Kallar á frekari uppstokkun Helgi Vífill Júlíusson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Væntingar Icelandair um að flugfargjöld hækki á árinu eftir hækkun á olíuverði munu ekki ganga eftir. Vísir/Getty Eflaust verður Icelandair Group rekið ansi nálægt núllinu árið 2018. „Félagið mun væntanlega skila lítils háttar hagnaði miðað við afkomuspá stjórnenda Icelandair Group,“ segir Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans. Hlutabréfaverð Icelandair Group lækkaði um fjórðung í gær í kjölfar afkomuviðvörunar á sunnudagskvöld. Í lok janúar fyrir ári birti flugfélagið sambærilega afkomuviðvörun og þá lækkuðu bréfin um 24 prósent. Verð bréfanna hefur ekki verið lægra síðan 28. janúar 2013. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að viðbrögðin á hlutabréfamarkaði hafi verið í takti við innihald afkomuviðvörunar félagsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að spá félagsins um að meðalflugfargjöld myndu hækka á síðari hluta ársins virðist ekki ætla að ganga eftir. Auk þess hafi olíuverð hækkað um meira en 50 prósent á einu ári. „Meðal annars af þeim sökum lækkum við afkomuspá félagsins,“ segir hann.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Samkvæmt afkomuviðvöruninni mun EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verða 120 til 140 milljónir dala á þessu ári. Áður hafði félagið spáð EBITDA upp á 170 til 190 milljónir dala á árinu. Til samanburðar nam EBITDA félagsins 170 milljónum dala í fyrra. „Það sem mestu skiptir er hvernig fyrirtækinu muni vegna til framtíðar. Aukin samkeppni hefur þrýst flugfargjöldum niður en félagið er vel í stakk búið til að takast á við hana. Það hafa verið gerðar viðamiklar breytingar á rekstrinum, þar á meðal hefur stjórnendum fækkað og reksturinn verið straumlínulagaður. Icelandair Group er stórt, þótt það sé lítið á heimsvísu, og það tekur alltaf einhvern tíma að innleiða breytingar en þar erum við á góðri leið,“ segir Björgólfur. Sveinn segir að sú aðferðafræði að bíða og vona að fargjöld hækki hafi gengið sér til húðar eftir fyrsta ársfjórðung. Stjórnendur Icelandair Group hafi ekki gengið nógu langt í breytingum á rekstrinum. „Mig grunar að lággjaldaflugfélögin séu að halda flugfargjöldum niðri. Það þarf að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi. Annars mun afkoman halda áfram að versna.“ Að þessu sögðu er fyrirtækið vel fjármagnað, að mati Sveins. „Lausafé fyrirtækisins er næstum 20 milljarðar króna.“Missir markaðshlutdeild Icelandair er jafnframt að missa markaðshlutdeild, að Sveins sögn. Fram kom í flutningatölum flugfélagsins að farþegum í júní hafi fækkað um 2 prósent á milli ára. „Tölurnar eru svipaðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Það þýðir væntanlega að fyrirtækið er að missa markaðshlutdeild því ferðamönnum hefur fjölgað um 4-6 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins. Fjöldi Íslendinga í flugvélum Icelandair jókst en samdráttur er í komu ferðamanna hingað til lands og á Norður-Atlantshafsmarkaðnum.“ Elvar Ingi segir að það hafi ekki endilega komið á óvart að Icelandair Group hafi sent út afkomuviðvörun. „Það sem kom hins vegar á óvart var hve mikið afkomuáætlun félagsins var lækkuð. Samhliða óhagstæðri þróun áhrifaþátta á rekstur félagsins á síðustu misserum, einkum hækkun á olíuverði, hefur það verið mikilvægt fyrir afkomu félagsins að verð á flugfargjöldum færi að hækka.“ Kergja er á meðal fjárfesta sem Fréttablaðið ræddi við í garð stjórnenda fyrirtækisins fyrir að hafa ekki gætt meiri varfærni við gerð afkomuspár ársins. Byggst hafi upp væntingar sem varð síðan fljótlega ljóst þegar líða tók árið, einkum með farþegatölunum í apríl, að gætu tæpast gengið eftir. Eiga yfir helming Lífeyrissjóðir eiga 53 prósenta hlut í Icelandair Group miðað við lista yfir 20 stærstu hluthafa. Stærstur er Lífeyrissjóður verslunarmanna með 14 prósent. Markaðsvirði hlutabréfa lífeyrissjóðanna var 24 milljarðar króna við lok dags í gær og lækkaði um átta milljarða á einum degi. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59 Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Eflaust verður Icelandair Group rekið ansi nálægt núllinu árið 2018. „Félagið mun væntanlega skila lítils háttar hagnaði miðað við afkomuspá stjórnenda Icelandair Group,“ segir Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans. Hlutabréfaverð Icelandair Group lækkaði um fjórðung í gær í kjölfar afkomuviðvörunar á sunnudagskvöld. Í lok janúar fyrir ári birti flugfélagið sambærilega afkomuviðvörun og þá lækkuðu bréfin um 24 prósent. Verð bréfanna hefur ekki verið lægra síðan 28. janúar 2013. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að viðbrögðin á hlutabréfamarkaði hafi verið í takti við innihald afkomuviðvörunar félagsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að spá félagsins um að meðalflugfargjöld myndu hækka á síðari hluta ársins virðist ekki ætla að ganga eftir. Auk þess hafi olíuverð hækkað um meira en 50 prósent á einu ári. „Meðal annars af þeim sökum lækkum við afkomuspá félagsins,“ segir hann.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Samkvæmt afkomuviðvöruninni mun EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verða 120 til 140 milljónir dala á þessu ári. Áður hafði félagið spáð EBITDA upp á 170 til 190 milljónir dala á árinu. Til samanburðar nam EBITDA félagsins 170 milljónum dala í fyrra. „Það sem mestu skiptir er hvernig fyrirtækinu muni vegna til framtíðar. Aukin samkeppni hefur þrýst flugfargjöldum niður en félagið er vel í stakk búið til að takast á við hana. Það hafa verið gerðar viðamiklar breytingar á rekstrinum, þar á meðal hefur stjórnendum fækkað og reksturinn verið straumlínulagaður. Icelandair Group er stórt, þótt það sé lítið á heimsvísu, og það tekur alltaf einhvern tíma að innleiða breytingar en þar erum við á góðri leið,“ segir Björgólfur. Sveinn segir að sú aðferðafræði að bíða og vona að fargjöld hækki hafi gengið sér til húðar eftir fyrsta ársfjórðung. Stjórnendur Icelandair Group hafi ekki gengið nógu langt í breytingum á rekstrinum. „Mig grunar að lággjaldaflugfélögin séu að halda flugfargjöldum niðri. Það þarf að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi. Annars mun afkoman halda áfram að versna.“ Að þessu sögðu er fyrirtækið vel fjármagnað, að mati Sveins. „Lausafé fyrirtækisins er næstum 20 milljarðar króna.“Missir markaðshlutdeild Icelandair er jafnframt að missa markaðshlutdeild, að Sveins sögn. Fram kom í flutningatölum flugfélagsins að farþegum í júní hafi fækkað um 2 prósent á milli ára. „Tölurnar eru svipaðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Það þýðir væntanlega að fyrirtækið er að missa markaðshlutdeild því ferðamönnum hefur fjölgað um 4-6 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins. Fjöldi Íslendinga í flugvélum Icelandair jókst en samdráttur er í komu ferðamanna hingað til lands og á Norður-Atlantshafsmarkaðnum.“ Elvar Ingi segir að það hafi ekki endilega komið á óvart að Icelandair Group hafi sent út afkomuviðvörun. „Það sem kom hins vegar á óvart var hve mikið afkomuáætlun félagsins var lækkuð. Samhliða óhagstæðri þróun áhrifaþátta á rekstur félagsins á síðustu misserum, einkum hækkun á olíuverði, hefur það verið mikilvægt fyrir afkomu félagsins að verð á flugfargjöldum færi að hækka.“ Kergja er á meðal fjárfesta sem Fréttablaðið ræddi við í garð stjórnenda fyrirtækisins fyrir að hafa ekki gætt meiri varfærni við gerð afkomuspár ársins. Byggst hafi upp væntingar sem varð síðan fljótlega ljóst þegar líða tók árið, einkum með farþegatölunum í apríl, að gætu tæpast gengið eftir. Eiga yfir helming Lífeyrissjóðir eiga 53 prósenta hlut í Icelandair Group miðað við lista yfir 20 stærstu hluthafa. Stærstur er Lífeyrissjóður verslunarmanna með 14 prósent. Markaðsvirði hlutabréfa lífeyrissjóðanna var 24 milljarðar króna við lok dags í gær og lækkaði um átta milljarða á einum degi.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59 Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11
Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59
Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43