Pepsi-mörkin: Keflavík að ganga í gegnum helvíti Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2018 12:00 Keflvíkingar eru enn án sigurs í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir 3-0 tap gegn Grindavík í gærkvöldi í lokaleik 13. umferðar. Keflavík er með þrjú stig eftir þrettán leiki. Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport, spurði sérfræðinga sína Reyni Leósson og Frey Alexandersson í þætti gærkvöldsins hvort einhver í þessu liði væri hreinlega nógu góður fyrir deildina. „Það eru nokkrir leikmenn í liðinu sem eru nógu góðir fyrir Pepsi-deildina en það eru líka fullt af strákum þarna sem eru ekki tilbúnir og það er verið að blóðga þá,“ svaraði Freyr Alexandersson. „Þeir eru að ganga í gegnum helvíti. Það er bara þannig. Það gengur ekkert upp, þeir eru svo gott sem fallnir og ekki búnir að skora mark síðan 4. júní.“ Freyr sagði ósanngjarnt að meta hvern og einn leikmann í þessu liði miðað við það sem er í gangi en Suðurnesjamenn verða að fara að rífa sig í gang. „Það er ekki hægt að dæma einstaklingana í þessu liði því akkurat núna er þetta ekkert lið. Það sem að Eysteinn er að reyna að gera er að búa til betra lið og að reyna að fá samfélagið með sér,“ sagði Freyr. „Það skiptir máli því Keflavík er stolt samfélag og þeir verða að fara út úr þessu móti með stolti hvort sem að þeir haldi sér uppi eða ekki.“ Reynir Leósson tók undir með Frey en finnst þó algjört lágmark að Keflavíkurliðið sýni baráttuanda. Það er það minnsta sem hægt er að gera miðað við hvernig staðan er. „Eitt finnst mér vanta. Þú getur alltaf sett hjarta í þetta á vellinum. Keflavík er aldrei að fara að bjarga sér og er ekki að fara að vinna marga leiki í sumar. Mér finnst vanta hjarta og baráttu. Ef þeir koma með það inn á völlinn geta þeir gengið svona sæmilega stoltir frá borði,“ sagði Reynir Leósson. Alla umræðuna má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: „Átakanlegt“ að horfa á Viðar Ara í Kópavoginum Viðar Ari Jónsson fékk útreið í Pepsi-mörkunum eftir slæman dag á skrifstofunni. 24. júlí 2018 10:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Keflavík 3-0 | Hrakfarir Keflavíkur halda áfram Grindavík er komið aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn eftir þrjá tapleiki í röð en Keflvíkingar eiga enn eftir að vinna sigur á tímabilinu. 23. júlí 2018 22:30 Eysteinn Húni: Megum ekki fara í neina sjálfsvorkunn "Þetta er mjög súrt og óþolandi en ég verð að taka ábyrgðina á þessu. Ég ákvað að keyra inn í leikinn, fara ofar með liðið og í byrjun leiks fáum við tækifæri. Ef við hefðum skorað þá hefði þetta verið breyttur leikur.“ 23. júlí 2018 21:45 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Keflvíkingar eru enn án sigurs í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir 3-0 tap gegn Grindavík í gærkvöldi í lokaleik 13. umferðar. Keflavík er með þrjú stig eftir þrettán leiki. Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport, spurði sérfræðinga sína Reyni Leósson og Frey Alexandersson í þætti gærkvöldsins hvort einhver í þessu liði væri hreinlega nógu góður fyrir deildina. „Það eru nokkrir leikmenn í liðinu sem eru nógu góðir fyrir Pepsi-deildina en það eru líka fullt af strákum þarna sem eru ekki tilbúnir og það er verið að blóðga þá,“ svaraði Freyr Alexandersson. „Þeir eru að ganga í gegnum helvíti. Það er bara þannig. Það gengur ekkert upp, þeir eru svo gott sem fallnir og ekki búnir að skora mark síðan 4. júní.“ Freyr sagði ósanngjarnt að meta hvern og einn leikmann í þessu liði miðað við það sem er í gangi en Suðurnesjamenn verða að fara að rífa sig í gang. „Það er ekki hægt að dæma einstaklingana í þessu liði því akkurat núna er þetta ekkert lið. Það sem að Eysteinn er að reyna að gera er að búa til betra lið og að reyna að fá samfélagið með sér,“ sagði Freyr. „Það skiptir máli því Keflavík er stolt samfélag og þeir verða að fara út úr þessu móti með stolti hvort sem að þeir haldi sér uppi eða ekki.“ Reynir Leósson tók undir með Frey en finnst þó algjört lágmark að Keflavíkurliðið sýni baráttuanda. Það er það minnsta sem hægt er að gera miðað við hvernig staðan er. „Eitt finnst mér vanta. Þú getur alltaf sett hjarta í þetta á vellinum. Keflavík er aldrei að fara að bjarga sér og er ekki að fara að vinna marga leiki í sumar. Mér finnst vanta hjarta og baráttu. Ef þeir koma með það inn á völlinn geta þeir gengið svona sæmilega stoltir frá borði,“ sagði Reynir Leósson. Alla umræðuna má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: „Átakanlegt“ að horfa á Viðar Ara í Kópavoginum Viðar Ari Jónsson fékk útreið í Pepsi-mörkunum eftir slæman dag á skrifstofunni. 24. júlí 2018 10:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Keflavík 3-0 | Hrakfarir Keflavíkur halda áfram Grindavík er komið aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn eftir þrjá tapleiki í röð en Keflvíkingar eiga enn eftir að vinna sigur á tímabilinu. 23. júlí 2018 22:30 Eysteinn Húni: Megum ekki fara í neina sjálfsvorkunn "Þetta er mjög súrt og óþolandi en ég verð að taka ábyrgðina á þessu. Ég ákvað að keyra inn í leikinn, fara ofar með liðið og í byrjun leiks fáum við tækifæri. Ef við hefðum skorað þá hefði þetta verið breyttur leikur.“ 23. júlí 2018 21:45 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Pepsi-mörkin: „Átakanlegt“ að horfa á Viðar Ara í Kópavoginum Viðar Ari Jónsson fékk útreið í Pepsi-mörkunum eftir slæman dag á skrifstofunni. 24. júlí 2018 10:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Keflavík 3-0 | Hrakfarir Keflavíkur halda áfram Grindavík er komið aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn eftir þrjá tapleiki í röð en Keflvíkingar eiga enn eftir að vinna sigur á tímabilinu. 23. júlí 2018 22:30
Eysteinn Húni: Megum ekki fara í neina sjálfsvorkunn "Þetta er mjög súrt og óþolandi en ég verð að taka ábyrgðina á þessu. Ég ákvað að keyra inn í leikinn, fara ofar með liðið og í byrjun leiks fáum við tækifæri. Ef við hefðum skorað þá hefði þetta verið breyttur leikur.“ 23. júlí 2018 21:45