Óli Kristjáns: Asnalegt að nota það sem afsökun fyrir þessu tapi Magnús Ellert Bjarnason skrifar 22. júlí 2018 22:27 Ólafur á mikið verk fyrir höndum. vísir/bára Fyrr í kvöld tapaði FH með þriggja marka mun gegn Breiðablik, 4-1, og stimplaði sig þar með sennilega úr titilbaráttu Pepsi-deildarinnar. Þjálfari liðsins, Ólafur Kristjánsson, var í leikslok spurður hvað hefði gerst hjá sínu liði í síðari hálfleik. Eftir að Robbie Crawford jafnaði metin á 53. mínútu var ekki sjón að sjá lið FH. Breiðablik gekk á lagið; skoraði þrjú mörk á tiltölulega stuttum kafla og sigldi þægilegum sigri í höfn. „Það sem gerist er í raun það að við byrjum seinni hálfleikinn vel. Við erum að herja á þá og náum að jafna. Síðan eigum við skot sem Gulli ver frábærlega og hélt hann blikanum á floti þar. Eftir það fáum við á okkur annað mark úr föstu leikatriði, sem er mjög fúlt." „Þá þurftum við að reyna að sækja og jafna leikin en þá hlaupa þeir einfaldlega yfir okkur. Við vissum það fyrir leikinn að leikmenn Breiðabliks eru gríðarlega fljótir fram á við og skeinuhættir í skyndisóknum og þeir refsuðu okkur grimmilega í kvöld,” var svar Óla við þeirri spurningu. Voru leikmenn FH þreyttir eftir leikina tvo í forkeppni Evrópudeildarinnar? „Það þýðir ekkert að nota svoleiðis afsökun. Það getur vel verið að það hafi verið einhver þreyta í mínum leikmönnum en það er bara asnalegt að nota það sem afsökun fyrir þessu tapi, “ sagði Ólafur. Geoffrey Castillon var ekki í leikmannahóp FH í kvöld. Hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir liðið „Castillon er í Hollandi. Konan hans er að fara að eiga barn eftir helgina og fékk hann því að fara til Hollands til að vera viðstaddur fæðinguna. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður þegar hann kemur aftur,“ sagði Óli. Það hafa verið orðrómar á kreiki um að Víkingur og fleiri lið hafi lagt fram tilboð í Castillon. Verður Castillon seldur áður en að leikmannaglugginn lokar? „Ég er bara að fókusera á leikina sem við spilum og það sjá aðrir um leikmannamálin. Líkt og ég sagði er ástæðan fyrir því að hann er ekki með í dag að hann er í Hollandi til að vera viðstaddur fæðingu barnsins síns, það er bara eðlilegt að hann fái frí til þess.” Eru titilvonir FH úr sögunni eftir þetta tap? „Það er eitthvað sem við ættum ekki að hugsa um núna, sérstaklega eftir að hafa tapað svona stórt fyrir liði sem er að berjast um titilinn. Þetta var ljótt tap og það er á mína ábyrgð þegar að það gerist. Ég held við ættum að leggja til hliðar í bili allt hjal um titilinn og reyna frekar að reisa okkur fyrir næsta leik,” sagði Óli að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 4-1 | Breiðablik niðurlægði FH Blikar fóru í annað skipti illa með FH á þessu tímabili. 22. júlí 2018 22:30 Gulli: Ég hef alveg átt nokkrar ágætis markvörslur í sumar Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld. 22. júlí 2018 21:30 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira
Fyrr í kvöld tapaði FH með þriggja marka mun gegn Breiðablik, 4-1, og stimplaði sig þar með sennilega úr titilbaráttu Pepsi-deildarinnar. Þjálfari liðsins, Ólafur Kristjánsson, var í leikslok spurður hvað hefði gerst hjá sínu liði í síðari hálfleik. Eftir að Robbie Crawford jafnaði metin á 53. mínútu var ekki sjón að sjá lið FH. Breiðablik gekk á lagið; skoraði þrjú mörk á tiltölulega stuttum kafla og sigldi þægilegum sigri í höfn. „Það sem gerist er í raun það að við byrjum seinni hálfleikinn vel. Við erum að herja á þá og náum að jafna. Síðan eigum við skot sem Gulli ver frábærlega og hélt hann blikanum á floti þar. Eftir það fáum við á okkur annað mark úr föstu leikatriði, sem er mjög fúlt." „Þá þurftum við að reyna að sækja og jafna leikin en þá hlaupa þeir einfaldlega yfir okkur. Við vissum það fyrir leikinn að leikmenn Breiðabliks eru gríðarlega fljótir fram á við og skeinuhættir í skyndisóknum og þeir refsuðu okkur grimmilega í kvöld,” var svar Óla við þeirri spurningu. Voru leikmenn FH þreyttir eftir leikina tvo í forkeppni Evrópudeildarinnar? „Það þýðir ekkert að nota svoleiðis afsökun. Það getur vel verið að það hafi verið einhver þreyta í mínum leikmönnum en það er bara asnalegt að nota það sem afsökun fyrir þessu tapi, “ sagði Ólafur. Geoffrey Castillon var ekki í leikmannahóp FH í kvöld. Hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir liðið „Castillon er í Hollandi. Konan hans er að fara að eiga barn eftir helgina og fékk hann því að fara til Hollands til að vera viðstaddur fæðinguna. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður þegar hann kemur aftur,“ sagði Óli. Það hafa verið orðrómar á kreiki um að Víkingur og fleiri lið hafi lagt fram tilboð í Castillon. Verður Castillon seldur áður en að leikmannaglugginn lokar? „Ég er bara að fókusera á leikina sem við spilum og það sjá aðrir um leikmannamálin. Líkt og ég sagði er ástæðan fyrir því að hann er ekki með í dag að hann er í Hollandi til að vera viðstaddur fæðingu barnsins síns, það er bara eðlilegt að hann fái frí til þess.” Eru titilvonir FH úr sögunni eftir þetta tap? „Það er eitthvað sem við ættum ekki að hugsa um núna, sérstaklega eftir að hafa tapað svona stórt fyrir liði sem er að berjast um titilinn. Þetta var ljótt tap og það er á mína ábyrgð þegar að það gerist. Ég held við ættum að leggja til hliðar í bili allt hjal um titilinn og reyna frekar að reisa okkur fyrir næsta leik,” sagði Óli að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 4-1 | Breiðablik niðurlægði FH Blikar fóru í annað skipti illa með FH á þessu tímabili. 22. júlí 2018 22:30 Gulli: Ég hef alveg átt nokkrar ágætis markvörslur í sumar Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld. 22. júlí 2018 21:30 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 4-1 | Breiðablik niðurlægði FH Blikar fóru í annað skipti illa með FH á þessu tímabili. 22. júlí 2018 22:30
Gulli: Ég hef alveg átt nokkrar ágætis markvörslur í sumar Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld. 22. júlí 2018 21:30