Uppgjör: Hrikaleg mistök Vettel veittu Hamilton yfirhöndina Bragi Þórðarson skrifar 23. júlí 2018 06:00 Hamilton kom, sá og sigraði um helgina. vísir/getty Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í þýska kappakstrinum um helgina. Aðal keppinautur hans í slagnum um heimsmeistaratitil ökumanna, Sebastian Vettel, varð frá að hverfa eftir klaufaleg mistök. Vettel var í sjöunda himni á laugardaginn, þá hafði Þjóðverjinn tryggt sér fyrsta sætið á ráspól Hockenheim kappakstursins. Erkifjandi hans, Lewis Hamilton, byrjaði aðeins 14. eftir að Mercedes bíll Bretans bilaði í tímatökum. Ástandið varð svo bara betra fyrir Vettel er hann leiddi kappaksturinn framan af. Eftir fyrstu þjónustuhléin var þó liðsfélagi hans, Kimi Raikkonen kominn á undan.Maðurinn á bakvið brellurnar hjá Ferrari.vísir/gettyFerrari nota taktík „Þið eruð á mismunandi áætlunum, hleyptu Sebastian framúr,” sagði ítalska liðið við Raikkonen á 38. hring og fyrir vikið hleypti Kimi liðsfélaga sínum upp í fyrsta sætið. Það var á þessum tíma sem að Lewis Hamilton lagðist sennilega á bæn og bað máttarvöldin um smá rigningu. Ætli Mercedes liðið hafi ekki líka allir saman dansað regndansinn því að þegar 15 hringir voru eftir af kappakstrinum opnuðust himinhvolfin. Þetta hentaði Hamilton ágætlega þar sem hann var búinn að keyra sig upp í fjórða sætið á eftir liðsfélaga sínum. Mercedes bílarnir virtust hafa meira grip á votri brautinni og átti Valtteri Bottas ekki í miklum vandræðum með að komast fram úr landa sínum Raikkonen.Vettel gerði sig sekan um skelfileg mistök.vísir/gettyÓtrúleg mistök Vettel Á 52. hring varð draumur Sebastian Vettel að martröð. Þjóðverjinn missti stjórn á Ferrari bíl sínum í 13. beygju Hockenheim hringsins og glopraði þar með niður öllum vonum sínum á sigri. Ótrúleg mistök hjá fjórfalda heimsmeistaranum sérstaklega þar sem hann hafði tæplega tíu sekúndna forskot á annað sætið. Klökkur Vettel blótaði hinum ýmsu orðum í talstöðina til liðsins og bætti fyrirgefningu við, enda var þessi útafakstur engum öðrum að kenna heldur honum sjálfum. Öryggisbíllinn var kallaður út á meðan að starfsmenn komu tjónaða Ferrari bíl Vettels út úr brautinni. Þá fóru flest allir inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti nema Lewis Hamilton, fyrir vikið komst Bretinn upp í fyrsta sætið.Félagarnir hjá Mercedes ánægðir í lok dags.vísir/gettyEftirleikurinn auðveldur fyrir Mercedes Í endurræsingunni var augljóst að liðsfélagi Lewis, Valtteri Bottas sem sat í öðru sæti, var mun hraðari á ferskari dekkjum. Þá var komið að Mercedes að spila smá taktík rétt eins og Ferrari gerði nokkrum hringjum fyrr. „Valtteri, þetta er James, haldið ykkar sætum,” fékk Bottas að heyra frá vélstjóra sýnum þegar aðeins níu hringir voru eftir af kappakstrinum. Fyrsta og annað sætið fyrir Mercedes var því staðreynd á Hockenheim brautinni um helgina. Þetta er í fyrsta skiptið sem að liðið nær þessum árangri á heimavelli. Sigurinn gefur Hamilton 25 stig til heimsmeistara og leiðir hann nú mótið með 17 stiga forskot á Sebastian Vettel. Næsti kappakstur fer fram á hinni stórskemmtilegu Hungaroring braut í Ungverjalandi um næstu helgi. Ef Hamilton klárar þar á undan Vettel verður það í fyrsta skiptið á tímabilinu sem bilið milli þeirra tveggja fer yfir 18 stig í slagnum um titilinn. Sebastian mun því gefa allt sem