Þjálfari Selfoss býðst til að hjálpa til við leit að eftirmanni sínum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2018 09:45 Gunnar Borgþórsson er í fallsæti með gott lið Selfyssinga. vísir/valli Selfoss heldur áfram að valda vonbrigðum í Inkasso-deild karla í fótbolta en liðið er í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar eftir þrettán umferðir. Selfyssingar töpuðu í gær mikilvægum fallbaráttuslag gegn ÍR í Breiðholtinu þar sem að Breiðhyltinar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og tryggðu sér sigurinn, 3-2. Selfoss-liðið ætlaði sér mun stærri hluti í sumar en fallbaráttu líkt og framan af síðustu leiktíð en það hefur fengið góðan liðsstyrk og er ekki með mannskap til að vera við botninn. Nú síðast fékk það króatíska framherjann Hrvje Tokic frá Breiðabliki.Aftur að bjóðast til að hætta „Við erum flott félag og erum engan veginn sáttir við þetta. Það fyrsta sem ég geri er að taka upp símann, hringja í stjórnina og segja þeim að við þurfum að gera eitthvað,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, svekktur í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn í gær. „Við þurfum að ná í þessa leikmenn sem við viljum til að styrkja liðið. Ef við þurfum einhvern annan til að stýra þessu og hvetja áfram leikmenn þá er það ekkert mál mín vegna,“ bætti hann við. Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Gunnar hálfpartinn býðst til að stíga frá borði vegna dapurs árangurs liðsins. Í viðtali við Fótbolti.net eftir 2-0 tap gegn Skaganum í byrjun júlí sagði hann: „Við höfum farið undir alla steina og undir þessum steinum þarf maður að finna svör. Ef eitt af þessum svörum er að henda kallinum út þá er ég fyrsti maður til að stíga til hliðar.“Heldur að hann stýri næsta leik En, aftur að leiknum í Mjóddinni í gærkvöldi. Selfyssingar eru nú búnir að tapa sex af síðustu átta leikjum og fá fjögur stig af 24 mögulegum eftir að vinna tvo leiki í röð í lok maí og byrjun júní. Útlitið er ekki gott. „Ég hef sagt það áður að þetta snýst um félagið. Þetta snýst ekki um einhvern einn karl. Ég vildi óska þess að ég hefði getað spilað þessar síðustu þrjár mínútur því ég hefði gert allt sem ég hefði getað til að klára þetta,“ sagði Gunnar í gærkvöldi. Gunnar, sem fór tvívegis með kvennalið Selfoss í úrslitaleik bikarsins áður en hann tók við karlaliðinu, býst við því að stýra sínum mönnum í næsta leik en hann ætlar meira að segja að hjálpa til við að finna betri mann ef hann er til. „Já, ég held að ég verði þjálfari í næsta leik nema að við finnum eitthvað betra. Ég fer í það að hjálpa að leita að einhverjum betri manni, ekki spurning. Ef við finnum eitthvað betra verður Gunni Borgþórs ekki þjálfari Selfoss í næsta leik,“ sagði hann. „Ef við finnum einhvern sem getur haldið áfram að byggja upp og mótivera strákana, þá verð ég ekki þarna. Það er bara þannig,“ sagði Gunnar Borgþórsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur ÍR | Öll úrslit kvöldsins Mikil dramatík var í leikjum kvöldsins í Inkasso-deild karla en fjögur mörk voru skoruð í uppbótartíma í tveimur af fjórum leikjum kvöldsins. 26. júlí 2018 21:20 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Selfoss heldur áfram að valda vonbrigðum í Inkasso-deild karla í fótbolta en liðið er í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar eftir þrettán umferðir. Selfyssingar töpuðu í gær mikilvægum fallbaráttuslag gegn ÍR í Breiðholtinu þar sem að Breiðhyltinar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og tryggðu sér sigurinn, 3-2. Selfoss-liðið ætlaði sér mun stærri hluti í sumar en fallbaráttu líkt og framan af síðustu leiktíð en það hefur fengið góðan liðsstyrk og er ekki með mannskap til að vera við botninn. Nú síðast fékk það króatíska framherjann Hrvje Tokic frá Breiðabliki.Aftur að bjóðast til að hætta „Við erum flott félag og erum engan veginn sáttir við þetta. Það fyrsta sem ég geri er að taka upp símann, hringja í stjórnina og segja þeim að við þurfum að gera eitthvað,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, svekktur í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn í gær. „Við þurfum að ná í þessa leikmenn sem við viljum til að styrkja liðið. Ef við þurfum einhvern annan til að stýra þessu og hvetja áfram leikmenn þá er það ekkert mál mín vegna,“ bætti hann við. Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Gunnar hálfpartinn býðst til að stíga frá borði vegna dapurs árangurs liðsins. Í viðtali við Fótbolti.net eftir 2-0 tap gegn Skaganum í byrjun júlí sagði hann: „Við höfum farið undir alla steina og undir þessum steinum þarf maður að finna svör. Ef eitt af þessum svörum er að henda kallinum út þá er ég fyrsti maður til að stíga til hliðar.“Heldur að hann stýri næsta leik En, aftur að leiknum í Mjóddinni í gærkvöldi. Selfyssingar eru nú búnir að tapa sex af síðustu átta leikjum og fá fjögur stig af 24 mögulegum eftir að vinna tvo leiki í röð í lok maí og byrjun júní. Útlitið er ekki gott. „Ég hef sagt það áður að þetta snýst um félagið. Þetta snýst ekki um einhvern einn karl. Ég vildi óska þess að ég hefði getað spilað þessar síðustu þrjár mínútur því ég hefði gert allt sem ég hefði getað til að klára þetta,“ sagði Gunnar í gærkvöldi. Gunnar, sem fór tvívegis með kvennalið Selfoss í úrslitaleik bikarsins áður en hann tók við karlaliðinu, býst við því að stýra sínum mönnum í næsta leik en hann ætlar meira að segja að hjálpa til við að finna betri mann ef hann er til. „Já, ég held að ég verði þjálfari í næsta leik nema að við finnum eitthvað betra. Ég fer í það að hjálpa að leita að einhverjum betri manni, ekki spurning. Ef við finnum eitthvað betra verður Gunni Borgþórs ekki þjálfari Selfoss í næsta leik,“ sagði hann. „Ef við finnum einhvern sem getur haldið áfram að byggja upp og mótivera strákana, þá verð ég ekki þarna. Það er bara þannig,“ sagði Gunnar Borgþórsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur ÍR | Öll úrslit kvöldsins Mikil dramatík var í leikjum kvöldsins í Inkasso-deild karla en fjögur mörk voru skoruð í uppbótartíma í tveimur af fjórum leikjum kvöldsins. 26. júlí 2018 21:20 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Ótrúlegur sigur ÍR | Öll úrslit kvöldsins Mikil dramatík var í leikjum kvöldsins í Inkasso-deild karla en fjögur mörk voru skoruð í uppbótartíma í tveimur af fjórum leikjum kvöldsins. 26. júlí 2018 21:20