Ófögnuður Þórarinn Þórarinsson skrifar 20. júlí 2018 07:00 Fundir eru nánast undantekningalaust til mikillar óþurftar. Tímasóun sem virtist vera þeim kærust sem minnstan áhuga hafa á því að koma einhverju af viti í verk. Verstir eru þó fundirnir þegar saman kemur fólk ýmist með tóm höfuð, eða full af ógeðslegum hugsunum og áformum. Tveir ólíkir menn áttu slíkan fund í byrjun vikunnar og fyrirfram óttaðist fólk með viti meðal annars að þetta yrði eins og að viðvaningur stigi inn í hnefaleikaferhyrninginn á móti Muhammad Ali. Og vissulega kom Donald Trump ansi lemstraður frá stuttri og snarpri viðureign sinni við Vladimír Pútín. Ekki furða þar sem annar er vínbelgur sem er við það að springa af heimsku, hroka og skrumi en hinn útsmoginn, eldklár og viðsjárverður járnkall, hertur og mótaður hjá hinum forna erkifjanda James Bond, Bandaríkjanna og hins vestræna heims, KGB. Háskalegustu Leppalúðar Rússagrýlunnar komu úr dýpstu og dimmustu hellum Sovétríkjanna og þaðan var Pútín kominn til þess að tuska til sjálfumglaðan silfurskeiðung frá New York sem kann ekki einu sinni að hnýta bindishnút. Pútín gæti hæglega verið skúrkur í James Bond-mynd. Svo svakalegur að hann gæti hæglega stútað besta njósnara hennar hátignar á meðan Trump gæti í besta falli verið vondi kallinn í Austin Powers-mynd, enda ekki einu sinni fær um að ganga skammlaust við hlið drottningar. Skömmu eftir að þessi ófagnaðarfundur holdgervinga bíómyndaskúrka var haldinn í Finnlandi skunduðu gulu skósveinarnir úr Aulinn ég-myndunum á Þingvöll og hringsnerust þar um sjálfa sig í fullkomnu tilgangsleysi að fagna aldar fullveldi þjóðar sem var ekki einu sinni boðið á ballið. Aularnir, við erum þeir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fundir eru nánast undantekningalaust til mikillar óþurftar. Tímasóun sem virtist vera þeim kærust sem minnstan áhuga hafa á því að koma einhverju af viti í verk. Verstir eru þó fundirnir þegar saman kemur fólk ýmist með tóm höfuð, eða full af ógeðslegum hugsunum og áformum. Tveir ólíkir menn áttu slíkan fund í byrjun vikunnar og fyrirfram óttaðist fólk með viti meðal annars að þetta yrði eins og að viðvaningur stigi inn í hnefaleikaferhyrninginn á móti Muhammad Ali. Og vissulega kom Donald Trump ansi lemstraður frá stuttri og snarpri viðureign sinni við Vladimír Pútín. Ekki furða þar sem annar er vínbelgur sem er við það að springa af heimsku, hroka og skrumi en hinn útsmoginn, eldklár og viðsjárverður járnkall, hertur og mótaður hjá hinum forna erkifjanda James Bond, Bandaríkjanna og hins vestræna heims, KGB. Háskalegustu Leppalúðar Rússagrýlunnar komu úr dýpstu og dimmustu hellum Sovétríkjanna og þaðan var Pútín kominn til þess að tuska til sjálfumglaðan silfurskeiðung frá New York sem kann ekki einu sinni að hnýta bindishnút. Pútín gæti hæglega verið skúrkur í James Bond-mynd. Svo svakalegur að hann gæti hæglega stútað besta njósnara hennar hátignar á meðan Trump gæti í besta falli verið vondi kallinn í Austin Powers-mynd, enda ekki einu sinni fær um að ganga skammlaust við hlið drottningar. Skömmu eftir að þessi ófagnaðarfundur holdgervinga bíómyndaskúrka var haldinn í Finnlandi skunduðu gulu skósveinarnir úr Aulinn ég-myndunum á Þingvöll og hringsnerust þar um sjálfa sig í fullkomnu tilgangsleysi að fagna aldar fullveldi þjóðar sem var ekki einu sinni boðið á ballið. Aularnir, við erum þeir.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar