Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Sveinn Arnarsson skrifar 10. júlí 2018 06:00 Icelandair lækkar flugið. Vísir/Getty „Fréttir af afkomuviðvörun Icelandair og verðfalli hlutabréfa fyrirtækisins í kjölfarið eru fyrstu eiginlegu staðfestu fregnirnar af samdrætti í greininni. Hér áður fyrr voru þetta bara sögusagnir án þess að vera staðfestar fregnir,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Það er alveg ljóst að uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur á síðustu árum verið að verulegu leyti drifinn áfram af vexti í ferðaþjónustu. Þegar svo um hægir í þeim geira mun það hafa áhrif á hagkerfið um leið,“ bætir Daði Már við. Markaðsvirði Icelandair dróst saman um 15 milljarða á einum degi þegar virði hlutabréfa í fyrirtækinu féll um tæp 25 prósent. Virði félagsins hefur minnkað um nærri 150 milljarða frá því að bréf þess voru í hæstu hæðum í apríl 2016.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, segir tíma samþjöppunar fram undan í íslenskri ferðaþjónustu sem verði ekki sársaukalaus. „Þetta er frétt sem gefur ákveðnar vísbendingar um hvernig staðan er. Það má segja að það hafi ekki komið á óvart að fjöldatölur séu á niðurleið. Fjörutíu prósenta hækkun milli ára er ekki eitthvað sem endist til langrar framtíðar,“ segir Jóhannes Þór. „Ferðaþjónustan verður að ná jafnvægi til framtíðar. Það er líklegt að framtíðin verði tími samþjöppunar í greininni sem mun fylgja sársauki. Hér eru um 4.000 fyrirtæki í ferðaþjónustu og ljóst að stór hluti eru lítil fyrirtæki. Minnstu fyrirtækin munu kannski eiga erfitt uppdráttar og líklegt að rekstraraðilar sjái hag í að þau verði tekin yfir af þeim stærri,“ bætir Jóhannes við. Daði Már bendir á að mikilvægt sé að fylgjast náið með og bíða með stóra dóma. „Eins og staðan er núna er erfitt að slá einhverju föstu þegar upplýsingarnar eru eins takmarkaðar og raun ber vitni.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Fréttir af afkomuviðvörun Icelandair og verðfalli hlutabréfa fyrirtækisins í kjölfarið eru fyrstu eiginlegu staðfestu fregnirnar af samdrætti í greininni. Hér áður fyrr voru þetta bara sögusagnir án þess að vera staðfestar fregnir,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Það er alveg ljóst að uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur á síðustu árum verið að verulegu leyti drifinn áfram af vexti í ferðaþjónustu. Þegar svo um hægir í þeim geira mun það hafa áhrif á hagkerfið um leið,“ bætir Daði Már við. Markaðsvirði Icelandair dróst saman um 15 milljarða á einum degi þegar virði hlutabréfa í fyrirtækinu féll um tæp 25 prósent. Virði félagsins hefur minnkað um nærri 150 milljarða frá því að bréf þess voru í hæstu hæðum í apríl 2016.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, segir tíma samþjöppunar fram undan í íslenskri ferðaþjónustu sem verði ekki sársaukalaus. „Þetta er frétt sem gefur ákveðnar vísbendingar um hvernig staðan er. Það má segja að það hafi ekki komið á óvart að fjöldatölur séu á niðurleið. Fjörutíu prósenta hækkun milli ára er ekki eitthvað sem endist til langrar framtíðar,“ segir Jóhannes Þór. „Ferðaþjónustan verður að ná jafnvægi til framtíðar. Það er líklegt að framtíðin verði tími samþjöppunar í greininni sem mun fylgja sársauki. Hér eru um 4.000 fyrirtæki í ferðaþjónustu og ljóst að stór hluti eru lítil fyrirtæki. Minnstu fyrirtækin munu kannski eiga erfitt uppdráttar og líklegt að rekstraraðilar sjái hag í að þau verði tekin yfir af þeim stærri,“ bætir Jóhannes við. Daði Már bendir á að mikilvægt sé að fylgjast náið með og bíða með stóra dóma. „Eins og staðan er núna er erfitt að slá einhverju föstu þegar upplýsingarnar eru eins takmarkaðar og raun ber vitni.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11
Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43
Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00