Enskur blaðamaður skilur ekkert í upphitunarleik enska fótboltalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 22:00 Harry Kane með gúmmí-kjúklinginn á æfingunni. Vísir/Getty Fyrir þá sem hafa horft á þann hluta fótboltaæfinga landsliða sem fjölmiðlamenn hafa oftast aðgengi að þá er upphitun leikmanna oftast klassísk samsetning af hlaupum og öðrum teygju- og liðkunaræfingum. En ekki hjá enska landsliðinu. Bryce Cavanagh, styrktarþjálfari enska fótboltalandsliðsins, bauð upp á nýjung á æfingu enska landsliðsins í morgun og ruglaði blaðamann BBC alveg í ríminu. Hann hafði aldrei séð þenann leik áður. Það besta er að umræddur blaðamaður, Steve Crossman, er ekki enn búinn að finna út reglurnar í þessum leik. Hann komst aftur á móti að því að leikurinn er kallaður „gúmmí-kjúklingur“ eða „rubber chicken“ á enskunni. Fyrir þá sem telja sig vita meira eða hafa áhuga á því að finna út hvernig leikur þetta er þá birti Steve Crossman myndband af ensku strákunum leika sér með þennan svokallað gúmmí-kjúkling. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.Ok, can anyone work out the rules? England training with what looks suspiciously like a rubber chicken @rachelburdenpic.twitter.com/uOwQunJidl — Steve Crossman (@Steve_Crossman) July 10, 2018 Þótt að Steve Crossman hafi ekkert skilið í reglum leiksins eða komist að því hver vann hann þá sagði hann að þarna hafi komið greinilega fram hversu góður andi og mikil gleði er meðal ensku leikmannanna. Bryce Cavanagh er 41 árs Ástrali og er þekktur fyrir að bjóða upp á allskyns leiki á æfingum enska liðsins. Ensku strákarnir hafa spilað amerískan fótbolta, indverska eltingarleikinn kabaddi og skotbolta svo eitthvað sé nefnt.When you bring a rubber chicken to training... @England // #WorldCuppic.twitter.com/qRZCxxiZt0 — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 10, 2018 Steve Crossman segir að leikirnir hans Cavanagh hafi slegið í gegn og að þeir hafi líka séð til þess að ensku leikmennirnir hafa ræktað hláturvöðvana alveg eins og alla hina vöðvana. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Fyrir þá sem hafa horft á þann hluta fótboltaæfinga landsliða sem fjölmiðlamenn hafa oftast aðgengi að þá er upphitun leikmanna oftast klassísk samsetning af hlaupum og öðrum teygju- og liðkunaræfingum. En ekki hjá enska landsliðinu. Bryce Cavanagh, styrktarþjálfari enska fótboltalandsliðsins, bauð upp á nýjung á æfingu enska landsliðsins í morgun og ruglaði blaðamann BBC alveg í ríminu. Hann hafði aldrei séð þenann leik áður. Það besta er að umræddur blaðamaður, Steve Crossman, er ekki enn búinn að finna út reglurnar í þessum leik. Hann komst aftur á móti að því að leikurinn er kallaður „gúmmí-kjúklingur“ eða „rubber chicken“ á enskunni. Fyrir þá sem telja sig vita meira eða hafa áhuga á því að finna út hvernig leikur þetta er þá birti Steve Crossman myndband af ensku strákunum leika sér með þennan svokallað gúmmí-kjúkling. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.Ok, can anyone work out the rules? England training with what looks suspiciously like a rubber chicken @rachelburdenpic.twitter.com/uOwQunJidl — Steve Crossman (@Steve_Crossman) July 10, 2018 Þótt að Steve Crossman hafi ekkert skilið í reglum leiksins eða komist að því hver vann hann þá sagði hann að þarna hafi komið greinilega fram hversu góður andi og mikil gleði er meðal ensku leikmannanna. Bryce Cavanagh er 41 árs Ástrali og er þekktur fyrir að bjóða upp á allskyns leiki á æfingum enska liðsins. Ensku strákarnir hafa spilað amerískan fótbolta, indverska eltingarleikinn kabaddi og skotbolta svo eitthvað sé nefnt.When you bring a rubber chicken to training... @England // #WorldCuppic.twitter.com/qRZCxxiZt0 — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 10, 2018 Steve Crossman segir að leikirnir hans Cavanagh hafi slegið í gegn og að þeir hafi líka séð til þess að ensku leikmennirnir hafa ræktað hláturvöðvana alveg eins og alla hina vöðvana.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn