Segir kærur vegna ólöglegrar vinnu barna og ungmenna daga uppi hjá lögreglu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2018 19:15 Björn Þór Rögnvaldsson, deildarstjóri lögfræðideildar Vinnueftirlitsins Skáskot/Stöð 2 Rúmlega 430 börn hafa lent í vinnuslysi hér á landi á undanförnum árum og í mörgum tilvikum gerast slysin á vinnustöðum þar sem börn mega ekki vera við störf. Kærur Vinnueftlirlitsins vegna slíkra mála virðast daga uppi hjá lögreglu að sögn lögfræðings sem kallar eftir hertari reglum.Í vikunni fjallaði Vísir um 15 ára gamlan starfsmann Gámaþjónustu Norðurlands sem lenti í slysi er hann notaði pressugám við vinnu. Ljóst er að atvinnurekendum Gámaþjónustunnar hafi verið óheimilt að ráða starfsmann á þessum aldri.Skjáskot úr fréttMjög skýr ákvæði eru um vinnu barna og ungmenna en þar kemur fram að barn undir 15 ára aldri má ekki ráða í vinnu nema annað sé tekið fram. Ungmenni sem náð hafa 15 ára aldri megi þá ekki ráða til starfa þar sem unnið er með hættuleg tæki og efni, þar sem lyfta þurfi þungum byrðum og alls ekki þar sem hann þurfi að vinna einsamall, til að mynda í söluturnum og bensínstöðum. Lögfræðingur Vinnueftirlitsins segir alvarlegt og allt of algengt að barn sé ráðið til vinnu sem er ólögleg, en ófá slys hafa orðið á börnum og ungmennum við vinnu „Það er allt of algengt að börn lendi í vinnuslysum. Of algengt,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, deildarstjóri lögfræðideildar Vinnueftirlitsins. „Þegar slys er tilkynnt til Vinnueftirlitsins fer af stað rannsókn hjá okkur. Eftirlitsmaður og fleiri sérfærðingar fara á vettvang og rannsaka slysið,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu.Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá VinnueftirlitinuSkjáskot úr fréttÍ kjölfar tilkynningar gefur Vinnueftirlitið út kæru sem að sögn Björns virðist lenda neðarlega á lista lögreglu. „Þessi mál virðast lenda neðarlega á listum hjá lögreglunni. Það má segja það að meginreglan sé sú að kærur Vinnueftirlitsins vegna alvarlegra brota á vinnuverndarlöggjöfinni dagi upp hjá lögreglunni. Málin hreinlega fyrnast hjá lögreglunni sem skýrist af því að refsiramminn er afskaplega lítill hvað varðar brot á vinnuverndarlögum, en brotin varða einungis sektum. Einnig dagi þau uppi án skýringar. Ákæra er ekki gefin út,“ segir Björn. Hann segir að hækka þurfi sektir og herða þar með refsingar á slíkum brotum, en að sögn Björns mun Vinnueftirlitið koma með tillögur að slíkum refsingum í haust. Börn og uppeldi Kjaramál Tengdar fréttir Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Rúmlega 430 börn hafa lent í vinnuslysi hér á landi á undanförnum árum og í mörgum tilvikum gerast slysin á vinnustöðum þar sem börn mega ekki vera við störf. Kærur Vinnueftlirlitsins vegna slíkra mála virðast daga uppi hjá lögreglu að sögn lögfræðings sem kallar eftir hertari reglum.Í vikunni fjallaði Vísir um 15 ára gamlan starfsmann Gámaþjónustu Norðurlands sem lenti í slysi er hann notaði pressugám við vinnu. Ljóst er að atvinnurekendum Gámaþjónustunnar hafi verið óheimilt að ráða starfsmann á þessum aldri.Skjáskot úr fréttMjög skýr ákvæði eru um vinnu barna og ungmenna en þar kemur fram að barn undir 15 ára aldri má ekki ráða í vinnu nema annað sé tekið fram. Ungmenni sem náð hafa 15 ára aldri megi þá ekki ráða til starfa þar sem unnið er með hættuleg tæki og efni, þar sem lyfta þurfi þungum byrðum og alls ekki þar sem hann þurfi að vinna einsamall, til að mynda í söluturnum og bensínstöðum. Lögfræðingur Vinnueftirlitsins segir alvarlegt og allt of algengt að barn sé ráðið til vinnu sem er ólögleg, en ófá slys hafa orðið á börnum og ungmennum við vinnu „Það er allt of algengt að börn lendi í vinnuslysum. Of algengt,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, deildarstjóri lögfræðideildar Vinnueftirlitsins. „Þegar slys er tilkynnt til Vinnueftirlitsins fer af stað rannsókn hjá okkur. Eftirlitsmaður og fleiri sérfærðingar fara á vettvang og rannsaka slysið,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu.Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá VinnueftirlitinuSkjáskot úr fréttÍ kjölfar tilkynningar gefur Vinnueftirlitið út kæru sem að sögn Björns virðist lenda neðarlega á lista lögreglu. „Þessi mál virðast lenda neðarlega á listum hjá lögreglunni. Það má segja það að meginreglan sé sú að kærur Vinnueftirlitsins vegna alvarlegra brota á vinnuverndarlöggjöfinni dagi upp hjá lögreglunni. Málin hreinlega fyrnast hjá lögreglunni sem skýrist af því að refsiramminn er afskaplega lítill hvað varðar brot á vinnuverndarlögum, en brotin varða einungis sektum. Einnig dagi þau uppi án skýringar. Ákæra er ekki gefin út,“ segir Björn. Hann segir að hækka þurfi sektir og herða þar með refsingar á slíkum brotum, en að sögn Björns mun Vinnueftirlitið koma með tillögur að slíkum refsingum í haust.
Börn og uppeldi Kjaramál Tengdar fréttir Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54