Stofnandi Napster einn af fjárfestum í lúxushóteli nærri Höfn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 14:14 Sean Parker stofnaði Napster árið 1999. vísir/getty Sean Parker, stofnandi skráardeilingarforritsins Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, og kona hans Alexandra Lenas eru á meðal fjárfesta í nýju hóteli sem til stendur að byggja á jörðinni Svínhólum, skammt frá Höfn í Hornafirði. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag en hótelið er fjárfestingarverkefni Áslaugar Magnúsdóttur, fjárfestis og stofnanda tískufyrirtækisins Moda Operandi. Sean Parker var um tvítugt þegar hann stofnaði Napster og varð fljótt þekktur innan sem og utan tæknigeirans. Hann varð síðan stjórnarformaður Facebook þegar það fyrirtæki hafði aðeins verið til í um fimm mánuði. Árið 2010 fjárfesti Parker síðan í Spotify fyrir um 15 milljónir dollara en hann situr í stjórn fyrirtækisins.120 manna lúxushótel með áherslu á heilsu og vellíðan Þó nokkuð hefur verið fjallað um þá uppbyggingu sem Áslaug hyggur á í Austur-Skaftafellssýslu en til stendur að reisa þar sjálfbært hátæknivætt framtíðarsamfélag í sátt við umhverfið fyrir milljarða króna. Verður það gert undir merkjum þróunarfélagsins ONE, að því er greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í sumar. Lúxushótelið sem til stendur að byggja er 120 manna hótel ásamt 20 minni húsum í svipuðum stíl á lóðum í kringum hótelið. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Áslaug að á hótelinu verði lögð áhersla á heilsu og vellíðan. Þar verði mikið lagt upp úr hollum matt og þá verður hægt að fara í góðar dekurmeðferðir þar. Jakob Frímann Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunarfélagsins sem er með fleiri verkefni í deiglunni fyrir austan en Jakob hefur sagt að ekki sé tímabært að upplýsa um aðra áfanga verkefnisins að svo stöddu.Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrirhugaða uppbyggingu á Svínhólum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Jakob Frímann leitar á ný mið Miðborgarstjóri tekur við sem framkvæmdastjóri hjá ONE, nýju þróunarfélagi. 23. júní 2018 08:15 Lúxusupplifun á landsbyggðinni Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Sean Parker, stofnandi skráardeilingarforritsins Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, og kona hans Alexandra Lenas eru á meðal fjárfesta í nýju hóteli sem til stendur að byggja á jörðinni Svínhólum, skammt frá Höfn í Hornafirði. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag en hótelið er fjárfestingarverkefni Áslaugar Magnúsdóttur, fjárfestis og stofnanda tískufyrirtækisins Moda Operandi. Sean Parker var um tvítugt þegar hann stofnaði Napster og varð fljótt þekktur innan sem og utan tæknigeirans. Hann varð síðan stjórnarformaður Facebook þegar það fyrirtæki hafði aðeins verið til í um fimm mánuði. Árið 2010 fjárfesti Parker síðan í Spotify fyrir um 15 milljónir dollara en hann situr í stjórn fyrirtækisins.120 manna lúxushótel með áherslu á heilsu og vellíðan Þó nokkuð hefur verið fjallað um þá uppbyggingu sem Áslaug hyggur á í Austur-Skaftafellssýslu en til stendur að reisa þar sjálfbært hátæknivætt framtíðarsamfélag í sátt við umhverfið fyrir milljarða króna. Verður það gert undir merkjum þróunarfélagsins ONE, að því er greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í sumar. Lúxushótelið sem til stendur að byggja er 120 manna hótel ásamt 20 minni húsum í svipuðum stíl á lóðum í kringum hótelið. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Áslaug að á hótelinu verði lögð áhersla á heilsu og vellíðan. Þar verði mikið lagt upp úr hollum matt og þá verður hægt að fara í góðar dekurmeðferðir þar. Jakob Frímann Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunarfélagsins sem er með fleiri verkefni í deiglunni fyrir austan en Jakob hefur sagt að ekki sé tímabært að upplýsa um aðra áfanga verkefnisins að svo stöddu.Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrirhugaða uppbyggingu á Svínhólum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Jakob Frímann leitar á ný mið Miðborgarstjóri tekur við sem framkvæmdastjóri hjá ONE, nýju þróunarfélagi. 23. júní 2018 08:15 Lúxusupplifun á landsbyggðinni Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00
Jakob Frímann leitar á ný mið Miðborgarstjóri tekur við sem framkvæmdastjóri hjá ONE, nýju þróunarfélagi. 23. júní 2018 08:15
Lúxusupplifun á landsbyggðinni Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins. 30. júní 2018 07:00