Telur Laugardal svívirtan meðan á Secret Solstice stendur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2018 20:30 Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum. Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefur verið haldin fimm ár í röð í Laugardalnum. Í sumar voru um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson íbúi í hverfinu vonar að hún verði ekki aftur haldin í dalnum. „Íbúar treysta á að borgarfulltrúar leyfi ekki að hátíðin verðu haldin aftur hér í dalnum,“ segir hann.Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, íbúi í Laugardalnum.Skjáskot/Stöð2Hann segir margs konar ónæði stafa frá hátíðinni. „Þetta er útihátíð haldin í miðri íbúabyggð, hér eru þrír leikskólar og fjóra grunnskólar og hún er haldin á íþróttasvæði, sem nú er að hluta til ónýtt eftir,“ segir hann. Þá segir hann mikið um eiturlyfjaneyslu og áhöld eftir hana finnist víða. „Þarna eru að finnast tól til eiturlyfjaneyslu á leikskólum og í nærliggjandi görðum. Auk annars rusls.Í raun er hægt að segja að dalurinn sé svívirtur á og í kringum hátíðina,“ segir hann. Vilhjálmur segir jafnframt mikinn hávaða stafa frá hátíðinni. „Eldra fólk og fólk með lítil börn flýja heimili sín áður en hátíðin hefst vegna hávaða. Þá fara áhyggjufullir foreldrar með unglinga sína af heimilium sínum því þeir vilja ekki að börnin sín fari á hátíðina,“ segir hann. Hann segir að skipuleggjendur hafi sýnt þessum athugasemdum fálæti og hafi sagt að hátíðin sé ekki haldin í hagnaðarskini. Hann efast um að það sé raunin. „Þannig voru tekjur af þessari hátíð 2016 hálfur milljarður en launakostnaður var um 12 milljónir króna, “ segir Vilhjálmur að lokum.Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum.Vísir Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Óskað hefur verið eftir umsögnum íþróttafélaga og foreldra- og íbúasamtaka vegna tónlistarhátíðarinnar. 26. júní 2018 22:15 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum. Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefur verið haldin fimm ár í röð í Laugardalnum. Í sumar voru um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson íbúi í hverfinu vonar að hún verði ekki aftur haldin í dalnum. „Íbúar treysta á að borgarfulltrúar leyfi ekki að hátíðin verðu haldin aftur hér í dalnum,“ segir hann.Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, íbúi í Laugardalnum.Skjáskot/Stöð2Hann segir margs konar ónæði stafa frá hátíðinni. „Þetta er útihátíð haldin í miðri íbúabyggð, hér eru þrír leikskólar og fjóra grunnskólar og hún er haldin á íþróttasvæði, sem nú er að hluta til ónýtt eftir,“ segir hann. Þá segir hann mikið um eiturlyfjaneyslu og áhöld eftir hana finnist víða. „Þarna eru að finnast tól til eiturlyfjaneyslu á leikskólum og í nærliggjandi görðum. Auk annars rusls.Í raun er hægt að segja að dalurinn sé svívirtur á og í kringum hátíðina,“ segir hann. Vilhjálmur segir jafnframt mikinn hávaða stafa frá hátíðinni. „Eldra fólk og fólk með lítil börn flýja heimili sín áður en hátíðin hefst vegna hávaða. Þá fara áhyggjufullir foreldrar með unglinga sína af heimilium sínum því þeir vilja ekki að börnin sín fari á hátíðina,“ segir hann. Hann segir að skipuleggjendur hafi sýnt þessum athugasemdum fálæti og hafi sagt að hátíðin sé ekki haldin í hagnaðarskini. Hann efast um að það sé raunin. „Þannig voru tekjur af þessari hátíð 2016 hálfur milljarður en launakostnaður var um 12 milljónir króna, “ segir Vilhjálmur að lokum.Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum.Vísir
Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Óskað hefur verið eftir umsögnum íþróttafélaga og foreldra- og íbúasamtaka vegna tónlistarhátíðarinnar. 26. júní 2018 22:15 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39
Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13
Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57
Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Óskað hefur verið eftir umsögnum íþróttafélaga og foreldra- og íbúasamtaka vegna tónlistarhátíðarinnar. 26. júní 2018 22:15