hann á til að stoppa Lewis um næstu helgi. Formúla Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í þýska kappakstrinum um helgina. Aðal keppinautur hans í slagnum um heimsmeistaratitil ökumanna, Sebastian Vettel, varð frá að hverfa eftir klaufaleg mistök. Vettel var í sjöunda himni á laugardaginn, þá hafði Þjóðverjinn tryggt sér fyrsta sætið á ráspól Hockenheim kappakstursins. Erkifjandi hans, Lewis Hamilton, byrjaði aðeins 14. eftir að Mercedes bíll Bretans bilaði í tímatökum. Ástandið varð svo bara betra fyrir Vettel er hann leiddi kappaksturinn framan af. Eftir fyrstu þjónustuhléin var þó liðsfélagi hans, Kimi Raikkonen kominn á undan.Maðurinn á bakvið brellurnar hjá Ferrari.vísir/gettyFerrari nota taktík „Þið eruð á mismunandi áætlunum, hleyptu Sebastian framúr,” sagði ítalska liðið við Raikkonen á 38. hring og fyrir vikið hleypti Kimi liðsfélaga sínum upp í fyrsta sætið. Það var á þessum tíma sem að Lewis Hamilton lagðist sennilega á bæn og bað máttarvöldin um smá rigningu. Ætli Mercedes liðið hafi ekki líka allir saman dansað regndansinn því að þegar 15 hringir voru eftir af kappakstrinum opnuðust himinhvolfin. Þetta hentaði Hamilton ágætlega þar sem hann var búinn að keyra sig upp í fjórða sætið á eftir liðsfélaga sínum. Mercedes bílarnir virtust hafa meira grip á votri brautinni og átti Valtteri Bottas ekki í miklum vandræðum með að komast fram úr landa sínum Raikkonen.Vettel gerði sig sekan um skelfileg mistök.vísir/gettyÓtrúleg mistök Vettel Á 52. hring varð draumur Sebastian Vettel að martröð. Þjóðverjinn missti stjórn á Ferrari bíl sínum í 13. beygju Hockenheim hringsins og glopraði þar með niður öllum vonum sínum á sigri. Ótrúleg mistök hjá fjórfalda heimsmeistaranum sérstaklega þar sem hann hafði tæplega tíu sekúndna forskot á annað sætið. Klökkur Vettel blótaði hinum ýmsu orðum í talstöðina til liðsins og bætti fyrirgefningu við, enda var þessi útafakstur engum öðrum að kenna heldur honum sjálfum. Öryggisbíllinn var kallaður út á meðan að starfsmenn komu tjónaða Ferrari bíl Vettels út úr brautinni. Þá fóru flest allir inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti nema Lewis Hamilton, fyrir vikið komst Bretinn upp í fyrsta sætið.Félagarnir hjá Mercedes ánægðir í lok dags.vísir/gettyEftirleikurinn auðveldur fyrir Mercedes Í endurræsingunni var augljóst að liðsfélagi Lewis, Valtteri Bottas sem sat í öðru sæti, var mun hraðari á ferskari dekkjum. Þá var komið að Mercedes að spila smá taktík rétt eins og Ferrari gerði nokkrum hringjum fyrr. „Valtteri, þetta er James, haldið ykkar sætum,” fékk Bottas að heyra frá vélstjóra sýnum þegar aðeins níu hringir voru eftir af kappakstrinum. Fyrsta og annað sætið fyrir Mercedes var því staðreynd á Hockenheim brautinni um helgina. Þetta er í fyrsta skiptið sem að liðið nær þessum árangri á heimavelli. Sigurinn gefur Hamilton 25 stig til heimsmeistara og leiðir hann nú mótið með 17 stiga forskot á Sebastian Vettel. Næsti kappakstur fer fram á hinni stórskemmtilegu Hungaroring braut í Ungverjalandi um næstu helgi. Ef Hamilton klárar þar á undan Vettel verður það í fyrsta skiptið á tímabilinu sem bilið milli þeirra tveggja fer yfir 18 stig í slagnum um titilinn. Sebastian mun því gefa allt sem hann á til að stoppa Lewis um næstu helgi.
Formúla Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira