Rjómabústýrur strokkuðu smjör og seldu sem danskt til Englands Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júlí 2018 15:30 Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga. Stöð 2/Einar Árnason. Fornaldarvélar Rjómabúsins á Baugsstöðum austan Stokkseyrar verða gangsettar fyrir ferðamenn allar helgar í júlí og ágúst. Það þótti einstakt fyrir rúmri öld að konur stýrðu þar iðnrekstri til að framleiða danskt smjör en rjómabústýrur ráku búið allt til ársins 1952. Rjómabúið, sem stofnað var árið 1905, er einstakt á landsvísu, ekki síst vegna vatnshjólsins. Það er dæmi um vatnsaflsvirkjun í sinni frumlegustu mynd en vatnshjólið knúði maskínuverk innandyra sem framleiddi smjör. Rjómabúin voru forverar mjólkurbúanna og urðu alls 34 á landinu á blómaskeiði sínu snemma á 20. öld, og á Baugsstöðum má enn sjá lifandi minjar um þennan iðnað. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, Lýð Pálsson, setja tækjabúnaðinn í gang. Lýður sýnir hvernig smjörið var strokkað með vatnsafli frá vatnshjólinu.Stöð 2/Einar Árnason.Rjóminn var settur í smjörstrokk og smjörið síðan fært yfir á hnoðunarborð og saltað. Að lokum var smjörið pressað í stykki og selt á Englandsmarkað sem danskt smjör undir vöruheitinu „Danish butter“. „Við vorum náttúrlega hluti af Danaveldi á þessum tíma,“ segir Lýður. Það voru sérmenntaðar rjómabústýrur sem ráku búið fyrir hönd bænda í Flóanum en fátítt var á þeim tíma að konur stýrðu iðnrekstri.Rjómabústýran Margrét Júníusdóttir, önnur frá vinstri, og aðstoðarkonur hennar, Margrét Andrésdóttir, til vinstri, og hægramegin Ágústa Júníusdóttir og Guðrún Andrésdóttir.Úr bókinni/Rjómabúið á Baugsstöðum 100 ára.„Og þær síðustu, Margrét og Guðrún, þær biðu rólegar eftir því að Mjólkurbú Flóamanna færi á hausinn. En það gerðist aldrei og rjómabúið var rekið til 1952.“ Búið verður opið á laugardögum og sunnudögum í júlí og ágúst milli klukkan eitt og sex og vélarnar gangsettar fyrir gesti. Utan þess tíma er tekið á móti hópum. Vatnshjólið er meðal þess sem gerir Rjómabúið einstakt. Það er um fjóra kílómetra austan Stokkseyrar.Stöð 2/Einar Árnason.„Og græjurnar þær virka alveg fullkomlega. Og eins og þið sjáið hérna bak við okkur; hjólið - það snýst og snýst,“ segir forstöðumaður Byggðasafn Árnesinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Fornaldarvélar Rjómabúsins á Baugsstöðum austan Stokkseyrar verða gangsettar fyrir ferðamenn allar helgar í júlí og ágúst. Það þótti einstakt fyrir rúmri öld að konur stýrðu þar iðnrekstri til að framleiða danskt smjör en rjómabústýrur ráku búið allt til ársins 1952. Rjómabúið, sem stofnað var árið 1905, er einstakt á landsvísu, ekki síst vegna vatnshjólsins. Það er dæmi um vatnsaflsvirkjun í sinni frumlegustu mynd en vatnshjólið knúði maskínuverk innandyra sem framleiddi smjör. Rjómabúin voru forverar mjólkurbúanna og urðu alls 34 á landinu á blómaskeiði sínu snemma á 20. öld, og á Baugsstöðum má enn sjá lifandi minjar um þennan iðnað. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, Lýð Pálsson, setja tækjabúnaðinn í gang. Lýður sýnir hvernig smjörið var strokkað með vatnsafli frá vatnshjólinu.Stöð 2/Einar Árnason.Rjóminn var settur í smjörstrokk og smjörið síðan fært yfir á hnoðunarborð og saltað. Að lokum var smjörið pressað í stykki og selt á Englandsmarkað sem danskt smjör undir vöruheitinu „Danish butter“. „Við vorum náttúrlega hluti af Danaveldi á þessum tíma,“ segir Lýður. Það voru sérmenntaðar rjómabústýrur sem ráku búið fyrir hönd bænda í Flóanum en fátítt var á þeim tíma að konur stýrðu iðnrekstri.Rjómabústýran Margrét Júníusdóttir, önnur frá vinstri, og aðstoðarkonur hennar, Margrét Andrésdóttir, til vinstri, og hægramegin Ágústa Júníusdóttir og Guðrún Andrésdóttir.Úr bókinni/Rjómabúið á Baugsstöðum 100 ára.„Og þær síðustu, Margrét og Guðrún, þær biðu rólegar eftir því að Mjólkurbú Flóamanna færi á hausinn. En það gerðist aldrei og rjómabúið var rekið til 1952.“ Búið verður opið á laugardögum og sunnudögum í júlí og ágúst milli klukkan eitt og sex og vélarnar gangsettar fyrir gesti. Utan þess tíma er tekið á móti hópum. Vatnshjólið er meðal þess sem gerir Rjómabúið einstakt. Það er um fjóra kílómetra austan Stokkseyrar.Stöð 2/Einar Árnason.„Og græjurnar þær virka alveg fullkomlega. Og eins og þið sjáið hérna bak við okkur; hjólið - það snýst og snýst,“ segir forstöðumaður Byggðasafn Árnesinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira