Dönsuðu við ræningjana Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. júlí 2018 06:00 „Sjórán voru á þessum tíma álitin nokkuð heiðvirð starfsemi,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur. VÍSIR/VILHELM Þann 23. júlí 1808 kom enskt víkingaskip búið 23 fallbyssum til landsins í því skyni að ræna þeim verðmætum sem hér kynnu að finnast. Kvaðst foringi sjóræningjana, Thomas Gilpin, vera óvinur Danakonungs og hefði hann í hyggju ræna eignum konungs hér á landi. Sjóræningjarnir tóku land í Hafnarfirði og hófu fjársjóðsleit þar en héldu svo til Bessastaða. Ekki hafðist neitt upp úr krafsinu á hvorugum þessara staða og héldu skipverjar því til Reykjavíkur, fundu þar landfógeta og neyddu hann til að vísa þeim á fjárhirslu konungs. Embættismenn sem komið höfðu saman til neyðarfundar sáu fljótt að ekki þýddi að sýna mótspyrnu. Úr fjárhirslunni hirti Gilpin allt sem í henni var; 37 þúsund dali. Hann varð þó fyrir vonbrigðum með alla seðlana sem hann taldi alveg verðlausa og heimtaði silfurpeninga af kaupmönnum, ella myndi hann hirða af þeim alla vöru. Á meðan kaupmenn reyndu að smala saman því silfri sem þeir gátu fundið, fór sjóræningjaflokkurinn um nærliggjandi sveitir í leit að verðmætum. Svo var slegið upp dansi og bæjarbúar dönsuðu við ræningja sína tvær nætur. Það orð fór af Gilpin og ræningjaflokki hans að þeir væru kurteisir menn. Kaupmönnum tókst að safna saman töluverðu fé eða um 6.700 ríkisdölum og fóru sjóræningjarnir með þá og önnur verðmæti sem þeir höfðu skrapað saman og yfirgáfu landið 8. ágúst eftir tveggja vikna dvöl. „Gilpinsránið er svona dæmigerður merkilegur atburður sem fellur fullkomlega í skuggann af öðrum merkisatburðum sem verða á sama tíma,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur. Hann segir Jörund sem tók land hér ári síðar hafa stolið senunni í sögubókunum enda svo miklu meiri dramatík í kringum han og fyrir vikið gleymi allir Gilpin og sjóráninu hans. „Ef Jörundur hefði nú bara farist á sjó áður en hann kom hingað þá hefði Gilpinsránið eflaust fengið meiri athygli og sess í sögunni, krakkar hefðu lært um hann í skólum og þar fram eftir götunum.“ Stefán segir málinu þó ekki hafa lokið með brottför sjóræningjana enda hafi sprottið af málinu dómsmál og sjóránið dæmt ólögmætt. „Sjórán voru á þessum tíma álitin nokkuð heiðvirð starfsemi og menn sóttu um leyfi til sjórána. Slíkt leyfi hafði Gilpin fengið hjá bresku krúnunni og taldist því löggiltur sjóræningi,“ segir Stefán. Hann segir ólögmæti sjóránsins hins vegar hafa falist í því að Íslendingar hafi verið of varnarlausir, leikurinn ójafn og sjóránið því í raun með öllu ósanngjarnt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Þann 23. júlí 1808 kom enskt víkingaskip búið 23 fallbyssum til landsins í því skyni að ræna þeim verðmætum sem hér kynnu að finnast. Kvaðst foringi sjóræningjana, Thomas Gilpin, vera óvinur Danakonungs og hefði hann í hyggju ræna eignum konungs hér á landi. Sjóræningjarnir tóku land í Hafnarfirði og hófu fjársjóðsleit þar en héldu svo til Bessastaða. Ekki hafðist neitt upp úr krafsinu á hvorugum þessara staða og héldu skipverjar því til Reykjavíkur, fundu þar landfógeta og neyddu hann til að vísa þeim á fjárhirslu konungs. Embættismenn sem komið höfðu saman til neyðarfundar sáu fljótt að ekki þýddi að sýna mótspyrnu. Úr fjárhirslunni hirti Gilpin allt sem í henni var; 37 þúsund dali. Hann varð þó fyrir vonbrigðum með alla seðlana sem hann taldi alveg verðlausa og heimtaði silfurpeninga af kaupmönnum, ella myndi hann hirða af þeim alla vöru. Á meðan kaupmenn reyndu að smala saman því silfri sem þeir gátu fundið, fór sjóræningjaflokkurinn um nærliggjandi sveitir í leit að verðmætum. Svo var slegið upp dansi og bæjarbúar dönsuðu við ræningja sína tvær nætur. Það orð fór af Gilpin og ræningjaflokki hans að þeir væru kurteisir menn. Kaupmönnum tókst að safna saman töluverðu fé eða um 6.700 ríkisdölum og fóru sjóræningjarnir með þá og önnur verðmæti sem þeir höfðu skrapað saman og yfirgáfu landið 8. ágúst eftir tveggja vikna dvöl. „Gilpinsránið er svona dæmigerður merkilegur atburður sem fellur fullkomlega í skuggann af öðrum merkisatburðum sem verða á sama tíma,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur. Hann segir Jörund sem tók land hér ári síðar hafa stolið senunni í sögubókunum enda svo miklu meiri dramatík í kringum han og fyrir vikið gleymi allir Gilpin og sjóráninu hans. „Ef Jörundur hefði nú bara farist á sjó áður en hann kom hingað þá hefði Gilpinsránið eflaust fengið meiri athygli og sess í sögunni, krakkar hefðu lært um hann í skólum og þar fram eftir götunum.“ Stefán segir málinu þó ekki hafa lokið með brottför sjóræningjana enda hafi sprottið af málinu dómsmál og sjóránið dæmt ólögmætt. „Sjórán voru á þessum tíma álitin nokkuð heiðvirð starfsemi og menn sóttu um leyfi til sjórána. Slíkt leyfi hafði Gilpin fengið hjá bresku krúnunni og taldist því löggiltur sjóræningi,“ segir Stefán. Hann segir ólögmæti sjóránsins hins vegar hafa falist í því að Íslendingar hafi verið of varnarlausir, leikurinn ójafn og sjóránið því í raun með öllu ósanngjarnt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira