Einstakt samband Íslands og Grænlands Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2018 20:00 Skákfélagið Hrókurinn hefur haldið úti öflugu skákstarfi á Grænlandi síðastliðinn fimmtán ár. Í dag var blásið til fögnuðar af því tilefni og gaman er að segja frá því að félagið hélt fyrsta skákmótið í sögu Grænlands árið 2003. Einstakt samband hefur myndast milli Íslands og Grænlands í gegnum skákfélagið Hrók og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands. Hugmyndin um samstarfið kom yfir óvenju góðum kaffibolla fyrir fimmtán árum síðan. Þá fóru nokkrir Hróksmenn til Grænlands og fundu það út að ekki var mikil skákmenning þar í landi. Róbert Lagerman, varaforseti Hróks, er vonum glaður með daginn og segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Í þessi fimmtán ár hefur verið farið nokkrum sinnum á ári og í það heila má telja um 70 ferðir. “Þetta snýst ekkert aðallega um skák, heldur líka vináttu og tengingu á milli landa. Svo okkur fannst tilvalið að heimsækja okkar næstu nágranna,” segir hann. Samstarfið hefur gengið vonum framar. Eftir nokkrar heimsóknir út þá var farið í að bjóða Grænlenskum börnum hingað til lands og kenna þeim að synda. Því fylgir mikil upplifun fyrir börnin enda samfélögin ólík að mörgu leyti. Börnin kippa sér til dæmis ekki upp við að sjá ísbirni á sínum heimaslóðum en þykir íslenski hesturinn alveg hreint stórundarlegur. “Byrjum á því að vera með skák, síðan hefur þetta undið upp á sig. Við höfum verið með tónlist og allskonar list, fatasöfnun og allt milli himins og jarðar. Síðan er það tengingin á milli landanna, rækta vinskap þessa nágranna þjóða,” segir hann. Hvað eruð þið að bjóða okkur upp á hér í dag? “Hér eru ljósmyndir frá ferðum okkar. Við leggjum mikið upp úr því að taka myndir og sýna það á netinu og hér uppi á vegg,” segir hann að lokum. Grænland Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Skákfélagið Hrókurinn hefur haldið úti öflugu skákstarfi á Grænlandi síðastliðinn fimmtán ár. Í dag var blásið til fögnuðar af því tilefni og gaman er að segja frá því að félagið hélt fyrsta skákmótið í sögu Grænlands árið 2003. Einstakt samband hefur myndast milli Íslands og Grænlands í gegnum skákfélagið Hrók og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands. Hugmyndin um samstarfið kom yfir óvenju góðum kaffibolla fyrir fimmtán árum síðan. Þá fóru nokkrir Hróksmenn til Grænlands og fundu það út að ekki var mikil skákmenning þar í landi. Róbert Lagerman, varaforseti Hróks, er vonum glaður með daginn og segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Í þessi fimmtán ár hefur verið farið nokkrum sinnum á ári og í það heila má telja um 70 ferðir. “Þetta snýst ekkert aðallega um skák, heldur líka vináttu og tengingu á milli landa. Svo okkur fannst tilvalið að heimsækja okkar næstu nágranna,” segir hann. Samstarfið hefur gengið vonum framar. Eftir nokkrar heimsóknir út þá var farið í að bjóða Grænlenskum börnum hingað til lands og kenna þeim að synda. Því fylgir mikil upplifun fyrir börnin enda samfélögin ólík að mörgu leyti. Börnin kippa sér til dæmis ekki upp við að sjá ísbirni á sínum heimaslóðum en þykir íslenski hesturinn alveg hreint stórundarlegur. “Byrjum á því að vera með skák, síðan hefur þetta undið upp á sig. Við höfum verið með tónlist og allskonar list, fatasöfnun og allt milli himins og jarðar. Síðan er það tengingin á milli landanna, rækta vinskap þessa nágranna þjóða,” segir hann. Hvað eruð þið að bjóða okkur upp á hér í dag? “Hér eru ljósmyndir frá ferðum okkar. Við leggjum mikið upp úr því að taka myndir og sýna það á netinu og hér uppi á vegg,” segir hann að lokum.
Grænland Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira