Hamilton: Hungraðari en nokkru sinni fyrr Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júlí 2018 23:30 Heimsmeistarar fá vel borgað. vísir/getty Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes og heimsmeistari í Formúlu 1, er búinn að skrifa undir nýjan samning við Mercedes-liðið og mun aka fyrir það næstu tvö tímabilin eða til ársins 2020. Þessi 33 ára gamli Breti sem varð heimsmeistari í fjórða sinn á síðasta ári fær 30 milljónir punda eða 4,1 milljarða króna í grunnlaun á ári fyrir næstu tvö tímabil Með bónusum hækka árslaunin upp í 40 milljónir punda á ári eða 5,5 milljarða króna. Hamilton hefur það gott og mun hafa það enn betra á næstu misserum eins og fjallað var um í gær. Hamilton ók fyrir McLaren frá 2007-2012 og varð heimsmeistari árið 2008. Hann gekk í raðir Mercedes árið 2013 og hefur orðið heimsmeistari þrívegis síðan þá. Hann er sem stendur í öðru sæti í heimsmeistarakeppni ökuþóra á eftir Sebastian Vettel hjá Ferrari en aðeins munar átta stigum á köppunum þegar að helmingur keppnistímabilsins er eftir. „Það er gott að stinga penna við blað og klára þetta. Ég hef verið hluti af Mercedes-fjölskyldunni í 20 ár og mér hefur aldrei liðið betur en núna,“ segir Lewis Hamilton. „Það var gott að klára loks að skrifa undir og tilkynna þetta til þess að geta haldið áfram vinnu. Ég hef aldrei verið ánægðari innan liðs heldur en núna,“ segir Hamilton. „Við erum á sömu bylgjulengd innan sem utan brautarinnar og ég er sannfærður um það að Mercedes er rétti staðurinn fyrir mig næstu ár.“ Mercedes-liðið hefur drottnað yfir Formúlunni eftir að Turbo hybrid-vélarnar voru innleiddar árið 2014 en Mercedes er búið að vinna keppni bílasmiða fjórum sinnum í röð. „Þrátt fyrir alla velgengnina síðan 2013 er Mercedes hungraðari en nokkru sinni fyrr,“ segir hann. „Þessi keppnismennska og ástríða er eitthvað sem ríkir í öllum starfsmönnum liðsins. Það eru allir að reyna að verða betri á hverjum degi,“ segir Lewis Hamilton. Bretinn verður næst í eldlínunni um helgina þegar að Formúlan snýr aftur úr sumarfríi. Næst á dagskrá er Þýskalandskappaksturinn í Hockenheim sem verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes og heimsmeistari í Formúlu 1, er búinn að skrifa undir nýjan samning við Mercedes-liðið og mun aka fyrir það næstu tvö tímabilin eða til ársins 2020. Þessi 33 ára gamli Breti sem varð heimsmeistari í fjórða sinn á síðasta ári fær 30 milljónir punda eða 4,1 milljarða króna í grunnlaun á ári fyrir næstu tvö tímabil Með bónusum hækka árslaunin upp í 40 milljónir punda á ári eða 5,5 milljarða króna. Hamilton hefur það gott og mun hafa það enn betra á næstu misserum eins og fjallað var um í gær. Hamilton ók fyrir McLaren frá 2007-2012 og varð heimsmeistari árið 2008. Hann gekk í raðir Mercedes árið 2013 og hefur orðið heimsmeistari þrívegis síðan þá. Hann er sem stendur í öðru sæti í heimsmeistarakeppni ökuþóra á eftir Sebastian Vettel hjá Ferrari en aðeins munar átta stigum á köppunum þegar að helmingur keppnistímabilsins er eftir. „Það er gott að stinga penna við blað og klára þetta. Ég hef verið hluti af Mercedes-fjölskyldunni í 20 ár og mér hefur aldrei liðið betur en núna,“ segir Lewis Hamilton. „Það var gott að klára loks að skrifa undir og tilkynna þetta til þess að geta haldið áfram vinnu. Ég hef aldrei verið ánægðari innan liðs heldur en núna,“ segir Hamilton. „Við erum á sömu bylgjulengd innan sem utan brautarinnar og ég er sannfærður um það að Mercedes er rétti staðurinn fyrir mig næstu ár.“ Mercedes-liðið hefur drottnað yfir Formúlunni eftir að Turbo hybrid-vélarnar voru innleiddar árið 2014 en Mercedes er búið að vinna keppni bílasmiða fjórum sinnum í röð. „Þrátt fyrir alla velgengnina síðan 2013 er Mercedes hungraðari en nokkru sinni fyrr,“ segir hann. „Þessi keppnismennska og ástríða er eitthvað sem ríkir í öllum starfsmönnum liðsins. Það eru allir að reyna að verða betri á hverjum degi,“ segir Lewis Hamilton. Bretinn verður næst í eldlínunni um helgina þegar að Formúlan snýr aftur úr sumarfríi. Næst á dagskrá er Þýskalandskappaksturinn í Hockenheim sem verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira