Segir alla tapa á viðskiptastríði Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2018 23:46 Steven Mnuchin og Bruno Le Maire. Vísir/AP Fjármálaráðherra Frakklands, Bruno Le Maire, segir raunverulegt viðskiptastríð vera skollið á. Það sé raunveruleikinn sem blasir við þjóðum heimsins í dag. Þetta sagði Le Maire á Buenos Aires í Argentínu þar sem fjármálaráðherra G20 ríkjanna, tuttugu stærstu hagkerfa heimsins, eru að koma saman fyrir fundi. Le Maire hvatti ríkisstjórn Bandaríkjanna til að átta sig á alvarleika stöðunnar. Í samtali við AFP sagði Le Maire að „þetta viðskiptastríð“ myndi leiða til þess að allir töpuðu. Það myndir fækka störfum og hægja á hagvexti. Hann sagði enn fremur að Evrópusambandið myndi ekki semja við Bandaríkin án þess að tollar Bandaríkjanna á stál og ál yrðu felldir niður.Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði hins vegar að Kína og Evrópusambandið yrðu að virða „frjáls, sanngjörn og gagnkvæm“ milliríkjaviðskipti. Mnuchin sagði Bandaríkin tilbúin til að semja við Evrópubúa um algerlega frjáls viðskipti, án allra tolla og niðurgreiðslna. Annað kæmi ekki til greina. Le Maire sagði að lög frumskógarins, lög hinna sterkustu, gætu ekki stjórnað alþjóðaviðskiptum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nýverið að vel kæmi til greina að setja tolla á allar vörur frá Kína. Mnuchin tók undir það. „Við viljum betra jafnvægi á viðskipti okkar og Kína og það jafnvægi fæst með því að við seljum fleiri vörur til Kína,“ sagði Mnuchin. Árið 2017 var viðskiptahalli ríkjanna tæpir 376 milljarðar dala. Mnuchin sagði að Kína yrði að opna markaði sína og sýna sanngirni. Það gæti verið stærðarinnar tækifæri fyrir bæði Bandaríkin og Kína. Argentína Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálaráðherra Frakklands, Bruno Le Maire, segir raunverulegt viðskiptastríð vera skollið á. Það sé raunveruleikinn sem blasir við þjóðum heimsins í dag. Þetta sagði Le Maire á Buenos Aires í Argentínu þar sem fjármálaráðherra G20 ríkjanna, tuttugu stærstu hagkerfa heimsins, eru að koma saman fyrir fundi. Le Maire hvatti ríkisstjórn Bandaríkjanna til að átta sig á alvarleika stöðunnar. Í samtali við AFP sagði Le Maire að „þetta viðskiptastríð“ myndi leiða til þess að allir töpuðu. Það myndir fækka störfum og hægja á hagvexti. Hann sagði enn fremur að Evrópusambandið myndi ekki semja við Bandaríkin án þess að tollar Bandaríkjanna á stál og ál yrðu felldir niður.Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði hins vegar að Kína og Evrópusambandið yrðu að virða „frjáls, sanngjörn og gagnkvæm“ milliríkjaviðskipti. Mnuchin sagði Bandaríkin tilbúin til að semja við Evrópubúa um algerlega frjáls viðskipti, án allra tolla og niðurgreiðslna. Annað kæmi ekki til greina. Le Maire sagði að lög frumskógarins, lög hinna sterkustu, gætu ekki stjórnað alþjóðaviðskiptum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nýverið að vel kæmi til greina að setja tolla á allar vörur frá Kína. Mnuchin tók undir það. „Við viljum betra jafnvægi á viðskipti okkar og Kína og það jafnvægi fæst með því að við seljum fleiri vörur til Kína,“ sagði Mnuchin. Árið 2017 var viðskiptahalli ríkjanna tæpir 376 milljarðar dala. Mnuchin sagði að Kína yrði að opna markaði sína og sýna sanngirni. Það gæti verið stærðarinnar tækifæri fyrir bæði Bandaríkin og Kína.
Argentína Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf