Stjarnan var á einni af rúmlega 2600 gangstéttarhellum sem hafa verið lagðar í götuna til að minnast goðsagna úr heimi skemmtanaiðnaðarins. Þessi kafli götunnar er þekktur sem Frægðarstígurinn.
Vísir greindi frá skemmdarverkunum á stjörnunni í vikunni og sýndi einnig myndband af manni mölva stjörnu Trumps með haka.
Dægurmálamiðillinn TMZ greinir frá því að lögregla Los Angeles borgar og eigendur Frægðarstígsins hafi tekið þá ákvörðun að fjarlægja ekki hina umdeildu stjörnu þrátt fyrir vandamálin sem hún veldur þeim reglulega.
Þetta er ekki fyrsta árásin á stjörnu Trumps í Hollywood. Fyrir tveimur árum réðst maður til atlögu með haka og loftpressu til að reyna að fjarlægja nafn Trumps af gangstéttinni.
Harkaleg slagsmál brutust út á Frægðarstígnum vegna stjörnunnar í vikunni. Hér má sjá myndband TMZ frá átökunum.