Aldraðir bíða enn eftir nýrri gjaldskrá vegna tannlækninga Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. júlí 2018 08:30 Í fjárlögum yfirstandandi árs er gert ráð fyrir 500 milljónum í auknar endurgreiðslur vegna tannlækninga öryrkja og aldraðra. Samningaviðræður vegna þessa eru enn ekki hafnar. VÍSIR/VILHELM Samningaviðræður Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna um nýja gjaldskrá fyrir öryrkja og aldraða eru enn ekki hafnar þrátt fyrir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi veitt stofnuninni umboð til viðræðnanna í byrjun maí. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum stendur til að birta forauglýsingu um fyrirhuguð kaup á umræddri þjónustu nú í vikunni. Skylt er að forauglýsa eða auglýsa útboð á kaupum á heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum um opinber innkaup. Frá því að forauglýsing er birt þurfa að líða minnst 35 dagar þangað til samningaviðræður geta hafist. „Staðan er einfaldlega sú að við höfum ekki verið boðuð á neina fundi enda ekki búið að auglýsa kaupin á þjónustunni. Við erum tilbúin í þessar viðræður. Þetta stendur því ekki á okkur og við erum mjög jákvæð gagnvart þessu,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Aðspurð segir hún að hennar björtustu vonir standi til að málið geti klárast snemma í haust. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það ábyrgðarlaust fyrirhyggjuleysi hjá stjórnvöldum að Sjúkratryggingar hafi enn ekki auglýst þjónustukaupin þar sem málið hafi legið fyrir frá áramótum. „Fjöldi fólks sem hefur lítið sem ekkert á milla handanna hefur neitað sér um tannlæknaþjónustu vegna þess að væntingar voru um að samningar yrðu kláraðir um mitt árið. Þetta ætti að vera klárt núna og fólk byrjað að fá þessa þjónustu,“ segir Þuríður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, er einnig ósátt við þennan seinagang. „Þessi vinnubrögð valda mér miklum vonbrigðum. Eldri borgarar hafi beðið frá 2004 eftir réttlátari niðurgreiðslum varðandi tannlæknaþjónustu. Vandi þeirra sem bíða hefur farið sívaxandi,“ segir Þórunn. Starfshópur um tannheilsu elli- og örorkulífeyrisþega skilaði tillögum til ráðherra í apríl síðastliðnum. Hópurinn setti í forgang tillögu um að endurgreiðslur vegna tannlæknakostnaðar öryrkja og aldraðra yrðu raunverulega í samræmi við ákvæði reglugerðar. Samkvæmt umræddri reglugerð á að niðurgreiða 75 prósent kostnaðar hjá öryrkjum og öldruðum sem frá greidda tekjutryggingu frá Tryggingastofnun. Raunin er hins vegar sú að þessar endurgreiðslur nema aðeins um fjórðungi þar sem gjaldskrá Sjúkratrygginga hefur haldist óbreytt frá 2004. Samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs eru 500 milljónir króna til ráðstöfunar til þess að mæta auknum endurgreiðslum vegna tannlækninga öryrkja og aldraðra. Heilbrigðisráðherra sagði í maí að um væri að ræða mikilvægt og tímabært skref þar sem þessir hópar hefðu allt of lengi borið skarðan hlut frá borði. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gjaldfrjálsar tannlækningar barna komnar að fullu til framkvæmda Innleiðingunni lauk 1. janúar síðastliðinn. 3. janúar 2018 14:52 Móta tillögur um lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. 1. mars 2018 18:07 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Samningaviðræður Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna um nýja gjaldskrá fyrir öryrkja og aldraða eru enn ekki hafnar þrátt fyrir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi veitt stofnuninni umboð til viðræðnanna í byrjun maí. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum stendur til að birta forauglýsingu um fyrirhuguð kaup á umræddri þjónustu nú í vikunni. Skylt er að forauglýsa eða auglýsa útboð á kaupum á heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum um opinber innkaup. Frá því að forauglýsing er birt þurfa að líða minnst 35 dagar þangað til samningaviðræður geta hafist. „Staðan er einfaldlega sú að við höfum ekki verið boðuð á neina fundi enda ekki búið að auglýsa kaupin á þjónustunni. Við erum tilbúin í þessar viðræður. Þetta stendur því ekki á okkur og við erum mjög jákvæð gagnvart þessu,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Aðspurð segir hún að hennar björtustu vonir standi til að málið geti klárast snemma í haust. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það ábyrgðarlaust fyrirhyggjuleysi hjá stjórnvöldum að Sjúkratryggingar hafi enn ekki auglýst þjónustukaupin þar sem málið hafi legið fyrir frá áramótum. „Fjöldi fólks sem hefur lítið sem ekkert á milla handanna hefur neitað sér um tannlæknaþjónustu vegna þess að væntingar voru um að samningar yrðu kláraðir um mitt árið. Þetta ætti að vera klárt núna og fólk byrjað að fá þessa þjónustu,“ segir Þuríður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, er einnig ósátt við þennan seinagang. „Þessi vinnubrögð valda mér miklum vonbrigðum. Eldri borgarar hafi beðið frá 2004 eftir réttlátari niðurgreiðslum varðandi tannlæknaþjónustu. Vandi þeirra sem bíða hefur farið sívaxandi,“ segir Þórunn. Starfshópur um tannheilsu elli- og örorkulífeyrisþega skilaði tillögum til ráðherra í apríl síðastliðnum. Hópurinn setti í forgang tillögu um að endurgreiðslur vegna tannlæknakostnaðar öryrkja og aldraðra yrðu raunverulega í samræmi við ákvæði reglugerðar. Samkvæmt umræddri reglugerð á að niðurgreiða 75 prósent kostnaðar hjá öryrkjum og öldruðum sem frá greidda tekjutryggingu frá Tryggingastofnun. Raunin er hins vegar sú að þessar endurgreiðslur nema aðeins um fjórðungi þar sem gjaldskrá Sjúkratrygginga hefur haldist óbreytt frá 2004. Samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs eru 500 milljónir króna til ráðstöfunar til þess að mæta auknum endurgreiðslum vegna tannlækninga öryrkja og aldraðra. Heilbrigðisráðherra sagði í maí að um væri að ræða mikilvægt og tímabært skref þar sem þessir hópar hefðu allt of lengi borið skarðan hlut frá borði.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gjaldfrjálsar tannlækningar barna komnar að fullu til framkvæmda Innleiðingunni lauk 1. janúar síðastliðinn. 3. janúar 2018 14:52 Móta tillögur um lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. 1. mars 2018 18:07 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Gjaldfrjálsar tannlækningar barna komnar að fullu til framkvæmda Innleiðingunni lauk 1. janúar síðastliðinn. 3. janúar 2018 14:52
Móta tillögur um lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. 1. mars 2018 18:07