @Forbes for this article and the recognition. I'm so blessed to do what i love everyday. #KylieCosmetics pic.twitter.com/CRBwlBByk9— Kylie Jenner (@KylieJenner) July 11, 2018 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ungstirnið bandaríska Kylie Jenner stefnir hraðbyri að því að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn, að því er fram kemur í bandaríska tímaritinu Forbes. Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. Jenner tilheyrir Kardashian-fjölskyldunni sem er þekkt víða um heim, sérstaklega vegna raunveruleikaþáttarins Keeping Up with the Kardashians sem fylgir eftir lífi fjölskyldunnar og störfum. Kylie Jenner er yngst systkinanna en hún hóf sölu á eigin snyrtivörulínu fyrir þremur árum. Systir hennar, hin 37 ára gamla Kim Kardashian West, er metin á 350 milljónir dollara. Jenner, sem má ekki einu sinni smakka á áfengi í Bandaríkjunum sökum aldurs, verður tuttugu og eins árs í ágúst næstkomandi en hún prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Forbes-tímaritsins. Snyrtivörulínan hennar hefur selst gríðarlega vel í vefverslunum og bíða aðdáendur hennar jafnan spenntir eftir nýjustu vörunum sem rjúka út eins og heitar lummur. Auðæfi hennar eru mun meiri en stórra stjarna í Bandaríkjunum, þar á meðal Beyoncé Knowles og Taylor Swift, en auðæfi þeirra eru metin á 335 milljónir dollara og 320 milljónir dollara. Kylie var 10 ára gömul þegar fyrsti þátturinn af Keeping Up with the Kardashians var sýndur árið 2007.thank you @Forbes for this article and the recognition. I'm so blessed to do what i love everyday. #KylieCosmetics pic.twitter.com/CRBwlBByk9— Kylie Jenner (@KylieJenner) July 11, 2018
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira