Bókunarrisi hættir viðskiptum við Seaworld Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2018 17:41 Háhyrningahald er umdeilt. Seaworld Bókunarþjónustan Thomas Cook mun hætta sölu á ferðum í sædýragarða þar sem finna má háhyrninga. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu, sem birtist á heimasíðu þess í dag, segir að um 90% allra viðskiptavina Thomas Cook hafi áhyggjur af velferð dýranna. Aðgerðir Thomas Cook beinast að tveimur sædýragörðum; annars vegar Seaworld á Flórída og hins vegar Loro Parque á Tenerife. Haft er eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. Þrátt fyrir að umræddir garðar hafi gripið til ýmissa aðgerða á síðustu misserum til að bæta vist háhyrninganna telji Thomas Cook það ekki duga til. Ferðarisinn hafi fundað með dýraverndunarsamtökum og sérfræðingum sem lýst hafi miklum áhyggjum af aðstæðum dýranna. „Þar að auki bendir endurgjöf frá viðskiptavinum okkar til að um 90% þeirra telji mikilvægt að fyrirtækið hafi velferð dýra í fyrirúmi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ljósi þessarar samstöðu hafi Thomas Cook ekki getað látið skoðanir viðskiptavinanna framhjá sér fara. Seaworld hefur lýst því yfir að sædýragarðurinn muni ekki fá til sín fleiri háhyrninga í framtíðinni. Dýrin sem nú má finna í garðinum verði þar þó áfram - „þar sem viðskiptavinir okkar geta áfram heilsað upp á þau á næstu árum,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu frá Seaworld. Garðurinn muni að sama skapi „halda áfram að bæta aðstæður“ dýranna. Háhyrningahald hefur verið harðlega gagnrýnt á síðustu árum, ekki síst eftir útgáfu myndarinnar Blackfish sem frumsýnd var árið 2013. Þar var fylgst með raunum og vist háhyrningsins Tilikum í Seaworld, en hann drapst í fyrra.Thomas Cook innleiddi nýja dýravelferðarstefnu á síðasta ári. Hún fól meðal annars í sér endurskoðun á því við hvaða dýragarða fyrirtækið verslaði. Endurskoðunin varð til þess að um 29 fyrirtæki lentu á svörtum lista Thomas Cook. Þeim er gert að bæta aðbúnað dýranna, vilji þau að ferðarisinn haldi áfram viðskiptum við garðana. Dýr Tengdar fréttir Seaworld stórtapar á kvikmyndinni Blackfish Hlutabréf garðsins hafa fallið um 56 prósent frá frumsýningu heimildarmyndarinnar. 14. nóvember 2014 16:06 Harry Styles kennt um versnandi orðspor SeaWorld Slæm umfjöllun um garðinn hófst þegar heimildarmyndin Blackfish var frumsýnd. 1. september 2015 16:28 Framkvæmdastjóri SeaWorld segir af sér SeaWorld hefur mistekist að lokka til sín gesti í kjölfar frumsýningar heimildarmyndarinnar Blackfish þar sem meðferð garðsins á háhyrningum er harðlega gagnrýnd. 12. desember 2014 09:49 Íslenski drápshvalurinn Tilikum dauður Tilikum var stórstjarna í lifanda lífi eftir að kvikmyndin Blackfish fór sigurför um heiminn. 6. janúar 2017 16:01 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Bókunarþjónustan Thomas Cook mun hætta sölu á ferðum í sædýragarða þar sem finna má háhyrninga. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu, sem birtist á heimasíðu þess í dag, segir að um 90% allra viðskiptavina Thomas Cook hafi áhyggjur af velferð dýranna. Aðgerðir Thomas Cook beinast að tveimur sædýragörðum; annars vegar Seaworld á Flórída og hins vegar Loro Parque á Tenerife. Haft er eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. Þrátt fyrir að umræddir garðar hafi gripið til ýmissa aðgerða á síðustu misserum til að bæta vist háhyrninganna telji Thomas Cook það ekki duga til. Ferðarisinn hafi fundað með dýraverndunarsamtökum og sérfræðingum sem lýst hafi miklum áhyggjum af aðstæðum dýranna. „Þar að auki bendir endurgjöf frá viðskiptavinum okkar til að um 90% þeirra telji mikilvægt að fyrirtækið hafi velferð dýra í fyrirúmi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ljósi þessarar samstöðu hafi Thomas Cook ekki getað látið skoðanir viðskiptavinanna framhjá sér fara. Seaworld hefur lýst því yfir að sædýragarðurinn muni ekki fá til sín fleiri háhyrninga í framtíðinni. Dýrin sem nú má finna í garðinum verði þar þó áfram - „þar sem viðskiptavinir okkar geta áfram heilsað upp á þau á næstu árum,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu frá Seaworld. Garðurinn muni að sama skapi „halda áfram að bæta aðstæður“ dýranna. Háhyrningahald hefur verið harðlega gagnrýnt á síðustu árum, ekki síst eftir útgáfu myndarinnar Blackfish sem frumsýnd var árið 2013. Þar var fylgst með raunum og vist háhyrningsins Tilikum í Seaworld, en hann drapst í fyrra.Thomas Cook innleiddi nýja dýravelferðarstefnu á síðasta ári. Hún fól meðal annars í sér endurskoðun á því við hvaða dýragarða fyrirtækið verslaði. Endurskoðunin varð til þess að um 29 fyrirtæki lentu á svörtum lista Thomas Cook. Þeim er gert að bæta aðbúnað dýranna, vilji þau að ferðarisinn haldi áfram viðskiptum við garðana.
Dýr Tengdar fréttir Seaworld stórtapar á kvikmyndinni Blackfish Hlutabréf garðsins hafa fallið um 56 prósent frá frumsýningu heimildarmyndarinnar. 14. nóvember 2014 16:06 Harry Styles kennt um versnandi orðspor SeaWorld Slæm umfjöllun um garðinn hófst þegar heimildarmyndin Blackfish var frumsýnd. 1. september 2015 16:28 Framkvæmdastjóri SeaWorld segir af sér SeaWorld hefur mistekist að lokka til sín gesti í kjölfar frumsýningar heimildarmyndarinnar Blackfish þar sem meðferð garðsins á háhyrningum er harðlega gagnrýnd. 12. desember 2014 09:49 Íslenski drápshvalurinn Tilikum dauður Tilikum var stórstjarna í lifanda lífi eftir að kvikmyndin Blackfish fór sigurför um heiminn. 6. janúar 2017 16:01 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Seaworld stórtapar á kvikmyndinni Blackfish Hlutabréf garðsins hafa fallið um 56 prósent frá frumsýningu heimildarmyndarinnar. 14. nóvember 2014 16:06
Harry Styles kennt um versnandi orðspor SeaWorld Slæm umfjöllun um garðinn hófst þegar heimildarmyndin Blackfish var frumsýnd. 1. september 2015 16:28
Framkvæmdastjóri SeaWorld segir af sér SeaWorld hefur mistekist að lokka til sín gesti í kjölfar frumsýningar heimildarmyndarinnar Blackfish þar sem meðferð garðsins á háhyrningum er harðlega gagnrýnd. 12. desember 2014 09:49
Íslenski drápshvalurinn Tilikum dauður Tilikum var stórstjarna í lifanda lífi eftir að kvikmyndin Blackfish fór sigurför um heiminn. 6. janúar 2017 16:01