Toddi tekur Fylki í gegn: Eins og appelsínugular keilur sem bara standa þarna Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júlí 2018 09:30 Fylkir tapaði sex stiga leik á móti Víkingi, 3-2, í Pepsi-deild karla í fótbolta og er fyrir vikið í fallsæti á meðan Víkingar fjarlægðust fallsvæðið um sinn. Víkingar lögðu gruninn að sigrinum mikilvæga með þremur mörkum gegn engu í fyrri hálfleik, þar af tveimur mörkum á fyrstu sjö mínútum leiksins þar sem Fylkismenn voru steinsofandi. Fyrra markið skoraði Davíð Örn Atlason eftir frábæran einleik og það síðara Bjarni Páll Linnett Runólfsson með föstu skoti úr teignum eftir að boltinn barst til hans í hornspyrnu. „Þetta er eins og að horfa mann í svigi framhjá keilum sem að standa þarna í appelsínugulum búningum. Hann fær að labba í gegn. Það fer enginn nálægt manninum. Ég veit ekki hvað Helgi segir þegar að hann sér þetta aftur,“ sagði Þorvaldur Örlygsson um fyrra markið og ekki var hann kátari með varnarleik Fylkis í öðru markinu. „Fylkir fékk á sig mark úr horni í fyrri leiknum á móti Víkingi og hér gerist það aftur. Hver er að dekka manninn fyrir utan? Það eru átta leikmenn Fylkis inn í markteignum en það fer enginn á móti skotinu. Það var ekki skrítið að þeir lentu 2-0 undir með svona spilamennsku,“ sagði Þorvaldur. Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, átti erfiðan dag á skrifstofunni og fékk rautt spjald í leiknum en hann var sérstaklega slæmur í fyrri hálfleik. „Honum til varnar stjórnaði hann vörninni betur í seinni hálfleik en það gekk allt á afturfótunum í fyrri hálfleik. Hann var að missa boltann, hleypa mönnum framhjá sér, gefur víti og margar hans ákvarðanir bara rangar,“ sagði Þorvaldur og Gunnar Jarl Jónsson tók undir orð hans: „Það er hrikalegt með alla þessa reynslu að fara á rassinn í þessari stöðu (vítaspyrnunni). Hann er góður spilari með góðar sendingar og var betri í seinni hálfleik en Helgi var afskaplega klaufalegur í fyrri hálfleik,“ sagði Gunnar Jarl Jónsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 2-3 | Víkingur sótti þrjú mikilvæg stig í Egilshöll Víkingur er kominn í sjötta sæti Pepsi deildarinnar eftir 2-3 sigur á Fylki í Egilshöll í kvöld. Víkingur var 3-0 yfir í hálfleik. 9. júlí 2018 22:30 Davíð Örn um markið sitt: Vissi ekki alveg hvað ég var að gera Davíð Örn Atlason átti góðan leik í vörn Víkings er liðið sigraði Fylki, 3-2, í hörkuleik í Egilshöllinni í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. 9. júlí 2018 21:47 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Fylkir tapaði sex stiga leik á móti Víkingi, 3-2, í Pepsi-deild karla í fótbolta og er fyrir vikið í fallsæti á meðan Víkingar fjarlægðust fallsvæðið um sinn. Víkingar lögðu gruninn að sigrinum mikilvæga með þremur mörkum gegn engu í fyrri hálfleik, þar af tveimur mörkum á fyrstu sjö mínútum leiksins þar sem Fylkismenn voru steinsofandi. Fyrra markið skoraði Davíð Örn Atlason eftir frábæran einleik og það síðara Bjarni Páll Linnett Runólfsson með föstu skoti úr teignum eftir að boltinn barst til hans í hornspyrnu. „Þetta er eins og að horfa mann í svigi framhjá keilum sem að standa þarna í appelsínugulum búningum. Hann fær að labba í gegn. Það fer enginn nálægt manninum. Ég veit ekki hvað Helgi segir þegar að hann sér þetta aftur,“ sagði Þorvaldur Örlygsson um fyrra markið og ekki var hann kátari með varnarleik Fylkis í öðru markinu. „Fylkir fékk á sig mark úr horni í fyrri leiknum á móti Víkingi og hér gerist það aftur. Hver er að dekka manninn fyrir utan? Það eru átta leikmenn Fylkis inn í markteignum en það fer enginn á móti skotinu. Það var ekki skrítið að þeir lentu 2-0 undir með svona spilamennsku,“ sagði Þorvaldur. Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, átti erfiðan dag á skrifstofunni og fékk rautt spjald í leiknum en hann var sérstaklega slæmur í fyrri hálfleik. „Honum til varnar stjórnaði hann vörninni betur í seinni hálfleik en það gekk allt á afturfótunum í fyrri hálfleik. Hann var að missa boltann, hleypa mönnum framhjá sér, gefur víti og margar hans ákvarðanir bara rangar,“ sagði Þorvaldur og Gunnar Jarl Jónsson tók undir orð hans: „Það er hrikalegt með alla þessa reynslu að fara á rassinn í þessari stöðu (vítaspyrnunni). Hann er góður spilari með góðar sendingar og var betri í seinni hálfleik en Helgi var afskaplega klaufalegur í fyrri hálfleik,“ sagði Gunnar Jarl Jónsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 2-3 | Víkingur sótti þrjú mikilvæg stig í Egilshöll Víkingur er kominn í sjötta sæti Pepsi deildarinnar eftir 2-3 sigur á Fylki í Egilshöll í kvöld. Víkingur var 3-0 yfir í hálfleik. 9. júlí 2018 22:30 Davíð Örn um markið sitt: Vissi ekki alveg hvað ég var að gera Davíð Örn Atlason átti góðan leik í vörn Víkings er liðið sigraði Fylki, 3-2, í hörkuleik í Egilshöllinni í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. 9. júlí 2018 21:47 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 2-3 | Víkingur sótti þrjú mikilvæg stig í Egilshöll Víkingur er kominn í sjötta sæti Pepsi deildarinnar eftir 2-3 sigur á Fylki í Egilshöll í kvöld. Víkingur var 3-0 yfir í hálfleik. 9. júlí 2018 22:30
Davíð Örn um markið sitt: Vissi ekki alveg hvað ég var að gera Davíð Örn Atlason átti góðan leik í vörn Víkings er liðið sigraði Fylki, 3-2, í hörkuleik í Egilshöllinni í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. 9. júlí 2018 21:47