Fimmti Steingrímsson-bróðirinn skoraði fyrir Völsung Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2018 11:30 Ólafur Jóhann Steingrímsson fagnar fyrsta marki sínu fyrir Völsung. mynd/Hafþór-640.is Ólafur Jóhann Steingrímsson, 19 ára gamall leikmaður Völsungs í 2. deild karla í fótbolta, tryggði Húsvíkingum 1-0 sigur á Tindastóli með dramatísku sigurmarki í uppbótartíma í gærkvöldi. Ólafur Jóhann skoraði þarna sitt fyrsta mark í meistaraflokki fyrir Völsung en hann hefur verið stjarna í yngri flokkum félagsins um árabil og var valinn besti leikmaður 2. flokks í fyrra. Hann varð í gærkvöldi fimmti Steingrímsson-bróðirinn sem skorar fyrir Völsung en Ólafur Jóhann á fjóra bræður sem spilað hafa fyrir þá grænu og skorað að minnsta kosti eitt mark.Hallgrímur Mar spilar fyrir KA eins og Hrannar Björnvísir/báraGuðmundur Óli fyrstur Guðmundur Óli Steingrímsson er sá elsti (f. 1986) en hann var í byrjunarliðinu í gær. Ólafur kom inn af bekknum á 75. mínútu og varð hetjan með þessu fyrsta marki sínu fyrir meistaraflokkinn. Guðmundur Óli spilaði sinn fyrsta leik á móti Fjölni 20. maí 2003 og skoraði sitt fyrsta mark í 6-0 bursti á Létti í 2. deildinni níu dögum síðan. Hann á leiki fyrir KA eins og þeir Hallgrímur Mar (f. 1990) og Hrannar Björn (f. 1992) sem báðir eru byrjunarliðsmenn hjá KA í Pepsi-deildinni í dag. Hallgrímur Mar þykir besti sonur Steingríms á fótboltavellinum en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung 21. júlí 2007 á móti Aftureldingu en skoraði sitt fyrsta mark nánast sléttu ári síðar í 3-1 sigri á móti Gróttu.Andri Valur fylgist með bróður sínum taka innkast. Hann er hæstur til að skora.mynd/Hafþór-640.isEinn í viðbót Hrannar Björn spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung 26. maí 2008 og skoraði sitt fyrsta mark í lok ágúst sama ár í 2-2 jafntefli gegn Reyni en allir skoruðu sitt fyrsta mark fyrir Völsung í 2. deildinni. Eini bróðirinn sem er ekki að spila lengur er Sveinbjörn Már Steingrímsson (f. 1988). Hann lagði skóna á hilluna sem leikmaður Álftanes árið 2015 en spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung í júlí 2007 í sama leik og Hallgrímur Mar. Hann skoraði sitt fyrsta og eina mark fyrir þá grænu 5. ágúst 2011 í 6-0 sigri á Árborg. Nú ef fólki þykir ekki nóg að fimm Steingrímssynir eru búnir að skora fyrir Völsung þá er von á þeim sjötta eftir nokkur ár. Andri Valur Bergmann Steingrímsson er nefnilega ungur og efnilegur snáði í sjötta flokki Völsungs en hann var boltastrákur á leiknum í gær þar sem að Ólafur Jóhann skoraði sitt fyrsta mark. Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Ólafur Jóhann Steingrímsson, 19 ára gamall leikmaður Völsungs í 2. deild karla í fótbolta, tryggði Húsvíkingum 1-0 sigur á Tindastóli með dramatísku sigurmarki í uppbótartíma í gærkvöldi. Ólafur Jóhann skoraði þarna sitt fyrsta mark í meistaraflokki fyrir Völsung en hann hefur verið stjarna í yngri flokkum félagsins um árabil og var valinn besti leikmaður 2. flokks í fyrra. Hann varð í gærkvöldi fimmti Steingrímsson-bróðirinn sem skorar fyrir Völsung en Ólafur Jóhann á fjóra bræður sem spilað hafa fyrir þá grænu og skorað að minnsta kosti eitt mark.Hallgrímur Mar spilar fyrir KA eins og Hrannar Björnvísir/báraGuðmundur Óli fyrstur Guðmundur Óli Steingrímsson er sá elsti (f. 1986) en hann var í byrjunarliðinu í gær. Ólafur kom inn af bekknum á 75. mínútu og varð hetjan með þessu fyrsta marki sínu fyrir meistaraflokkinn. Guðmundur Óli spilaði sinn fyrsta leik á móti Fjölni 20. maí 2003 og skoraði sitt fyrsta mark í 6-0 bursti á Létti í 2. deildinni níu dögum síðan. Hann á leiki fyrir KA eins og þeir Hallgrímur Mar (f. 1990) og Hrannar Björn (f. 1992) sem báðir eru byrjunarliðsmenn hjá KA í Pepsi-deildinni í dag. Hallgrímur Mar þykir besti sonur Steingríms á fótboltavellinum en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung 21. júlí 2007 á móti Aftureldingu en skoraði sitt fyrsta mark nánast sléttu ári síðar í 3-1 sigri á móti Gróttu.Andri Valur fylgist með bróður sínum taka innkast. Hann er hæstur til að skora.mynd/Hafþór-640.isEinn í viðbót Hrannar Björn spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung 26. maí 2008 og skoraði sitt fyrsta mark í lok ágúst sama ár í 2-2 jafntefli gegn Reyni en allir skoruðu sitt fyrsta mark fyrir Völsung í 2. deildinni. Eini bróðirinn sem er ekki að spila lengur er Sveinbjörn Már Steingrímsson (f. 1988). Hann lagði skóna á hilluna sem leikmaður Álftanes árið 2015 en spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung í júlí 2007 í sama leik og Hallgrímur Mar. Hann skoraði sitt fyrsta og eina mark fyrir þá grænu 5. ágúst 2011 í 6-0 sigri á Árborg. Nú ef fólki þykir ekki nóg að fimm Steingrímssynir eru búnir að skora fyrir Völsung þá er von á þeim sjötta eftir nokkur ár. Andri Valur Bergmann Steingrímsson er nefnilega ungur og efnilegur snáði í sjötta flokki Völsungs en hann var boltastrákur á leiknum í gær þar sem að Ólafur Jóhann skoraði sitt fyrsta mark.
Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira