Uggandi yfir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. júlí 2018 20:00 Forstjóri Kynnisferða segir bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um rútustæðagjöld við Leifsstöð skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja á svæðinu. Þannig séu Kynnisferðir í beinni samkeppni í flugrútuakstri við fyrirtæki sem engin gjöld greiða á gildistíma ákvörðunarinnar. Með ákvörðuninni var ISAVIA gert að hætta tímabundið gjaldtöku í svokölluð fjarstæði við Leifsstöð.Frétt Stöðvar 2: Segir ISAVIA hafa lagt á skatt með gjöldunum Stæðin eru notuð af fyrirtækjum sem hafa ekki fasta aðstöðu í flugstöðinni, en Samkeppniseftirlitið hóf skoðun málsins eftir kvörtun frá Gray Line – sem taldi um ósanngjarna ofurgjaldtöku að ræða. Ekkert verður því innheimt fyrir notkun stæðanna fyrr en í desember, eins lengi og ákvörðunin gildir.Kynnisferðir og Hópbílar hlutskörpust í útboðinu Eftir stendur þó að áfram er greitt fyrir aðstöðu inni í flugstöðinni og á nærstæðum beint fyrir utan. Þá aðstöðu nota Kynnisferðir annars vegar og Hópbílar hins vegar, en fyrirtækin áttu besta boðið í útboði fyrir um ári síðan. Gray Line tók einnig þátt í útboðinu. „Tilboðið okkar var miðað við að það væri gjaldtaka á þessu ytra stæði. Við erum bara að skoða það með okkar lögmönnum og ISAVIA hvaða áhrif þetta hefur á útboðið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Enginn hagur af háum gjöldum Björn bendir á að fjarstæðin séu fyrst og fremst notuð við að sækja sérhópa, það geri Kynnisferðir líka og því enginn sérstakur hagur í því fyrir fyrirtækið að gjöldin séu há. „Það eru auðvitað hagsmunir allra okkar sem erum í ferðaþjónustu á Íslandi að við séum samkeppnishæf í verði,“ segir Björn. Kynnisferðir greiða yfir 40% af tekjum sínum af akstri reglulegrar flugrútu frá Leifsstöð beint til ISAVIA. Björn segir það því tæplega standast skoðun að vera í beinni samkeppni við aðila sem þurfa nú ekkert að greiða, mánuðum saman.Skekkir samkeppnisstöðuna að óbreyttu „Gray Line hefur frá því 1. Mars verið að bjóða upp á flugrútu frá þessu ytra stæði í samkeppni við okkur. Ef það verður niðurstaðan að þeir þurfa ekki að greiða, eða aðrir þurfa ekki að greiða gjald þarna, þá skekkir það auðvitað þessa samkeppnisstöðu,“ segir Björn. Forsvarsmenn ISAVIA veittu ekki viðtal vegna málsins í dag. Upplýsingafulltrúi vísaði hins vegar til þess að eftir helgi myndi ISAVIA funda með forsvarsmönnum Kynnisferða og Hópbíla vegna þeirra áhyggna sem þeir hefðu lýst vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnismál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Forstjóri Kynnisferða segir bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um rútustæðagjöld við Leifsstöð skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja á svæðinu. Þannig séu Kynnisferðir í beinni samkeppni í flugrútuakstri við fyrirtæki sem engin gjöld greiða á gildistíma ákvörðunarinnar. Með ákvörðuninni var ISAVIA gert að hætta tímabundið gjaldtöku í svokölluð fjarstæði við Leifsstöð.Frétt Stöðvar 2: Segir ISAVIA hafa lagt á skatt með gjöldunum Stæðin eru notuð af fyrirtækjum sem hafa ekki fasta aðstöðu í flugstöðinni, en Samkeppniseftirlitið hóf skoðun málsins eftir kvörtun frá Gray Line – sem taldi um ósanngjarna ofurgjaldtöku að ræða. Ekkert verður því innheimt fyrir notkun stæðanna fyrr en í desember, eins lengi og ákvörðunin gildir.Kynnisferðir og Hópbílar hlutskörpust í útboðinu Eftir stendur þó að áfram er greitt fyrir aðstöðu inni í flugstöðinni og á nærstæðum beint fyrir utan. Þá aðstöðu nota Kynnisferðir annars vegar og Hópbílar hins vegar, en fyrirtækin áttu besta boðið í útboði fyrir um ári síðan. Gray Line tók einnig þátt í útboðinu. „Tilboðið okkar var miðað við að það væri gjaldtaka á þessu ytra stæði. Við erum bara að skoða það með okkar lögmönnum og ISAVIA hvaða áhrif þetta hefur á útboðið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Enginn hagur af háum gjöldum Björn bendir á að fjarstæðin séu fyrst og fremst notuð við að sækja sérhópa, það geri Kynnisferðir líka og því enginn sérstakur hagur í því fyrir fyrirtækið að gjöldin séu há. „Það eru auðvitað hagsmunir allra okkar sem erum í ferðaþjónustu á Íslandi að við séum samkeppnishæf í verði,“ segir Björn. Kynnisferðir greiða yfir 40% af tekjum sínum af akstri reglulegrar flugrútu frá Leifsstöð beint til ISAVIA. Björn segir það því tæplega standast skoðun að vera í beinni samkeppni við aðila sem þurfa nú ekkert að greiða, mánuðum saman.Skekkir samkeppnisstöðuna að óbreyttu „Gray Line hefur frá því 1. Mars verið að bjóða upp á flugrútu frá þessu ytra stæði í samkeppni við okkur. Ef það verður niðurstaðan að þeir þurfa ekki að greiða, eða aðrir þurfa ekki að greiða gjald þarna, þá skekkir það auðvitað þessa samkeppnisstöðu,“ segir Björn. Forsvarsmenn ISAVIA veittu ekki viðtal vegna málsins í dag. Upplýsingafulltrúi vísaði hins vegar til þess að eftir helgi myndi ISAVIA funda með forsvarsmönnum Kynnisferða og Hópbíla vegna þeirra áhyggna sem þeir hefðu lýst vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppnismál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira